18.12.2012 | 19:09
Er þetta ekki orðinn þreyttur frasi.
"Allt stopp", ríkisstjórnin gerir ekkert, ríkisstjórnin sveik loforð sín, ríkisstjórnin stendur ekki við gerða samninga.
Ekkert hægt að gera út af ríkisstjórninni!!
Hvenær ætla menn að horfast í augun á þeirri staðreynd að þjóðin hefur ekki haft ríkisstjórn í langan tíma, ef hún hefur þá nokkurn tímann haft hana þetta kjörtímabil.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er skálkaskjól, skálkaskjól voldugra fjármálaafla sem tóku stöðu gegn íslenska þjóðarbúinu og ætla sér að hirða þá stöðu.
Það skýrir glundroðann, óstjórnina, vitleysuna.
En afsakar það aðila vinnumarkaðarins að sinna ekki starfi sínu.
Buðu þessir menn sig ekki fram til trúnaðarstarfa til að gera eitthvað.
Gera eitthvað annað en að kenna ríkisstjórninni um alla skapaða hluti.
Eins og það sé hægt að kenna fólki sem er ósjálfrátt gjörða sinna um einhvern hlut.
Verkalýðshreyfingin semur um kaup og kjör við atvinnurekendur, ekki ríkisstjórnina.
Atvinnurekendur semja um þau kaup og kjör sem þeir telja skynsamlegast miðað við þá stöðu sem þeir eru í.
Hvergi í starfslýsingu ASÍ eða SA er kveðið á um að ríkisstjórnin eigi að stoppa allt.
Það er fyrirsláttur, sérstaklega núna þegar landinu er ekki stjórnað.
Það er mál að linni, nóg er komið samt.
Og ef allt er stopp þá veit ég um mál sem hægt er að hreyfa án þess að fara á miðilsfund til að reyna ná sambandi við Jóhönnu.
Vitna í frábæran pistil eftir Jón Baldur L´Orange, "Fátækt er svöðusár á þjóðarlíkamanum", þar sem hann segir,
"Fátækt er þjóðarskömm. Það er engin skömm að vera fátækur. En það er skömm að sýna fátækt fálæti. Við sem samfélag þurfum að leysa þetta þjóðfélagsmein í sameiningu.".
Á meðan allt er stopp, þá er hægt að bjarga þessum hungurjólum.
Aðilar vinnumarkaðarins geta sameinast um að útrýma þessari þjóðarskömm.
Það þarf ekki miðilsfund til þess.
Það þarf aðeins sannfæringu um að gera rétt einu sinni.
Og fara eftir þeirri sannfæringu sinni.
Einu sinni.
Bara í þetta sinn.
Kveðja að austan.
Það er allt stopp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 404
- Sl. sólarhring: 741
- Sl. viku: 6135
- Frá upphafi: 1399303
Annað
- Innlit í dag: 342
- Innlit sl. viku: 5197
- Gestir í dag: 316
- IP-tölur í dag: 312
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar að sitja þrír við samningaborðið og einn aðilinn er með hausinn svo langt uppí rassgatinu á sér að hann heyrir ekki einu sinni ruglið í sjálfum sér þá verður ekkert jafnvægi á atvinnulífinu. ASÍ og SA geta samið sín á milli um laun og kjör fyrir hinn almenna launamann en leysir ekki lífeyriskjaramun á opinberum starfsmönnum og okkur hinum.
Stebbi (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 22:03
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði á haustfundi hennar að erlendir kaupendur að orku héldu að sér höndum varðandi það að láta orkusamninga ganga í gildi, vegna þess að þeir "vildu sjá til sólar" eins og hann orðaði það, þ. e. sjá að efnahagskreppunni í heiminum væri að ljúka.
Meðan hún rénaði ekki myndu þessir kaupendur ekki gera neitt og ekki fara út í neinar stórar nýframkvæmdir.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2012 kl. 23:04
Ómar minn blessaður Ragnarsson,
hér er verið að ræða um fátækt, en ekki ohf. ríkis-forstjóra Landsvirkjunar á ofurlaunum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 23:37
Blessaður Pétur.
Fleira ber nú á góma en fátæktina og nafni minn hjó eftir því. Hún fékk svona meira að vera með en meginstefið er ábyrgðarleysi þessara manna á gjörðum sínum, og er sú umfjöllun í lógísku samhengi við fyrri pistla síðustu daga, sá síðasti var um brennuvarg, þar áður um Skagfirðing sem lýgur hagvexti uppá blásaklaust hagkerfi og þar á undan pistill um að blekking væri ekki hagvaxtaforsenda.
Þar að auki hefur blessaður Landsvirkjunarforstjórinn alveg rétt fyrir sér.
En fátækt fær einn grunnpistil, vel skrifaðan því ég ætla að mestu að pesta Jón Baldur. Þann pistil lásu sorglega fáir því miður.
Sem sannar það enn og aftur að fátækt er ekki inn hjá félagshyggjufólki í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 06:31
Blessaður nafni.
Það er augljóst að í miðri heimskreppu þegar menn vita lítið um þróun eftirspurnar á framleiðslu sinni þá halda menn að sér höndum í nýfjárfestingum.
Eftirspurn eftir bílum er að dragast skarpt saman á síðasta ársfjórðungi þessa árs og ennþá vita menn ekkert um lendinguna í Kína. Í Bandaríkjunum er ljóst að niðurskurður er framundan vegna hallans á ríkisfjármálum, og svo framvegis.
Eiginlega er aðeins spáð hagvexti á Íslandi svo nokkru nemur og sú spá dugar skammt til að auka bjartsýni framleiðanda.
Í nýlegum pistli benti ég á þetta röksamhengi
í þeirri veiku von að fólk hætti að byggja væntingar sínar um nánustu framtíð á hugarórum.
Vegna þess að
Þjóðin ætti að hafa fengið nóg af þeim blekkingum sem ástundaðar voru hér fyrir Hrun þó hún leiti ekki aftur á þau mið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 06:42
Blessaður Stebbi.
Ég held að það fari tvennum sögum af þeim mun og það er þumalputta að þangað leiti fólk þar sem best eru kjörin.
Yfirleitt hefur það rennsli verið til einkageirans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.