18.12.2012 | 18:44
Hvað þurfa margir að sitja hjá???
Fjórflokkurinn meinar ekkert með þessari tillögu um að frysta aðildarviðræðurnar á meðan leitað er eftir samþykki þjóðarinnar hvort haldi eigi viðræðunum áfram eða slúffa þeim.
Þessi tillaga kemur fram núna í þeim eina tilgangi að þurfa ekki að ræða snjóhengjuna í janúar. En eins og kunnugt er þá fór um þingheim eftir að Tryggva Þór Herbertssyni varð það á að skrifa frábæra grein um þá Þjóðarvá. Þögnin varð svo mikil að hún hreinlega stóð í þeim.
Það er ekki gott fyrir fjárhaginn að styggja vogunarsjóði.
En svo fór Mogginn að skrifa um þjóðarvána, og síðan virtur prestur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, og þar með var ekki lengur hægt að hlæja að vánni eins og hún væri enn einn hugarburðurinn í Lilju Mósesdóttur sem eins og kunnugt er gengur um sali Alþingis með þær grillur að þingmenn eigi að fjalla um þjóðþrifamál en ekki dægurmál. Þeir eiga að takast á við þjóðarvanda með hagsæld almennings að fyrirrúmi en ekki taka við skipunum frá viðskiptaráði eða bönkunum.
Og stjórnarskrármálið, eins og það var nú vel heppnað dægurmál, dugar ekki, ekki eftir að presturinn tók til máls. Það er þessi grasrót í Sjálfstæðisflokknum sem hlýðir ekki alltaf flokkslínunni að hugsa ekki.
Eitthvað varð að gera, og hvað var þá handhægara en að nýta sér glímutök Jóns Bjarnasonar, og stríða Steingrími aðeins í leiðinni. Eins og hann hafi ekki nóg á sinni könnu sem ofurráðherra þó hann þurfi ekki að fara rifja allt upp sem hann sagði og lofaði og síðan í hvaða röð hann sveik.
Svik eru eitt, en að verða tvísaga um þau er annað.
Úr varð þessi tillaga sem virðist hafa meirihluta.
Eða þannig.
Eða alveg þangað til fjórflokkurinn hefur reiknað út hvað margir þurfa að sitja hjá svo Samfylkingin nái að svæfa hana, kæfa eða vísa henni frá.
Ragnheiður, Þorgerður, Eygló, Sif, eru vanar, dugi það ekki til, ef Ögmundur ræður ekki við samvisku sína og lætur Guðfríði Lilju róa hana með því að greiða atkvæði á móti, þá mun einhver bætast í hópinn, Birkir eða Höskuldur, möguleikarnir eru fjölmargir en niðurstaðan aðeins ein.
Þjóðin fær ekki að tjá sig um umsóknina.
Því um hana ríkir mikil sátt.
Ekki í orði en í raun.
Og jólalag Alþingis í tilefni hungurjólanna er "Snjóhengja fellur, á allt og alla,".
En það skemmta sér ekki allir.
Ekki þeir sem þurfa að borga.
Ekki þjóðin.
Ekki þegar þar að kemur.
Ekki eftir kosningar.
Kveðja að austan.
Viðræðurnar verði settar á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1412772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1477
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enska orðið fyrir
ís? Ice.
Er þetta orðalag "Viðræðurnar verði settar á ís" tilviljun? Varla.
Spyrja má nú td. þá 12 menninga þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem samþykktu Icesave III,
aðgöngumiðann að ESB, ásamt þeim 13. óþinghæfa þá, hvað er tungu þeirra og huga tamast, ís, ice?
Er það þeirra Ís-björg, korteri fyrir þingkosningar, að vanvirða enn eina ferðina landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins? Láta sannir sjálfstæðismenn fífla sig eina ferðina enn?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 23:34
Blessaður Pétur.
Er þetta ekki handleiðsla að ofan til að afhjúpa hin dýpri rök fyrir þessari ístillögu.
Við höfum rætt þetta áður og þú þekkir forsendur mínar í þessum pistli.
En varðandi áhrif hjásetunnar þá er það þannig að þó að í húsi drottins séu mörg herbergi, þá eru þau sínu fleiri í Valhöll miðað við stærð og höfðatölu.
En maður veit samt ekki, bæði geta augu þeirra opnast, sem og hitt að Bjarna gæti alveg dottið í hug að láta flokkinn standa saman í tilefni kosninganna.
Eygló og Sif gera það hins vegar ekki.
Er ekki Eygló annars í Dögun???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2012 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.