Samstaða um lífið.

 

Er lítill flokkur, örflokkur sem hefur einsett sér að börnin okkar geti lifað mannsæmandi lífi í frjálsu og siðuðu samfélagi í landi feðra sinna.

Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar er stóra systur Samstöðu um lífið.

Eins og nafnið gefur til kynna þá vill hún styrkja forsendur lýðræðis og velferðar í samfélaginu.

Þessi ágæti flokkur, sem er góðmennur og heill í sannfæringu sinni, hefur nýtt krafta sína í að skapa umræðu og koma með raunhæfar tillögur um þau mál sem brennast heitast á þjóðinni og ráða munu úrslitum um tilveru hennar.

 

Þar ber fyrst að minnast á tillögu hans um nýkrónuna sem tekst á við skuldahelsi þjóðarinnar  sem fengið hefur nafnið snjóhengjan, en sú snjóhengja mun kaffæra þjóðina líkt og alvöru snjóflóð svo fátt mun standa eftir í efnahag hennar og afkomu. 

Bara þetta eina mál, sem enginn annar flokkur hefur kjark til að ræða af ótta við ægivald vogunarsjóðanna sem hafa hreiðrað um sig um allt þjóðlíf í því markmiði að fá hvern aur sem hægt er að kreista út úr hagkerfinu, krefst þess að allir sem eiga líf sem þarf að vernda, eiga að styðja og styrkja Samstöðu.  

Því það er allt búið ef vogunarsjóðirnir ná fram markmiðum sínum.

Til að gæta alls hlutleysis þá vil ég taka það fram að HægriGrænir eru líka heilir, þeir ætla ekki að svíkja.

 

Annað höfuðmál Samstöðu, þessarar þarna um velferðina og allt það, er alvöru tök á skuldamálum heimilanna.  

Samstaða veit að það verður ekki friður eða samstaða í þjóðfélaginu fyrr en allar Hrunskuldir eru leiðréttar, ekki bara hjá hinu ríku sem fengu tap sitt í peningasjóðum bankanna bætta að mestu ásamt því að ríkið ábyrgðist allar innistæður, jafnt 10.000 krónur einstæðrar móðurinnar sem sinnir öldruðum foreldrum einhvers á hjúkrunarheimili, sem og einstæða auðmannsins sem varð viðskila við hluta af hlutabréfum sínum, og hans milljónir í banka, eða hundruð milljónir eða milljarðar, eða eitthvað, fengu sitt skjól, sitt öryggi hjá ríkisvaldinu.

Sem er ekki málið heldur að það gilti ekki sama um alla, heil kynslóð var skilin eftir í skuldagildru sem smán saman grefur undan undirstöðum samfélagsins.

Fyrir utan að það er siðlaus gjörð í andstöðu við allan okkar kristna menningarheim og það sýnir til dæmis afhelgun kirkjunnar að hún skuli þegja yfir siðrofinu, þá er það efnahagslega heimskt að þrælka þá kynslóð sem elur upp erfingja landsins.

 

Aðeins Samstaða, HægriGrænir og sá hluti Framsóknarflokksins sem styður Sigmund Davíð, hefur verið einörð í kröfu um þessa vitrænu og sanngjörnu samfélagssátt.

Aðrir flokkar hafa hundsað málið á misheimskum forsendum, út frá mismiklu siðleysi, en sýnt órofa samstöðu um tillögur greiðsluaðlögunar sem í gamla daga hét að gefa þrælnum að éta svo hann gæti unnið.  

Þeir sem eiga líf sem þarf að vernda, styðja ekki skuldahelsið, styðja ekki siðleysið, styðja ekki hina algjöru heimsku að stuðla að borgarstyrjöld í landinu, þeir styðja annað hvort Samstöðu, HægriGræna eða þann hluta Framsóknarflokksins sem er ekki undir skugga Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

 

Önnur mál sem Samstaða hefur fjallað um á sínu stutta æviskeiði eru til dæmis um endurbætur á fjármálakerfinu, um fátækt, um vernd heilbrigðiskerfisins og síðan styrkingu þess þegar óvitið hefur verið hrakið frá völdum, og lýðræðisumbætur.

Um allt þetta er hægt að lesa á heimssíðu flokksins, Samstöðu, og ef fólk gefur lífinu sem það ól tækifæri, þá sér það að þarna er gott heiðarlegt fólk sem vill vel, og sýnir það í verki.

Engin ómál, ekkert tuð.

 

Stóra systir Samstöðu um lífið, Samstaða flokkur velferðar og lýðræðis, kvartar sáran yfir því að vera hundsuð af valdinu. 

Af fjölmiðlum þar sem eignarþræðirnir liggja til amerísku vogunarsjóðanna, af ríkisfjölmiðlinum sem þiggur sporslur frá Brussel, af Morgunblaðinu sem óttast það helst að einhver komist að því að þögn forystu Sjálfstæðisflokksins um helstu vandamál þjóðarinnar sé ekki það að þetta fólk hefur engar hugmyndir, sem þögn er yfirleitt merki um, heldur að "þögn sé sama og samþykki".

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé þriðja hjólið undir vagni ríkisstjórnarinnar, að það sé aðeins blöff að Dögun sé það, sem er augljóst því hvaða vagn kæmist langt á því varadekki.

 

En af hverju ætti Samstaða að kvarta yfir þessari þöggun.  

Af hverju ættu amerísku vogunarsjóðirnir að vilja að rödd hennar heyrist??  Svo þeir geti ekki féflett þjóðina??' Lélegur bissness það.

Af hverju ætti ESB ríkismiðillinn að hampa Samstöðu. Samstaða er á móti skuldaþrælkun þjóðarinnar en hornsteinn stefnu ESB gagnvart þjóðum sem spillt yfirstétt hefur komið í skuldavandræði, er að síðasti blóðdropi skuli kreistur úr almenningi svo bankarnir fái sitt, aðeins þegar síðast blóðpeningurinn er kominn í fjárhirsluna í Frankfurt, þá er gefið eftir með skuldir.  

Af hverju ætti Morgunblaðið að taka viðtal við Lilju Mósesdóttir, þegar það neyðist í þágu hagsmuna Sjálfstæðisflokksins að taka viðtal við leiðtogann í Reykjavík???  Hvaða tilgangi þjónaði það taka viðtal við Hönnu Birnu þegar fólk er nýbúið að lesa það sem Lilja kvað.  Lesendur Morgunblaðsins er eldra fólk, skynsamt fólk, fólk sem veit að þjóðin á í erfiðleikum.  Það sér og skilur skynsaman málflutning þegar það les hann.  Og slíkt getur Morgunblaðið ekki gert Sjálfstæðisflokknum.

En Mbl.is má eiga að reglulega eru birtar tilvísanir í skrif Lilju á Feisbók eða á bloggi hennar.  Oftar en í nokkurn annan þingmann.  Segir í raun allt sem segja þarf um raunverulega afstöðu Morgunblaðsins.

Það má ekki verja lífið, en það vill að lífið lifi af.  

 

Í dag lifum við alvöru tíma, dökka tíma, á Íslandi hefur ríkt borgarstyrjöld eftir að ljóst var að stjórnmálastéttin ætlaði að skuldaþrælka þjóðina að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, innheimtuböðli hins skítuga fjármagns.  

Það hefur ekki verð barist með vopnum, heldur með sundrungu, illindum, með því að vega að grunnstoðum samfélagsins eins og stjórnarskránni, með því að vega að atvinnuvegunum sem hindruðu gjaldþrot þjóðarinnar, með því að kynslóðum er att saman, með því að börnum er neitað um heimili vegna hrunskuld óreiðumanna. 

Og eins og í öðrum borgarastyrjöldum þá eru það líknarsamtök, eins og Mæðrastyrksnefnd sem hindra að fólk falli úr hungri.  

 

Menn gleyma stundum að Sturlungaöld hófst ekki með Örlygsstaðabardaga, aðdragandi hans var langur og illvígur þar sem helstu vopnin voru sundrung, illindi, og undirliggjandi ásælni erlends valds.

Aðrir tímar, sama ferlið, aðeins önnur klæði og önnur vopn.  En barist um það sama, heill þjóðar og tilveru.

 

Í borgarastríði hjálpar hið erlenda vald sem ásælist þjóðarauðinn, ekki þeim sem verjast þeirri ásælni, sem verja þjóð sína, sem verja framtíð barna sinna.

Tími dauðasveitanna er ekki runninn upp, ekki bókstaflega, þeir Illugi, Hallgrímur og Guðmundur verða að duga, auk allra snatanna sem gjamma líkt og hundarnir á brautarstöðum Þýskalands þegar annað borgarstríð átti sér stað.

Ekki ennþá, en hann kemur, þúsund milljarðar eru miklir peningar, líka fyrir vogunarsjóði.  

 

Hann kemur því valdinu mun ekki takast að þagga niður í Samstöðu. 

Það er Galdur lífsins, að lífið finni sér alltaf leið til að lifa af.

 

Þögnin um Samstöðu sýnir að hún stendur fyrir eitthvað sem valdið óttast, sem hinir þúsund milljarðar óttast, sem verkfæri ESB óttast.  

Hún sýnir að það er von í samfélaginu, að vonin lifir í einhverjum grænum dal, vex þar og dafnar og hótar valdinu að einn daginn spretti hún fram, fullþroskuð eins og Liljur vallarins.

 

Þagnarmúrinn um Samstöðu er ekki sterkur.

Hvert og eitt okkar sem eigum líf sem þarf að verja, getum rofið hann, klifið yfir hann, grafið okkur undir hann.  

Og tekið þátt í því merka starfi sem þar fer fram.

 

Að skapa von handa þjóð sem á enga framtíð ef vald fjármagnsins fær sitt fram.

Að skapa valkost handa fólki sem er búið að fá nóg af bullinu og ruglinu, sem valdið samviskulega kostar,  sem veður uppi í þjóðmálaumræðunni. 

Að skapa valkost handa fólki sem fram að þessu hefur stutt sinn flokk, en sér nú að sá flokkur muni ekki verja framtíð barna sinna, og tilveru og sjálfstæði þjóðar okkar.

Að skapa tæki og tól sem hægt er að nota til að brjóta niður múra valdsins sem umlykja hið skítuga fjármagn sem nærist á blóði og þrælkun hins venjulega manns.

Að skapa samstöðu fólks með ólíkan bakgrunn, með ólíkar lífsskoðanir en á það sameiginlegt að eiga líf sem þarf að vernda og vilja til að vernda það.

 

Og skapa þannig nýtt og betra samfélag, börnum okkar til heilla.

 

Þetta er hægt, það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.  

Það þarf aðeins að virkja andann í brjósti okkar, og finna fyrir trúnni á allt hið góða í þessum heimi, í sjálfum okkur, í náunganum, í almættinu.

Þannig náum við að vernda sakleysið, lífið sem ekki ennþá hefur fengið tækifæri til að lifa lífinu með gleði sínu og sorgum, og uppgötva síðan hina tærustu tilfinningu af öllum, að eiga sjálft líf sem í sakleysi sínu hefur engum gert neitt illt,  trúir á allt hið fallega og góða, og á sjálft framtíðina fyrir sér.

 

Þessa framtíð eigum við að verja með öllum okkar krafti, öllum okkar sálarstyrk,  vitandi það að ef við gerum það ekki, þá mun enginn annar gera það fyrir okkur.

Það er ekkert val, valdið hefur þegar ráðist á okkur, það hefur þegar hamrað skuldahlekkina sem það vill leggja á framtíð barna okkar.  Það hefur þegar hafið borgarastyrjöldina um framtíð samfélags okkar, þjóðar og sjálfstæðis.

 

Það eina sem við ráðum, sem við getum tekið ákvörðun um, er hvort við deyjum standandi með boots on eins og sagt var um menn Curtes hershöfðingja sem háðu vonlausan bardaga við ofurefli liðs, eða hvort við föllum sitjandi í djúpri afneitun á því sem er að gerast.

Sú fyrri þýðir að vonin lifir, að það sé möguleiki að verjast vogunarjóðunum, að það sé möguleiki að verja sjálfstæði þjóðarinnar, að það sé möguleiki að hægt sé hindra skuldaþrælkun barna okkar, sú seinni þýðir að það verður sem valdið vill.

Og það verður ef við kjósum valdið af gömlum vana, sitjum hjá þegjandi og hljóð.

 

Samstaða um lífið er okkar eina von.

Í henni er framtíð barna okkar fólgin.

 

Og það er núna, ekki seinna.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Segja vegið að lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er fallegur pistill sem mig langar til að láta standa óhreyfðan eins og fegurstu blómin í dalnum sem fara best á stilkunum sem sjá þeim fyrir næringunni en mig langaði til að láta þig vita að ég hefði gengið hér hjá og notið stundarinnar í fegurð og sátt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.12.2012 kl. 11:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Rakel.

Ég myndi líka láta hann standa sem pistil dagsins ef ég væri ekki á fullu að skamma valdið.  Ég set hann kannski inn á Þorláksmessu þegar friðurinn hefur innreið sína, líka hjá okkur ófriðarseggjunum.

Þangað til verður skotið og skotið, það gengur ekki að allir séu að slást við gerendur gærdagsins eða eltast við málin sem þúsund milljarðarnir ala umræðuna á svo að allt annað er rætt en það sem skiptir höfuðmáli.

Ein hungurjól eru einum hungurjólum of mikið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2012 kl. 12:21

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Takk fyrir þennann góða og þarfa pistil Ómar.

Já ég vona að fólk þori að fara útfyrir sinn fasta ramma með x-inu sínu.

Ég mun gera það.

Kveðjur austur.

Halldór Jóhannsson, 18.12.2012 kl. 20:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Halldór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband