Er Íslandsbanki að spá landflótta??

 

Hvernig getur atvinnuleysi farið minnkandi??

Atvinnuleysi eykst út í hinum stóra heimi, pantanir iðnfyrirtækja dragast saman, útlitið er dökkt.

Hagstofur Vesturlanda keppast við að breyta spám sínum, reikna með minni hagvexti eða jafnvel samdrætti. 

Áhrif niðurskurðarins eru að koma fram.

 

Á Íslandi á að draga úr atvinnuleysi, ekki nóg að við séum eyja, við eigum líka að vera eyland í úthafi kreppunnar.  

Trúlegt??

Og svarið er reyndar já, ef þú fjallar um tölur en ekki lifandi manneskjur.

Það á að hætta að skrá fólk atvinnulaust.

 

Næsta skráning fer líklegast fram í fangelsum eða útfarastofum.

Þar enda óhreinu börnin hennar Evu sem hin Bjarta Framtíð siðblindinganna sem vill ekki vita af.

 

Svona er Ísland í dag.

Ísland á því herrans ári 2012.

Árið sem fyrstu hungurjól lýðveldisins voru haldin.

Í boði jafnréttis og velferðar íslenskra jafnaðarmanna og félagshyggjufólks.

 

Og í boði fólksins sem þagar þegar það átti að rísa upp og segja einum rómi;

Við mótmælum öll.

Kveðja að austan.


mbl.is Dregur úr atvinnuleysi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Er ekki verið að tala um "mælt atvinnuleysi"?

Þ.e.a.s. hversu margi það eru sem þiggja bætur frá Vinnumálastofnun.

Í venjulegu árferði er hægt að miða við þær tölur .... en nú eftir að fólk er byrjað að falla "frammaf" bótum verður að skoða atvinnuþátttöku... og hún hefur lítið aukist undanfarin ár.

Óskar Guðmundsson, 18.12.2012 kl. 08:30

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er ósköp þægilegt ef maður er óánægður með niðurstöðu mælinga að breyta bara mælinum eða mæla í öðrum einingum. Til dæmis ef við fáum kalt sumar (það mun koma von bráðar) þá gefum við hitastigið bara upp í Fahrenheit og allir verða kátir. Varðandi atvinnuleysi þá flytjum við bara atvinnulaust fólk úr landi. Þá læknast meinið.

Magnús Óskar Ingvarsson, 18.12.2012 kl. 08:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Innslög ykkar bæta við því sem segja þarf.

Ætli við Austfirðinar getum ekki nýtt þessa Fahreinheit hugmynd eftir nokkur köld sumur.  

En fólk gín við þessu, því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2012 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband