Réðst krónan á lífskjörin???

 

Íslenska krónan varð fyrir alvarlegri árás í kvöldfréttatíma sjónvarpsins þann 17. des síðastliðinn.

Þar var þessari fullyrðingu slegið fram:

"Kaupmáttarskerðing síðustu ára hér á landi er sú mesta í Evrópu. Ástæðan, segir prófessor hjá Háskóla Íslands, liggur í gengisfalli krónunnar, sem flutti í einu vetfangi gríðarlega fjármuni frá heimilum til útflutningsfyrirtækja.".

Látið er að því liggja að krónan sé orsakavaldur en fall hennar ekki afleiðing af hruni fjármálakerfisins, og síðan gengisfall hennar þjóni þeim tilgangi að færa fjármuni frá heimilum til útflutningsfyrirtækja.

Seinna í sömu frétt segir að 

"Sömu sögu er ekki að segja víða í nágrannalöndunum. Ráðstöfunartekjur til dæmis Noregi, Finnlandi og Svíþjóð hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og sömu sögu er að segja um evrulöndin að meðaltali. Hér lækkuðu þær hinsvegar skarpt árið 2007."

Með öðrum orðum krónan er sökudólgur, önnur Norðurlönd hafa komist frá kreppu.

 

Það má margt segja um þetta, en það er nú svo að hin Norðurlöndin lentu í sinni fjármálakreppu um og uppúr 1990.  Einna alvarlegust var hún í Svíþjóð og fróðlegt er að skoða hvað gerðist þar og hvaða afleiðingar það hafði.  

" In the 1980s, a real estate and financial bubble formed, driven by a rapid increase in lending. A restructuring of the tax system, in order to emphasize low inflation combined with an international economic slowdown in the early 1990s, caused the bubble to burst. Between 1990 and 1993 GDP went down by 5% and unemployment skyrocketed, causing the worst economic crisis in Sweden since the 1930s".

Sænsk stjórnvöld reyndu að fastsetja gengi krónunnar við evru og vörðu svo fastgengið með kjafti og klóm.

"In 1992 there was a run on the currency, the central bank briefly jacking up interest to 500% in an unsuccessful effort to defend the currency's fixed exchange rate.[16] Total employment fell by almost 10% during the crisis."

Tilraunin var unsuccessful, gengi sænsku krónunnar var látið fljóta.

"The peg to ECU was broken and the Krona's Effective Rate was to float freely based on supply and demand in the exchange market, with the Central Bank having intervention rights. (WCY 1990/93, p.750) "

 "Between September 1992 and February 1993 the Swedish currency "TCW" index went from 125 to 100 (20% fall)".

 

Gengið féll um 20%, og þá fyrst fór efnahagurinn að hjara við.

"Sweden’s two ’recoveries’ in the 1980s and 90s were both based on huge devaluations and increased exports. Exports, as a share of GDP rose from 29.8 per cent in 1990, to 51.3 per cent in 2006. Another reason for increased profits was low wage increases and a transfer of capital from public to private sector. There was no quick recovery for workers and the unemployed.".

 

Svona fór fjármálakreppan með Svíþjóð og hún markaði endalok hins svokallað sænska módels.  

Í kjölfarið fylgdu kerfisbreytingar sem drógu úr umfangi ríkisins en kjarninn var að gengisfellingin endurheimti samkeppnishæfni atvinnulífsins. 

Gengisfelling er ekki illvilji gagnvart launafólki eða heimilum, hún er nauðsyn þegar viðskiptahalli er viðvarandi og innlend framleiðsla er hætt að seljast.  

Að telja hana sér íslenskt fyrirbrigði er afbökun á staðreyndum og hrein fölsun á hagsögunni.

 

Svíar tóku upp evrutengingu á ný og hafa haldið henni.  

En vinnumarkaðurinn hjá þeim er viðkvæmur og í þessari frétt sem ég tengi við, þá kemur það fram að ungt fólk á mjög erfitt með að fá vinnu.

Það er mælt með launalækkun.

Sama krafa er uppi í öðrum löndum ESB.  Nú síðast var pistlahöfundur á Ruv með pistil þar sem fullyrt var að Frakkar yrðu að lækka lágmarkslaun svo þarlendur efnahagur tæki við sér á ný.

 

Það er ekkert einfalt í þessum efnum.

En það er ekki hægt að viðhalda lífskjörum heimila þegar þjóðartekjur falla.  

Að halda öðru fram er rangt.

 

Slíkt gerir aðeins atvinna og verðmætasköpun.

Ekki gjaldmiðill.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja lækkun lágmarkslauna í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Það er hreint með ólíkindum að félagsfræðingurinn, sem hefur annað hvort ekkert vit á hagfræði eða ber epli og appelsínur saman með viljandi hætti trekk í trekk, skuli hafa eitthvað vægi í opinberri umræðu um efnahagsmál. Með svona samanburð gæti hann alveg eins borið saman hrun Grikklands við gengi hinna Norðurlandanna á sama tíma og komist að því að evran væri skaðræðisvaldur.

Til að bera saman epli við önnur epli ætti einmitt að bera saman hrun bankakerfis okkar við hrunið á Norðurlöndum á sínum tíma. Svo væri líka hægt að bera saman appelsínur með að bera hrunið okkar saman við hrun þeirra evruþjóða sem svo sannarlega hafa hrunið í þessari kreppu.

Bragi, 17.12.2012 kl. 18:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Bragi, það er hægt að fá allt út ef menn bera saman ólíka hluti og tengja.

Til dæmis skilst mér að þjóðarframleiðsla hafi aukist í Norður Kóreu á þessum tíma (lengra í síðustu hungursneið), Stefáni hefði alveg geta dottið það í hug að bera saman prósentubreytingar í þessum löndum, og fullyrt síðan í kjölfarið að við hefðu lent svona illa út úr þessu, jafnvel verr en Norður Kórea, og það væri því að kenna að við hlustuðum ekki á Gylfa Magnússon þegar hann varaði okkur við að fella ICEsave samninginn.

Svo er það líka mikla aukningu á Ipödum, sem var meiri hjá okkur 2007 en í Svíþjóð, þar að leiðandi féll hagkerfið hjá okkur, því þjóðin var alltaf í Ipad í stað þess að vinna.

Eða slakt gengi KR í fyrra, það skýrir margt, eða já veðrið, en mun meira um umhleypinga hjá okkur en í Norður Svíþjóð.  

Tengingarnar eiga sér aldrei takmörk ef menn bera saman ósambærilega hluti.

Það að Stefán skuli hafa gert þetta bendir aðeins til eins.

Hann teystir á vitsmuni evrusinna, að þeir kokgleypi við þessu.  Og það segir margt um álit hans á þeim sértrúarhópi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband