Björt Framtíð að verki.

 

Að fjarlæga sumarhús við Elliðavatn.

Vegna þess að þau eru ekki á skipulagi, vegna þess að viljum það.

Vegna þess að .....

 

Atlagan að sumarhúsaeigendunum við Elliðavatn hefur ekki fengið mikla athygli enda aðeins venjulegt fólk, ekki flott fólk, ekki fólk á síðum Séð og Heyrt, ekki fínt fólk, ekki popparar, aðeins fólk sem gæti verið ég og þú, eða vinir okkar eða kunningjar.

Bótalaust, án nokkurrar viðvörunar er það rekið burt, fyrir eigin kostnað. 

Ráðríkið, ofríkið er algjört, þetta er eins og frétt frá Kína, að það vanti land undir stíflu eða Ólympíuþorp, eða nýtt sumarhús fyrir flokksbrodd.

Og enginn segir neitt, þannig séð.

 

Hver man ekki eftir hinum sjálfskipuðu siðapostulum sem vildu sniðganga söngvakeppni Evrópu vegna þess að fólk var hrakið af heimilum sínum svo hægt væri að byggja höllina sem keppnin var haldin.

Samt þetta fólk bætur, umdeilanlegar, en bætur samt.

Hérna er enginn fyrirvari, engar bætur.  Samt er þetta bústaðir sem hafa verið þarna í langan tíma, í friði og sátt við umhverfið, við nágrennið, og þetta er fólkið sem fyrst breytti auðn í gróðursæld.  

En þau eru ekki hommar eða múslímar og þau búa ekki í Fjarskaistan.  Þess vegna mega þau sætta sig við allt það ofríki sem hrokafullir skriffinnar geta komið fram í krafti tómhyggjunnar í borgarstjórn Reykjavíkur.  Enginn Páll Óskar sem biður þeim griða, enginn mannréttindafrömuður sem biður þeim griða.

Enda er þetta aðeins venjulegt fólk.

 

Við eigum engin svona dæmi um sálarkulda frá áratuga meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, heldur engin frá valdatíð R listans.

Það þurfti Bjarta Framtíð til að framkvæma þessa duld skriffinnana, að láta reglur brjóta niður mannlíf.

 

Ef þetta er hið Nýja Ísland, þá vil ég fá aftur Eystein, Bjarna, Lúðvík, og Héðin, Hannibal, Ólaf.

Menn sem höfðu drauma, vonir, væntingar, þrár fyrir hina ungu þjóð sína.

Þeirra framtíð var falleg, þar sem fólk hafði í sig og á, það var virt, og átti sér Bjarta Framtíð.

Ekki svona framtíð, ekki svona skítuga og ljóta.

 

En þetta voru menn sem ólust upp í fátæku þjóðfélagi, draumar voru þeirra vegarnesti út í lífið.

Úrkynjun velmegunarinnar skóp hins vegar Tómið sem Bjarta Framtíðin um Evrópusambandið er.

Afsal sjálfstæðis þjóðarinnar, algjör yfirráð auðmanna, skuldaþrælkun og niðurbrot fjölskyldunnar.

Og tilefnalausar árásir á venjulegt fólk.

 

Vonandi kom kreppan nógu snemma svo þessi óværa nái ekki að festa rætur.

Í henni er feigðin fólgin.

Hún er alltaf upphaf nýrra tíma, sem síðast voru kallaðir Hinar myrku miðaldir.

 

Og þar var Framtíðin ekki björt.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður pistill hjá þér Ómar,ef ég man rétt er það Orkuveitan sem stendur að þessum gjörningi, best rekna fyrirtæki landsins,las ég á status Dags B. á Facebook.

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2012 kl. 21:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er undir húsbóndavaldi Bjartrar Framtíðar.

Segi enn og aftur, ef þetta er nýja Ísland, þá bið ég frekar um það gamla, þá vissu menn allavega að sumt gerir maður ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 22:13

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Verðugt mál umsagnar sem þú skilar vel Ómar.  Vatnsverndar svæði er auðvita dauðans alvara.  En þessi hús hafa sum verið þarna lengur en ég hef verið til og er ég þó fæddur og uppalin í Reykjavík og ekki dauður en. 

Um byggð á þessu svæði sem og öðrum líkum á að setja fastar reglur sem ekki byggja á sköttum eða peninga plokki heldur skilvirkni í umgengni.  Alvarleg brot gegn þeim reglum eiga að geta varðað brottvísun.  

Hrólfur Þ Hraundal, 16.12.2012 kl. 23:17

4 identicon

Ef Vigdís Finnbogadóttir hefði átt þarna sumarhús, og með fullri virðingu fyrir henni, hefði aldrrei neinum af þessum stjórnendum OR hvarflað að sér, að láta þessi sumarhús hverfa. En vegna þess sem þú segir svo réttilega Ómar, þá er þetta bara venjulegt fólk, og venjulegt fólk er ekki fólk. Venjulegt fólk þarf að vera alltaf eitthvað hinsegin og öðruvísi, til að kallast fólk. Þetta er ástand sem búið er að skapa með allskonar fólki, en ekki venjulegu fólki. Venjulegt fólk í dag er ekki norm og því fer sem fer. Tek undir með Hrólfi að brot á reglum með umgengi eigi að leiða að brottvísun. En eins og hann segir svo réttilega, þá voru þessi sumarhús fyrir hans tíma og míns. Hvaða rétt hefur svo þetta OR fólk, sem sennilega aldrei uppí Heiðmörk hefur komið, að rústa þessari tilveru sem margt af þessu fólki hefur alist upp með alla sína ævi..???? Ég bara spyr..??  Mér finnst bara ekkert af því að þetta fólk fái að halda sína bústaði. Þó það sé á "vatnsverndarsvæði"

M.b.kv. ávallt.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 23:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Fyrr má nú rota en dauðrota stendur einhvers staðar.

Ofríki Orkuveitunnar er í engu samræmi við tilefni málsins.

Og ef aðstæður breytast og með rökum sé hægt að sýna að húsin þurfi að víkja, þá á að nálgast það á mannlegan hátt, og venjulegt fólk á ekki að bíða skaða af.

Kínverskir kommúnistar stjórna ekki á Íslandi, ennþá er Framtíðin ekki svo Björt.

Og verður vonandi aldrei.

En fólk þarf að halda vöku sinni því helsið leggst að lokum á allt mannlíf eins og mara ef menn verja ekki náungann þegar á honum er níðst.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband