16.12.2012 | 13:30
Björt Framtíð um aðild að Evrópusambandinu.
Poppar upp lista með poppurum umræðunnar.
Í kosningabaráttunni verður boðið upp á leiki, fjör, tónlist, og afneitun á raunveruleikanum.
Þeim raunveruleika að þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshal studdu árlegar greiðslur úr ríkissjóð í beinhörðum gjaldeyri uppá 30-60 milljarða, í allt að 14 ár.
Þeim raunveruleika að vera stuðningsmenn ríkisstjórnar sem neitar heimilum landsins um skuldaleiðréttingu.
Þeim raunveruleika að sjá ekkert athugavert við árlegar vaxtagreiðslur úr ríkissjóð uppá 70-80 milljarða sem eru tilkomnar sem friðþægingargjald til erlendra kröfuhafa útrásarinnar svo þeir sættust á gjaldeyrishöftin, eins og þeir hafi haft eitthvað val þar um.
Þeim raunveruleik að landið væri núna gjaldþrota ef þjóðin hefði haft evru þegar bankarnir hrundu.
Ofan á þessa afneitun ætla poppararnir inní ríkjasamband þar sem Þýskaland ræðu eitt öllu ákvörðunum sem teknar eru. Afsala þar með sjálfstæði þjóðarinnar og hefja á ný sömu vegferð og áar okkar hófu 1262.
Inní ríkjasamband sem hefur tekist á við efnahagserfiðleika jaðarþjóða með sömu grimmd og evrópsku nýlenduþjóðirnar sýndu þjóðum Afríku og Asíu á 19. öldinni. Rúið þær eignum, þrengt að innlendri framleiðslu, skorið niður innlenda velferð.
Inní ríkjasamband þar sem stöðnun og atvinnuleysi er ríkjandi ástand.
Í nafni Betri Framtíðar.
Er til meiri öfugmæli????
En þessi úrkynjun velmegunarinnar á tímum þar sem gírugir fjármálamenn sækja að þjóðinni úr öllum áttum, hafa þegar stolið bankakerfinu með aðstoð ríkisstjórnarinnar, og ætla að eigna sér útflutningstekjurnar með þúsund milljarða evruskuldabréfinu.
Kann mannkynssagan betra dæmi um hina algjöra heimsku???
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
Forysta í öllum kjördæmum ákveðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...ríkjasamband þar sem Þýskaland ræðu eitt öllu ákvörðunum sem teknar eru." Hárrétt! Þar hefur einmitt draumur Adolfs Hitler um Þriðja ríkið ræst. Þurfti reyndar ekki vopnaglamur til, peningar dugðu.
corvus corax, 16.12.2012 kl. 13:53
sorglegt að lesa þessa bloggfærslu
kv
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2012 kl. 15:28
Votta þér samúð mína mín kæra Sleggja.
En þó sumt sé sorglegt má það ekki liggja í þagnargildi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 15:44
Ég er nú þannig sinnaður að ég vænti öllum bjartrar framtíðar. En Steingrímur heitin sem var skárri en sá verri var rétt búin að drepa mig þá ég var ungur með unga fjölskyldu og að byggja hús.
En svo kom Davíð sá sem lofaði góðærinu að koma og betri daga höfum við hjónin ekki átt, sorglegt að börnin okkar voru ekki ung á þeim tíma.
Nú hinsvegar er farið að halla á merinni og það sem við hjón höfum talið okkur verið að byggja upp, síðan við vorum ung, til að nota þegar við yrðum gömul og þróttinn brestur til harðra átaka við rándýrin, því hefur ljóslega verið stolið. En hver þjófurinn er það verður líkst til seint upplýst þó vitað sé að nokkru.
Varðandi Hittler öskurapann siðblinda og tegundarfræðilega náskyldan þeim verri , þá er þessi Merkel kerling að engu leiti skárri. Þýskaland skal ráða öllu. Hvort sem það er framkvæmt með vopnum eða falsi.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.12.2012 kl. 15:45
Blessaður corvus.
Hitler átti sér marga drauma, en þetta var einn af þeim.
Hvort þetta er draumur Þjóðverja í dag, eða þeir lentu óvart í þessari stöðu, hef ég ekki hugmynd, en svona er raunveruleiki ESB í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 15:46
Ómar - ég held þú getir andað rólega - mér sýnis þetta fólk vita hvað þarf til að koma okkur út úr skítnum
Rafn Guðmundsson, 16.12.2012 kl. 17:06
Blessaður Rafn, það er ekkert að öndun minni, og skuldaþrælkun almennings er ekki leið til að komast úr skítnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 17:07
Blessaður Hrólfur, góðæri Davíðs endaði ekki vel. Og hann sjálfur upplifði að byltingin át börnin, honum var skipt út að kröfu hins nýja fjármagns.
Stefnan sem hann trúði á hefur valdið Vesturlöndum meiri skaða en kommúnistum tókst nokkurn tímann.
Og það er ekki flókið fyrir eldri sjálfstæðismenn að átta sig á skýringu þess, þeir eiga allir ævisögu Ólafs Thors og geta borið saman málflutning sjálfstæðisstefnunnar sem byggði upp lýð og landshagi, við orð og viðhorf Viðskiptaráðs, sem hægt er að lesa undir bálkinum, "Skoðanir viðskiptaráðs".
Borgarstéttin var ekki að losa sig undan lénsskipulagi miðalda til að fá yfir sig nýtt lénsskipulag, auðræningja eins og Ragnar Ögmundsson útskýrir svo vel.
Kapítalismi snýst um að framleiða verðmæti ekki pappíra.
Þess vegna fór sem fór Hrólfur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 17:12
Sleggjan og Hvellurinn, 20.12.2012 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.