Hungurjólin klingja bjöllunum inn.

 

Í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Við undirleik verkalýðshreyfingarinnar sem kyrjar holum hljómi;

"Dýrð sé verðtryggingunni, hún varðveitir vorar skuldir".

 

Hungurjólin eru sá bautasteinn sem heldur merki þessarar fyrstu hreinu vinstri stjórnar lýðveldisins á lofti.

Biðraðir eftir mat, vonleysi, örvænting.

Þúsundir bótaþega í þessari stöðu, tugþúsundir heimila landsins á leiðinni eftir því sem verðtryggingin sýgur fjárhag þeirra í hyldýpi skuldanna.

 

Á Íslandi á því herrans ári 2012.

 

Í landi alsnægta.

Í landi hinnar rændu.

Í landi hinna þúsund milljarða.

 

Landinu okkar.

Á því herrans ári 2012.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Mikil neyð hjá mörgu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sannarlega hrikaleg staða.  Og svo heldur þetta fólk að það geti bara blásið á þær raddir.  Þeirra sannleik skal troðið ofan í kokið á okkur með öllum tiltækum ráðum.  Og jafnvel prófessorar gera sig að fíflum með yfirlýsingum sem standast enga skoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þeir gera sig reyndar ekki að fíflum Ásthildur, þeir vinna fyrir salt í grautinn.

Áróður þeirra er kostaður.  Og þeir vita nákvæmlega að þeir bulla.

En bull og hálfsannleikur er forsenda blekkingar, þegar þarf að fá fólk til að skipta um skoðun, og sannleikurinn eða staðreyndir mæla gegn því.

Gömul saga og ný.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 17:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega rétt hjá þér og þar með glæpurinn stærri en ella.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband