16.12.2012 | 09:14
"Evran hefur varið kaupmátt heimilanna í Evrópu".
Er orðrétt haft eftir Stefáni Ólafssyni prófessor í fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rás 1.
Hér í þessari frétt Mbl.is er sagt frá því að venjulegt fólk hafi ekki lengur efni á að hita upp hýbýli sín og fyrir marga er húshitun lúxus.
Venjulegt fólk í Grikklandi virðist því ekki vera talið með þegar rætt er um kaupmátt heimila í Evrópu.
Á Írlandi voru laun einhliða þvinguð niður um allt að 20% með tilheyrandi kjaraskerðingu, en venjulegt launafólk á Írlandi virðist ekki heldur vera með.
Þeir eru aðeins með sem hafa haldið tekjum sínum.
Og það er rétt, kaupmáttur þeirra hefur ekki skerst, ennþá. Ennþá vegna þess að það er samdráttur í Evrópu og atvinnuleysi eykst stöðugt.
Evran ver ekki kaupmátt þessara heimili, en ef þau eru ekki talin með, þá er allt í góðu, að meðaltali hefur fólk það fínt.
Evran sér til þess.
En það þarf ekki evruna til að tryggja þennan gengisstöðugleika, hann er mannanna ávörðun.
Íslenska krónan var mjög stöðug á árunum uppúr 1930.
Og þeir sem höfðu vinnu, þeir héldu sínum kaupmætti, krónan sá til þess.
En samt er talað um þessi ár sem kreppuár, kreppan mikla, hörmungarár með gífurlegu atvinnuleysi.
Ár sem enginn vill fá aftur.
Það er nefnilega hægt að halda í kaupmátt gjaldmiðils, en á tímum þar sem ytri kaupmáttur gagnvart öðrum hagkerfum dregst saman, þá lætur annað undan, annað sem kallast atvinna venjulegs fólks.
Það er valkosturinn því það er ekki hægt að eyða meir en er aflað.
Sú nálgun að telja það forgangsatriði að viðhalda kaupmætti gjaldmiðils og út frá því meta hvort vel hafi tekist til í efnahagsstjórnun er keimlík eins hjá verksmiðjueigandanum í Bandaríkjunum sem lokaði arðvænlegri verksmiðju og flutti framleiðsluna til Kína, þar gróði hans var ennþá meiri.
Hann sagðist borga sömu laun og áður samkvæmt kjarasamningum.
Vaktmennirnir 5 fengu ennþá sama kaupið.
Hinir 5.000 þúsund starfsmennirnir sem misstu vinnuna voru ekki hans mál.
Kaupmáttur launanna sem hann greiddi hélst óbreyttur.
Hið svartasta sjúkasta fjármagn talar svona og skeytir engu um kjör þeirra sem gaddinn gista.
Það sama gildir um evrutrúboðið í dag. Það skeytir engu um fólk, aðeins fjármagn.
Í þess huga er aðalatriðið að gjaldmiðill haldi kaupmætti sínum, ekki venjulegt fólk.
Margt er líkt með skyldum.
Kveðja að austan.
Húshitun að verða lúxus í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill að venju Ómar. Ég er nýkomin frá Evrópu, og það er rétt að fólk á í erfiðleikum með að kynda húsin sín, vegna þess hve rafmagn, gas og olía eru orðin dýr. Fólk allt frá norður Noregi til Austurríkis kyndir húsin sín með timbri með tilheyrandi mengun. Sumir loka hluta af húsnæðínu til að halda meiri hita þar sem fólkið er mest. Hús eru oftar en ekki illa einangruð og hitinn því fljótur að fara út í loftið.
Í Þýskalandi er mikil vinna hjá arkitektum að laga eldri hús og einangra þau betur.
En þetta sem Stefán var að segja er að mínu mati bull út í loftið. Og eins og þú bendir á stenst einfaldlega ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 10:59
Blessuð Ásthildur.
Og það versta er að þessi lygi er sett fram í þágu skuldaeiganda og með því markmiði að koma landinu í ESB.
Og fólk er samdauna henni.
Líka fólk sem telur sig berjast gegn skuldaþrælkun almennings.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 11:17
Já það þarf að vera vakandi og leiðrétta kúrsinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.