15.12.2012 | 19:07
Eru samtök eins og Geðhjálp stökkpallur??
Framagjarns fólks sem hugsar ekkert um hag og velferð skjólstæðinga sinna??
Tek það fram að ég þekki ekkert til starfa Bjartar, en skjólstæðingar Geðhjálpar eiga allt undir velferðar og heilbrigðisþjónustunni.
Annars taka hinar svörtu miðaldirnar við eins gerst hefur þar sem hið siðlausa skítuga fjármagn hefur sogið til sín fjármagns almennings á kostnað velferðar og heilbrigðiskerfis.
Ein birtingarmynd illskunnar sem veður upp um allan heim í dag.
Ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórnin sem Björt Framtíð styður af öllum sínum mætti, hefur vegið að heilbrigðiskerfinu og sérstaklega hefur öll þjónusta við geðsjúklinga orðið fyrir barðinu á ómennsku hennar.
Ríkisstjórnin sveltir bótaþega, í allri sögu lýðveldisins hafa kjör þeirra ekki verið eins slæm og um þessi jól, jól sem sagan mun kalla hungurjól, og fólk mun spyrja, hvernig gat ómennskan leikið siðað þjóðfélag svona grátt.
Hvar voru þeir sem áttu að verja sína minni bræður???
Það er ekkert sem afsakar sultinn, fjármagnið fær yfir 80 milljarða úr ríkissjóð á þessu ári, þar af hið sjúka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með 20-30 milljarða, nákvæmar tölur þar um hafa aldrei birst.
Hvar voru þeir sem áttu að verja kjörin verður spurt þegar þessi myrki tími hins siðlausa fjármagns verður gerður upp??
Og svarið er, þeir voru í framboði fyrir Óbermin, þjáningar umbjóðenda þeirra var þeirra stökkpallur til frama í þágu vaxtaokurs og skuldaþrælkunar almennings.
Í þágu amerísku vogunarsjóðanna.
Sjúkara getur siðað samfélag ekki orðið.
Kveðja að austan.
Björt í efsta sæti Bjartrar framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 348
- Sl. sólarhring: 702
- Sl. viku: 5932
- Frá upphafi: 1399871
Annað
- Innlit í dag: 311
- Innlit sl. viku: 5075
- Gestir í dag: 303
- IP-tölur í dag: 301
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Austfirðingur góður; æfinlega !
Vel mælt; af þinni hálfu - og bæta mætti við, að berja þyrfti hressilega, á þessu skítuga Reykjavíkur packi, sem er að draga Landsbyggðina niður með sér, í forir þær, sem við öllum blasa, verði ekki frekar stungið við stafni, aldeilis.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 20:06
Blessaður Óskar, og takk fyrir innlitið.
Það verður tekið á móti því eins og öðru pakki, við látum ekki snúa okkur niður svo auðveldlega Óskar.
Við tökum þetta stríð, að lokum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.12.2012 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.