Hvernig getur nokkur maður kosið böðla sína.

 

Eða sem er með öllu óskiljanlegt, boðið sig fram til böðulsverkanna fyrir hið skítuga fjármagn??

 

Það er eins og gerst hafi í gær, þó það séu núna þrjú ár síðan, að Steingrímur Joð Sigfússon skipulagði beina aðför að tilveru fólks út á landi með því að ráðast á sjúkrahúsþjónustu landsbyggðarinnar en slík þjónusta er nauðsynleg í nútíma samfélagi.

Það tók áratugi að byggja upp þessa þjónustu en það áratuga starf ætlaði hin myrka frjálshyggja að brjóta niður með einu pennastriki undir yfirskyni sparnaðar sem átti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum.

Mér er ennþá minnisstæð ræðan sem aldraður höfðingi, gamall sósíalisti og félagshyggjumaður, dyggur stuðningsmaður þeirra félaga, Lúðvíks Jósefssonar og Bjarna Þórðarsonar, hélt á borgarafundi þar sem aðförin að Fjórðungssjúkrahús Neskaupsstaðar var í brennidepli.

Titrandi röddu en í meitluðum orðum lýsti hann ástandinu eins og það var á sjötta áratug síðustu aldar þegar þörfin var mikil en þjónustan engin og hvernig af vanefndum en miklum dugnaði og manndómi Fjórðungssjúkrahúsið hefði verð byggt upp af mönnum sem áttu fátt annað en hugsjónir um betra mannlíf, betra samfélag.

"Það tók langan tíma að byggja upp okkar myndarlega sjúkrahús, en skammsýnir menn geta eyðilagt það með einni ákvörðun".  

 

Þessir skammsýnu menn eru þeir sem tóku við kyndli félagshyggjunnar af þeim Lúðvík og Bjarna og sinna böðulsverkum fyrir kröfuhafa gömlu bankanna.

Fólkið í heimabyggð minni tók höndum saman og myndaði hring um sjúkrahúsið okkar, þannig tókst að verja það.  

En hluti af varnarliðinu hélt svo suður á flokksfund þeirra flokka sem stóðu að aðförinni að grunnþjónustu byggðanna, og klappaði þar fyrir foringjunum.

Það er ekki nóg að það kjósi böðlana, það hjálpar þeim við böðulsverkin.

 

Arfur hinna gömlu félagshyggjumanna sem trúðu því að hinn venjulegi alþýðumaður ætti rétt til sömu þjónustu og betri borgararnir, er flokkur sem afhenti amerískum vogunarsjóðum fjármálakerfi landsins á silfurfati.

Amerískir vogunarsjóðir eru ekki velferðarstofnanir, þeir sjúga fjármagn úr hagkerfum og skeyta engu um þó innviðir samfélag séu rústir einar á eftir.

Það tókst að stöðva ómennskuna haustið 2009 en aðeins í stuttan tíma, óhemju fjármunir eiga eftir að leita úr hagkerfinu í vasa fjármagnseiganda.  

Það er aðeins beðið eftir kosningunum áður en gildran er látin smella.

 

Hvað verður um samfélag okkar þegar þar að kemur er spurning, en það verður ekkert gott.

Fólki sem er sama um framtíðina, um mennskuna, kaus í þessari póstkosningu VG, kaus yfirböðulinn og gaf samborgurum sínum fingurinn.

Það talar um kvenfrelsi á meðan landið er selt.  

Það talar ekki um lífið eða framtíð þess, enda væri það ekki lengur starfandi innan VinstrGrænna eftir aðförina að sjúkrahúsum kjördæmisins ef svo væri.

Það býður sig sjálfviljugt fram í bölastarfið fyrir vogunarsjóðina.

 

Verði því að góðu.

En við verðum ekki að kjósa það.

Því frjáls maður kýs ekki yfir sig helsi, eymd, þjáningar.

 

Eða hvað??

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Talið í dag hjá VG í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1227
  • Frá upphafi: 1412781

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1086
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband