Faglegt vændi prófessor í félagsvísindadeild.

 

Náði nýjum lægðum í kvöldfréttatíma sjónvarpsins í kvöld. 

Í þágu Evrópuáróðurs Samfylkingarinnar og ríkisútvarpsins.

 

Fréttamaður sjónvarpsins, Aðalbjörn Sigurðsson las upp frétt um kaupmáttarþróun launatekna á Íslandi á árabilinu 2007-2010 þar sem kaupmáttur hér hafði rýrnað um rúm 20%.

Vitnað var í Stefán Ólafsson prófessor í félagsvísindum við Háskóla Íslands þar sem hann fullyrti að þessi kaupmáttarrýrnun væri falli krónunnar að kenna og einna helst mátti skilja á honum að þessi meinta fall hefði orðið svo hægt væri að færa fjármuni frá heimilum til útflutningsatvinnuveganna sem högnuðust óheyrilega á sama tíma.

Og þar með höfum við það, þetta er allt krónunni að kenna.  

Ef við höfðum haft evru þá hefðu heimilin haldið kaupmætti sínum.

 

Ég er ekki að tala um eitthvað erkifífl sem fréttastofan dró uppúr áfengisdauða á einhverri búllu í Reykjavík, þetta er prófessor við Háskóla Íslands sem slær þessu fram.

Persónulega hélt ég að kaupmáttarrýrnun hefði orðið vegna hruns fjármálakerfisins sem og hitt að á árunum fyrir Hrun var gengi krónunnar alltof hátt skráð vegna hávaxtastefnu Seðlabankans sem leiddi til mikils viðskiptahalla og þar með falskra lífskjara.  

Hallinn á viðskiptum við útlönd árið 2007 var rétt ríflega 100 milljarðar, en afgangur af vöruskiptum árið 2009 var rúmlega sú upphæð, eða viðsnúningur um 200 milljarðar.  Slíkur viðsnúningur varð vegna kaupmáttarrýrnunar alls hagkerfisins, og hann dugði ekki til, því viðskiptajöfnuðurinn var í mínus það ár.  

 

Fyrir Hrun var kaupmætti haldið uppi með skuldasöfnun í útlöndum, eftir Hrun þurfti að borga skuldir.  Slíkt leiðir alltaf til rýrnunar á kaupmætti ráðstöfunartekna, óháð því hver gjaldmiðillinn er. 

Þetta átti sér til dæmis stað í Finnlandi eftir hrun útflutningsviðskipta landsins sem drógust saman um tæp 40% eftir hrun Sovétríkjanna og Finnar notuðu ekki íslensku krónuna. 

Sama átti sér stað í Svíþjóð eftir bankahrunið þar í landi 1991 sem var ekki nándar eins alvarlegt og hér en samt féll kaupmáttur þar um 20% vegna gengisfalls sænsku krónunnar.  Já, það var vegna gengisfalls sænsku krónunnar en ekki þeirrar íslensku.

 

Ef kenning Stefáns Ólafssonar væri rétt, að kaupmáttarskerðingin hérna væri ekki vegna hrun fjármálakerfisins heldur vegna íslensku krónunnar  

" En ástæðan fyrir áðurnefndri kaupmáttarrýrnun liggur að mestu í gengisfalli krónunnar. „Tekjur heimilanna eru í raun fluttar beint í einni svipan til útflutningsatvinnuveganna. Og þar eykst hagnaður og batnar afkoma,“". (tekið af vef Ruv)

þá  hefði kaupmáttur ekki dregist saman í Svíþjóð og Finnlandi á árunum uppúr 1991 þegar þessi lönd lentu í sínum efnahagsáföllum.

 

Einnig þarf að skrifa hagsögu Íslands upp á nýtt en kaupmáttur drógst mjög saman hér á landi eftir síldarhrunið í lok sjöunda áratugarins síðustu aldar.  Þá lækkuðu útflutningstekjur um  40% með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun og sú kaupmáttarrýrnun hefur alltaf verið útskýrð með þessu hruni síldarstofnsins.  Og þá út frá því röksamhengi að ef tekjur dragast saman, þá dregst kaupmáttur líka saman í kjölfarið.  Ef þjóðarbúið gat keypt inn fyrir 100 (tilbúin tala) milljón dollara fyrir síldahrunið, en aðeins fyrir um 60 milljónir dollara árið eftir síldarhrunið, þá töldu hagfræðingar nokkuð ljóst að það keypti inn fyrir 60 milljónir, ekki 100 milljónir og þessi samdráttur væri síldarhruninu að kenna. 

En samkvæmt Stefáni er það rangt, orsökin væri krónan og gengisfalli hennar, líklegast vegna þess að tekjur heimilanna hafi í einni svipan verið fluttar frá heimilunum til útflutningsatvinnuveganna. 

 

Kannski myndi einhver evruvitringurinn segja að Stefáni hafi meint, þó hann segði það ekki í fréttinni, að gengið hafi fallið vegna þess að við vorum með krónu sem væri svo lítil mynt.  Og það hafi fallið í Svíþjóð vegna þess að sænska krónan var svo lítil.  

Það hefði ekki gerst ef Svíar hefðu haft evruna.

En hvernig gátu Svíar eytt sömu upphæð ef tekjur þjóðarbúsins drógust saman, bara ef þeir hefðu haft evruna.  Og hvernig gat evran unnið upp tekjutap finnska útflutningsatvinnuveganna???

Geta þjóðir sem sagt eytt meir en þær afla ef þær hafa evru???

Gildir sem sagt ekki samhengið milli efnahagsáfalla og kaupmáttarrýrnunar almennings ef viðkomandi hagkerfi nota aðra mynt en þeirra eigin eða eru hluti af stórri mynt??

 

En af hverju drógst kaupmáttur saman í Bandaríkjunum á kreppuárunum þegar framleiðslan minnkaði þar um 25-30%???  Af hverju gátu bandarísk heimili ekki látið eins og ekkert væri fyrst kaupmáttur tengist ekki tekjum og framleiðslu heldur gjaldmiðli??

Kannski mun prófessor Stefán Ólafsson útskýra það í næstu frétt. 

Það er jú alltaf möguleiki fyrir hann að gera sig af meira fífli heldur en honum tókst í dag.  

 

En stóra spurningin er af hverju er svona einhliða áróður, eða hreinlega lygi og blekkingar, því það stóð ekki steinn yfir steini í röksemdarfærslu Stefáns í ýtarlegu viðtali við hann í Speglinum, látinn viðgangast í ríkisfjölmiðli landsins.

Af hverju krefst sá hluti stjórnarandstöðunnar sem þykist vera á móti ESB ekki opinberar rannsóknar á fréttaflutninginum með því markmið að athuga hvort fréttamanninum hafi verið mútað til ljúga svona að landsmönnum.

Það gilda lög í landinu sem banna svona athæfi???

 

Þetta vekur upp þá stóru spurningu hvort það sé nokkur alvara á bak við hina meintu andstöðu viðkomandi þingmanna við ESB.  Hún sé aðeins þægileg leið til að fá atkvæði, en byggist ekki á neinni sannfæringu.

Það er fróðlegt að fá svar við þessari spurningu.

 

Ég hins vegar ef ég hef tíma til, ætla að kafa dýpra í viðtalið við Stefán, í bloggpistli eða pistlum eftir helgi og fjalla frekar um hið faglega vændi hans.

Það skiptir svo sem litlu máli, það nenna fáir að lesa svoleiðis pistla, en núna er framtíð þjóðarinnar í húfi, erlent vald hefur keypt upp akademískan heiður háskóla Íslands og því verður hver að gera það sem hann getur til að verjast yfirgangi þess. 

Mútuféð sigrar ef enginn snýst til varnar.  

 

Munum að það eru svona dæmi sem afhjúpa raunverulegar skoðanir fólks.

Sá sem nöldrar bara og snýst ekki til varnar, honum er alveg sama innst inni.

 

Við sjáum það svo á Alþingi næstu daga hverjum er það ekki.

Ég spái að þeir séu sárafáir ef þá nokkrir.

 

En það kemur í ljós.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég nennti ekki að lesa allt bloggið þitt en las þó það til að þú sagðir:

Og þar með höfum við það, þetta er allt krónunni að kenna.

Ef við höfðum haft evru þá hefðu heimilin haldið kaupmætti sínum.

rétt er að þetta er allt krónunni að kenna og ef við hefðum haft evru þá hefðu skuldir okkar ekki hækkað eins og gerðis. kaupmáttur hefði minnkað en skuldir hefðu verið óbreyttar

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið er ég sammála þessum pisli þínum !!!!/kveðja að sunnan!!

Haraldur Haraldsson, 14.12.2012 kl. 23:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rafn, eru að leika bjána með svona inngangi??

" ég nennti ekki að lesa allt bloggið þitt en las þó það til að þú sagðir:"

Hver kemur inná blogg með svona inngangi???

Síðan skalt þú halda rökþræði þegar þú tjáir þig, sérstaklega þegar þú reynir að tjá fyrirlitningu, annars færðu það beint framan í þig aftur.

Hvað kemur gengisfall gjaldmiðils hækkun skulda við????

Hugsaðu svarið mjög vel, það er ekki víst að ég verði svona mjúkur við þig næst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 23:26

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hvers vegna ætti ég að lesa lengar - bullið þarna var nóg fyrir mig. og svo er það spurning hvor okkar þarf að hugsa meira. Hvað kemur gengisfall gjaldmiðils hækkun skulda við???? - hugsa Ómar

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:30

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

smá hint - við erum með krónu

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:30

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ólíkt Rafni þá nenni ég að lesa blogg þín, Ómar. Tel það ekkert eftir mér.

Hins vegar nennti ég ekki að blogga sjálfur um einræðu prófessorsins, í Speglinum og fréttum sjónvarps. Svona málflutningur dæmir sig sjálfur. Fréttamaðurinn ýtti heldur undir skáldskap prófessorsins.

Það hefði verið fróðlegt ef fréttamaðurinn hefði spurt prófessorinn hvort ekki væri þá bara allt í lagi í Grikklandi, á Spáni, í Portúgal, á Írlandi og fleiri löndum evrunnar. Hvort allt það fólk sem væri atvinnulaust í þesum löndum hefði það ekki bara ágætt, enda hefði evran tryggt kaupmátt þess!!

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2012 kl. 07:25

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rafn.

Ég veit ekki til þess að nokkur hafi beðið þig að lesa lengra eða lesa yfir höfuð, en það lýsir alltaf ákveðinni einfeldni að mæta hróðugur á þráð og tilkynna að maður hafi ekki lesið bullið, og byrja svo að tjá sig.

En ég varaði þig við að ég hefði litla þolinmæði gagnvart slíkri einfeldni.  

Rökhugsunin sem þú ræður ekki við Rafn er að þú setur samansem merki á milli gjaldmiðils og verðtryggingar.  

Almennt orsakasamhengi milli gengisfellingar og skulda er að skuldir í sömu mynt rýrna að verðgildi því einingin sem borgar þær er verðminni miðað við önnur verðmæti, til dæmis við verðgildi annarra gjaldmiðla eða innlend verðmæti sem hækka í kjölfar gengisfellingarinnar.  

Gengisfelling er því þekkt leið til að lækka skuldir, til dæmis var dollarinn tekinn af gullfætinum í kreppunni miklu til að verðbólgan myndi lækka skuldaburði þjóðarinnar.  

Verðtryggingin  er tæki til að bregðast við þessu orsakasamhengi, en hún er bara tæki ekki afleiðing.  Tæki sem er sett á, tæki sem er hægt að afnema.

Eins og til dæmis Bandaríkjamenn gerðu í kreppunni miklu þar sem gullfóturinn var verðtryggingin. 

Rafn, á ég að segja þér svolítið, það fer þér ekki vel að slá um þig.  En þú getur efalaust með æfingunni lært að ræða mál.

Ég myndi mæla með æfingunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:53

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þetta er miklu alvarlegra núna en oft áður.  

Áróðurinn er svo rakalaus og fólk gín við honum.

Ef menn gæta ekki að sér þá endum við í ESB áður en við vitum af.

Menn vanmeta mátt asnans með gullklyfjarnar aðeins einu sinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:56

9 identicon

"rakalaus"

Fyrir síðustu kosningar þá því haldið fram að umsókn í ESB mundi bæta ástandið á Íslandi og það virðast sumir trúa þessu enn.

Stefán hefur löngum verið duglegur við að ákveða útkomuna og setja svo upp dæmið, nokkuð sem hét einu sinni að byrja á öfugum enda.

Grímur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 10:06

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

En núna varð honum það á að ljúga beint í beinni, það er ekki hægt að láta slíkt viðgangast.

Viðbrögð ESB andstöðunnar segir mikið til um innihald hennar.

Mig hefur lengi grunað að hún sé ekki öll þar sem hún sýnist, andleysi hennar og máttleysi er ekki einleikin svo mig grunar að maðkur leynist einhvers staðar milli þilja.

Næstu dagar skera úr um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband