14.12.2012 | 14:31
Það fjarar hratt undan ríkisstjórninni.
Úrsögn Gylfa Arnbjörnssonar er ærleg ákvörðun manns sem fékk einfaldlega nóg af þeirri kaldrifjuðu hægri stefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur framfylgt??? Og Íslendingar hafa aldrei upplifað áður á eigin skinni.
Ekki einu sinni þegar Hannes Hólmsteinn var guðfaðir ríkisstjórnarinnar.
Ætlar Gylfi Arnbjörnsson ekki að bera ábyrgð á Hungurjólunum, þeim fyrstu í áratugi.
""Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað, segir Guðmundur. Hann segir Öryrkjabandalagið hafa orðið vart við að þeim hafi fjölgað mikið sem hafa ekki lengur efni á að borga af húsnæði sínu og segir hann að umsóknum hjá hússjóði bandalagsins hafi fjölgað mikið. Kreppan er virkilega að koma fram núna, segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag en illa staddir lífeyrisþegar skipti sennilega þúsundum. Hann gagnrýnir að á sama tíma og bætur hafi verið skertar".".
Það er til svo illa innrætt fólk að það heldur að formaður Öryrkjabandalagsins sé að ýkja ástandið en það gildir sama um og hann og aðra félagshyggjumenn, hann trúði á að harðræðið væri afleiðing af Hruninu, en ekki stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og að hans menn væru vörnin.
Vörn fólks en ekki fjármagns.
Þegar hann dregur upp svona dökka mynd, þá er það vegna þess að hann hefur ekki lengur fundið í sannfæringu sinni liti til að lýsa hana.
Hann eins og Gylfi Arnbjörnsson sá, að það er ekki lengur hægt að verja óskapnaðinn.
Skrímslið við Austurvöll á sér ekki lengur talsmenn. Það getur ekki lengur falið ásýnd sína.
Meira að segja borgarskæruliðarnir í Dögun geta ekki lengur talið fólki í trú um að allt sé Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn að kenna.
Allt kjaftæði þeirra um stjórnarskránna getur ekki lengur kæft hungurhljóðin sem berast úr tómum mögum öryrkja og aldraða sem hafa ekkert annað en bætur sínar til að lifa af.
Atlaga þeirra af kvótakerfinu getur ekki lengur dulið neyð skuldugra heimila.
Og það er ríkisstjórn Samfylkingar og VinstriGrænna sem ábyrgðina ber.
Aðeins Dögun og Gummi litli Steingríms styðja þetta ógæfufólk, og jú Tómið sjálft, Gnarrinn og félagar, en enginn sem veit hvað er að gerast út í þjóðfélaginu, enginn sem veit hverjir eru gerendur dagsins í dag.
Því þegar besti og tryggasti vinur ríkisstjórnarinnar gefst upp á henni þá eiga menn að gefa orðum hans gaum.
"Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn.
Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.
Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum.".
Grafarskriftin hefur verið samin.
Núna á aðeins eftir að meitla hana í stein.
Þann stein munu aðrir verklýðsleiðtogar vinstri flokkanna leggja til.
Ef ekki þá er ljóst að hungurjólin eru í þeirra boði.
Kveðja að austan.
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 666
- Sl. sólarhring: 750
- Sl. viku: 6250
- Frá upphafi: 1400189
Annað
- Innlit í dag: 608
- Innlit sl. viku: 5372
- Gestir í dag: 579
- IP-tölur í dag: 567
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dögun er bara landsuppstilling á B-lista Samfylkingarinnar í Reykjavík... sem betur er þekkt undir merkjum alls þess "besta".
Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 14:55
Það Fjarar hratt undan Íslandi
Magnús Ágústsson, 14.12.2012 kl. 15:14
Af hverju er verið að ráðast á Dögun? Vegna þess að Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa stutt fáein málefni sem þau hafa talið vera góð? Hvers vegna má ekki styðja góð málefni? Er það eðlilegt að stjórnarandstaðan sé ALLTAF á móti, jafnvel þegar eitthvað sem kemur almenningi til góða er lagt til? Þessi ríkisstjórn er ömurleg, hún sveik heimilin, setti allt á fullt í að hækka verðbólgu með skelfilegum skattahækkunum og neitaði síðan að taka verðbólguskrímslið sem leggst á lánin úr sambandi. Þór Saari og Margrét hafa stutt heimilin margoft með tillögum og ályktunum t.d. um afnám verðtryggingar á neytendalán og almenna skuldaleiðréttingu. Og ég verð að segja að stjórnarskrárfrumvarpið var gott mál og stjórnlagaráð var að mestu skipað mjög góðu fólki. Þið eruð þó varla á móti endurskoðun stjórnarskrárinnar?
Margret S (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 15:18
Reyndar er Gylfi helsti varðhundur fullrar verðtryggingar á húsnæðislán. Hann talar alltaf um lífeyrisþega. Hann gleymir því stundum að fólk hefur svo lítið útborgað í dag í 100% vinnu eftir skatta að það er ekki hægt að lifa á því. Manneskja með 300 þúsund á mánuði fær rétt um 200 þúsund útborgað og þarf að reka heimili á þessum tekjum, borga ferðir til og frá vinnu (margir búa á jaðarsvæðum og hafa ekki aðgang að strætó), borga af húsnæði, rafmagn, hita, síma, kaupa í matinn, föt og skó, fara til tannlæknis o.s.frv. Þetta er það sem hinn venjulegi og almenni launþegi hefur í dag. Skítt!! Þetta er að verða ömurlegt þjóðfélag. Matur hefur hækkað svo mikið að ein karfa í Bónus er 20 þúsund kall.
Margret S (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 15:25
Sammála þessari síðari athugasemd Margrét. En það er almúginn sjálfur sem verður að sýna hver hefur völdin! Í frönsku byltingunni var úrkynjuð valdastétt sett undir fallöxina. Það er líka til hinn gullni meðalvegur! Afnám verðránstryggingar er fyrsta skrefið!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 15:49
Ráðast á Dögun?
Dögun er bara eins og Björt framtíð... lítill Samfylkingarflokkur.
Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 16:09
Sammála öllu sem þú segir hérna í góðum pistli.
Einnig sammála Óskari hér að ofan nr. 6
Eggert Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 16:48
Blessuð Margret S.
Það er hvergi verið að ráðast á Dögun hér að ofan, smá skens í fyrstu athugasemd hjá Óskari, en af gefnu tilefni.
Staðreyndir ráðast ekki á stjórnmálaflokk, þær lýsa þeim, og gjörðum þeirra.
Ríkisstjórnin situr í skjóli þingmanna Hreyfingarinnar sem er hluti af Dögun, og þar með eru gjörðir hennar á ábyrgð viðkomandi þingmanna, og Dögunar.
Það er þessi ríkisstjórn sem er gerandi í skuldamálum almennings, ekki stjórnarandstaðan þó annað mætti halda sem hlustar á málflutning Hreyfingarinnar sem sífellt talar um spillingarflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn.
Sem allt má vera rétt en það eru bara ekki þeir sem eru að níðast á heimilum landsins í dag.
Dögun er stofnuð um 2 málefni, hún ræðir aðeins 2 málefni, atlöguna að stjórnarskránni í þágu ESB, og aðförina að sjávarútveginum svo öruggt er að þjóðin verði gjaldþrota en þú kannski veist ekki af því að sjávarútvegurinn er lykilatvinnugrein í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Og hverjum skyldi það henta að gera þjóðina gjaldþrota???
En hvorug þessi mál brenna á fólki. Stjórnarskráin færir ekki mat á disk bótaþega, atlaga að sjávarútveginum færir ekki heimilum landsins réttlæti í skuldamálum, en bæði málin skapa upplausn og sundrungu sem hentar gerendum óhæfuverkanna, því á meðan sameinast ekki almenningur gegn þeim, og ver sig og sína.
Þú segir að það sé eitthvað fleira á stefnuskránni, það er rétt, jákvæð orð á blaði eru víða, líka hjá þessari ríkisstjórn skjaldborgarinnar, sem átti samkvæmt hinum jákvæðum orðum að vera skjaldborg um heimili landsins en gjörðin var skjaldborg um fjármagnseigendur.
Það er gjörðin sem dæmir, ekki orðin.
Og frasinn sem Margrét Tryggvadóttir um að styðja góð málefni, óháð öllu hinu sem gert er, er ekki boðlegur vitibornu fólki.
Getur eiturlyfjasalinn til dæmis fengið stuðning lögreglunnar ef hann lætur góðgerðarfélag þvo fyrir sig eiturgróða sinn??? Á þá eigi löggan hætta að þrengja að dópsalanum, taka í þess stað ofan og hjálpa honum að bera féð í bankann???
Reyndar datt Göring þetta í hug í stríðslok þegar allt var tapað, hann sendi mann á fund bandamanna og sagði "hey, eigum við ekki að hætta þessu og fara að slást við Stalín???", en enginn var svo einfaldur að hætta að berjast við óvin mannkyns þó eitthvað annað gæti flokkast undir stuðning við gott málefni, og enginn er svo viti skertur að hann hætti að berjast við þau illskuöfl sem skuldaþrælka þjóðina þegar sigurinn er innan seilingar, vegna þess að í fyrirséðnum ósigri sínum datt þeim að bjóða upp á dúsu sem hét "góð málefni".
Það er enginn svona viti skerrtur, að kasta frá sér sigri vegna meintra góðra málefna, jafnvel þó þau mál væri góð en ekki tilbúin tilraun erlends valds til að sundra þjóðinni svo hægara sé að innlima hana án þess að þurfa að spyrja hana álits áður.
Það eru annarlegar hvatir sem stýra svona málflutningi.
Hvatir sem taka eigin hagsmuni fram yfir þá hagsmuni sem þeir þykjast þjóna.
Þess vegna er ekki þagað um Dögun, því það er ekki hægt að þegja yfir gjörðum þessa síðasta vinar ríkissjórnarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 17:18
Takk fyrir innlitið Óskar, Hrútur og Eggert.
Svona af gefnu tilefni, sem á samt ekki að þurfa að ítreka við ykkur, en ég er að spara mér innslögin, að þá hefur frá fyrsta degi verið minnst á þessu bloggi á afbrigðilega afstöðu ASÍ til skuldamála heimilanna, og hún harðlega gagnrýnd.
Fyrir utan þokkahjúin þá hafa fáir verið skammaðir eins mikið á þessu bloggi og Gylfi "forseti".
En rétt er rétt, og þegar fyrrum vinur ríkisstjórnarinnar segir allt sem hér hefur verið margsagt á þessu bloggi, að ríkisstjórnin sé ríkisstjórn fjármagns og óhæfuverka, þá er að sjálfsögðu vakin athygli á þeim orðum.
En Gylfi er ekki kvittur við guð og menn, ekki ennþá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 17:23
Þegar Borgarahreyfingin var í sínum undirbúningi og fæðingu fyrir fjórum árum, var ég alveg viss um að þarna væri á ferðinni fólk sem hvergi myndi hvika í sinni stefnuskrá. Eigum við nokkuð að "ræða" efndirnar og þá margslungnu hringekju sem "Borgarahreyfingin, Hreyfingin og nú síðast Dögun hefur rúllað sér í síðustu fjögur ár????" Ég treysti mér ekki í þá umræðu. Eitt er víst ég myndi aldrei treysta þessu fólki með fimmeyring á milli húsa, hvað þá atkvæði mínu sem gildir næstu fjögur ár. Nei, aldrei......
jóhanna (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 17:36
Hreyfingin verður að átta sig á að Feneyjanefndin skilar ekki af sér fyrr en í fyrsta lagi 8.mars. Það er innanvið 3 vikum frá þeirri dafgsetningu er rjúfa þarf þing og boða til kosninga.
Þegar að Feneyjanefndin hefur lokið sér af verður að fjalla um málið hér heima og fá álit með og á móti (ef að það er lýðræði), svo og að ræða það 3 umræður.
Nú þegar að spurning 2 í nýafstaðinni skoðanakönnun um stjórnarskránna var sett fram með "annað en eignir" inni er í raun búið að gera útaf við nýja fisveiðistjórnunarfrumvarpið þar sem eignir og veðsetningar á framvirkum veiðiheimildum verður ekki hægt að taka nema gegn "fullu verði".
Raunin er s.s. að ef Hreyfingin stiður ekki vantraust.... eða hreinlega flytur þá tillögu er "framtíð" þeirra í stjórnmálum aðeins 133 dagar að hámarki..
Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 18:03
Gylfi hlýtur nú að stefna á landsmálaframboð á lista Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2012 kl. 20:57
Flott að æ fleiri eru farnir að sjá hve illa er fyrir okkur komið! Sjáfstæðisflokkurinn ætlar ekki að gera neitt í málunum svo mikið er víst ekki láta ykkur detta það í hug svo mikið sem eina sekúntu!
Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 09:25
Blessuð jóhanna, ég hélt það nú reyndar líka, en svo runnu á mig nokkrar grímur þegar hluti af því studdi í ræðu og riti fjárkúgun breta vegna þess að ICEsave væri á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Þá fattaði ég að þetta fólk var ekki að berjast fyrir betri framtíð, það var að berjast við Sjálfstæðisflokkinn.
Sem þýddi að gerendurnir, ríkisstjórnin var ekki óvinurinn, heldur sá gamli frá því í gamla daga.
Svona tókst fjármagninu að sundra andstöðunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 10:29
Þú heldur það Óskar, 133 dagar er langur tími.
Og ef vogunarsjóðirnir setja meira fjármagn í Dögun, þá nær hún með hávaða, hávaðafylginu.
Og þá hlær Marbendill í annað sinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 10:31
Blessaður Guðmundur.
Það er fyndið að þú skulir segja þetta því ég byrjaði pistilinn með annarri fyrirsögn þar sem fyrsta línan var spurning um hvort hann færi í framboð fyrir Bjarta Framtíð.
En pistillinn þróaðist þannig að ég sleppti kerskninni og lét alvöruna ráða framsetningu.
Kjarninn er að það er fokið í flest skjól fyrir ríkisstjórnina og óþarfi því að velta Gylfa of mikið uppúr forinni.
Ég held meir að segja að Gylfi sé svo reiður eftir hirtingu Steingríms, að hann gæti jafnvel snúist gegn verðtryggingunni, til að hafa berangrið sem hýsir Steingrím og Jóhönnu ennþá kaldranalegra.
Gylfaginningin er aðeins rétt að byrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 10:37
Blessaður Sigurður.
Mikið rétt hjá þér, en ekki heldur Björt Framtíð eða Dögun, höfum það á hreinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 10:38
Það er ekkert launungarmál að Borgara/Hreyfingar/Dögun vill klára aðlögunarferlið, þe. aðlagast að fullu og algjörlega öllu reglugerðarfargi ESB áður en þjóðin fær að segja sitt álit ... en ég spyr til hvers þá, þegar aðlögunin, innlimunin, verður algjör?
Vegna þessa er Dögun hampað í fjölmiðlum 365 og Ríkisútvarpsins ohf., samansúrruðu valdi bankaræningja og samfylkts ríkisvaldsisns.
En mig langar að spyrja hin frjálslyndu innan Dögunar hvort þau séu líka komin með "puntudúkku heilkennið um að sameinast" sem frægt varð hjá einum, jafnvel tveimur frambjóðendum til forseta í sumarbyrjun? Hvort þau vilji halda aðlögunarferlinu áfram til loka, líkt og Borgara/Hreyfingar/Andreu liðið vill, sjálfu sér sælt í hlandvolgum draum um lattélepjandi snakk með umræðustjóra ríkisútvarpsins, eða ekki?
Hvort er svarið já eða nei?
Svar SAMSTÖÐU er skýrt, að virkja lýðræðið til velferðar okkar og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en samhliða þingkosningum í apríl 2013, þar sem spurt verði
Vilt þú að Ísland gangi í ESB? Já eða NEI.
Svar SAMSTÖÐU er einhuga og dúndrandi NEI, líkt og meirihluta hins óbreytta almennings íslensku þjóðarinnar.
Þess vegna reyna fréttamiðlar 365 og Ríkisútvarpsins ohf. að þegja SAMSTÖÐU í hel,
en hampa froðusnakki Dögunar og Bjartrar framtíðar í settum "fræga fólksins" og gríni þeirra og háði á kostnað almennings, skuldaþræla þeirra.
Framundan er Icesave dómur ESA. Framundan eru átök um framtíð íslenskrar þjóðar á okkar landi. Og þá mun reyna á Samstöðu þjóðarinnar gegn auðdrottna valdi ríkis og alríkis hringadrottnanna. Þá munu vonandi augu daufblindra innan Dögunar sjá að sá flokkur er samfylkt froða, líkt og Björt framtíð "fræga fólksins", sem fjölmiðlar hampa nú.
No we won´t get fooled again" NEI, við látum ekki fífla okkur af settum "fræga fólksins" í settunum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.