Hvert á að skila lyklunum???

 

Spurði Jóhanna Sigurðardóttir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi núna áðan.

Svarið er ákaflega einfalt.

 

Sá á að fá lyklana að stjórnarráðinu sem ætlar að aflétta skuldaánauð Hrunsins af almenningi.

Í eitt skipti fyrir öll.

 

Því miður er Bjarni ekki sá maður, ekki á meðan flokkur hans býður fram menn eins og Vilhjálm Bjarnason, Brynjar Nielsen og Pétur Blöndal.  

Allt menn sem taka hagsmuni skuldaeiganda fram yfir velferð almennings, og þar með velferð þjóðfélagsins, því það er ekkert þjóðfélag ef það vantar þjóðina.

 

Vissulega eru menn í Sjálfstæðisflokknum sem vilja takast á við skuldavandamál heimilanna á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, en þeir ráð engu í flokknum í dag.

Þessu þarf Bjarni að breyta, áður en hann biður um lyklavöldin.  

 

Vandi heimilanna þolir enga bið, og það er ekkert val.

Því uppreisn heimilanna, uppreisn almennings er stutt undan.

 

Og þá má guð svo sannarlega blessa þjóðina.

Kveðja að austan.


mbl.is Jóhanna og Bjarni tókust hart á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er ekki prófmál í gangi með verðtrygginguna?Vonandi verður niðurstaðan góð.Held að svona prófmál skili miklu meiru en loforð stjórnmálamanna.En ef vertryggingin verður dæmd ólögleg synir það  að ákvörðunin um að setja hana í upphafi byggðist á fíflagangi manna sem vissu ekki hvað þeir voru að gera.Er ekki bara betra að ráða fullvaxta,fullgreint fólk með þekkingu á hlutunum til starfans en ekki fara eftir einhverjum vinsældarlista.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.12.2012 kl. 15:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jósef, fyrirgefðu hvað ég kem seint inn.

Það er prófmál í gangi og þeir sem standa að því eru bjartsýnir.  Og ef það gengur eftir þá er gamla Ísland hrunið því stjórnvöld geta aðeins brugðist við vandanum sem kemur upp, með þjóðarsátt.

En er það líklegt að dómur dæmi gegn hornsteini peningakerfisins??

Allavega tel ég að fólk eigi að slá varnagla og kjósa gegn þessu kerfi sem gengið er sér til húðar.

En vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband