Er Össur að boða stefnubreytingu???

 

Íslendingar láta ekki berja sig.

Stórtíðindi það.

Ætlar ríkisstjórnin, sem lá kylliflöt fyrir ESB í ICEsave málinu, að segja af sér.

Ætlar hún að gefa þjóðinni tækifæri???

Fékk Samfylkingin endanlega nóg af stjórnarsamstarfinu eftir framkomu Steingríms Joð í Kastljósi í gær??

 

Ef Össur meinar einu sinni orð af því sem hann segir þá er tíðinda að vænta í næstu viku.

Kannski er þjóðin búin að afplána sína refsingu.

Kannski eru allir búnir að fá nóg.

 

Ekki bara heimili landsins.

Kveðja að austan.


mbl.is „Íslendingar láta ekki berja sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Enn verð ég að leiðrétta meintan misskilning hjá þér Ómar.  Ríkisstjórnin tók við icesave keflinu af sjálfstæðisflokknum sem  hafði einn og óstuddur komið okkur í þann forarpott.  Sjallar áttu Landsbankann á þessum tíma, ráku hann, meiraðsegja framkvæmdastjóri FLokksins var í stjórn bankans!   Árni Matt hóf samningaviðræður við Breta og batt hendur allra sem síðar komu að málinu með því að kvitta undir minnisblað þess efnis að miða skildi samningaviðræður við það að vaxtaprósentan yrði 7,25% og byrja að borga strax!   Með þetta "glæsilega" veganesti fór Svavar greyið að reyna að semja og þjóðin kenndi honum um hörmulegan samning þegar staðreyndin var sú að sá samningur var þó miklu betri en hörmungin sem sjálfstæðisflokkurinn hafði lagt til.   Framhaldið vita allir og hefur í raun ekkert með ríkisstjórnina að gera, hún vildi klára málið með samningum en lýðskrumarar þvældust fyrir og lugu því að þjóðinni að best væri að semja alls ekki!  Því miður held ég að þjóðin fái það í bakið á allra næstu vikum og þá munu nei sinnar ekki kannast við neitt auðvitað!

Óskar, 14.12.2012 kl. 13:30

2 identicon

og Steingrímur dásamar ráðleggingar AGS

og býðst til að boða þeirra boðskap erlendis m.a. í Grikklandi

Grímur (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 13:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Í viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um fyrirgreiðslu frá AGS frá 15 nóvember 2008 segir:  

..."Unnið er skipulega að sambærilegu samkomulagi við alla þá erlendu aðila sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta hér á landi í samræmi við lagaramma EES. Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga-kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar."".

Óskar, vissulega var samið um þennan óskapnað við AGS, þó hann hafi ekki verið útfærður nánar en reiknað með að hann yrði á svipuðum nótum og samkomulagið sem var undirritað við Hollendinga nokkru áður.

Hver ber á móti því, máttu drepa vegna þess að sá sem var undan þér í starfinu var leigumorðingi???

Hins vegar er það rangt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn og sér borið ábyrgð á ICESave eins og ég er margoft búinn að benda þér á.  Það er EES samningurinn sem íhaldið samþykkti vissulega en um þann samning ríkti samt sátt þegar útrásin og ICEsave kom til.

Og þar sem ég reikna með því að þú sért aðeins til vinstri við Friedman Óskar þá áttu að vita þú réttlætir aldrei óskapnað með því að hugsanlega hefðu aðrir gert það sama og því hafi það verið þeim að kenna að þú gerðir það sem þú gerðir.

Og láttu þig ekki dreyma um þann masókisma sem síðasta setning þín tjáir, þér verður ekki að ósk þinni.

En að efni pistilsins, fékk Samfylkingin nóg af Steingrími í gær????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 14:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Grímur, það er brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem bannar pyntingar og aðrar afbrigðilegar refsingar, að senda Steingrím til Grikklands, við verðum að díla við hann sjálf.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 14:03

5 identicon

mér finnst það nú gleymast æði oft að samfylkingin var nú í ríkisstjór með sjálfstæðisflokknum.. Og þetta með að allt sé gömlu ríkisstjórninni um að kenna vera orðinn annsi þreytt gömul lumma..

kveðja úr Borgarfirðinum

Þórhildur María (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 207
  • Sl. sólarhring: 661
  • Sl. viku: 5791
  • Frá upphafi: 1399730

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 4941
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband