Væri staðan öðruvísi í dag ef ???

 

Það eina sem mun bjarga okkur út úr kreppunni erum við sjálf.  

Það þarf að hlúa að fólkinu í landinu, senda Hrunskuldirnar til  þeirra sem þær eiga.  Bæði þarf að leiðrétta skuldir almennt á þann level sem eðlilegt ástand hefði haft í för með sér, verðtrygginguna til 1/1/08 og aðlaga gengislán að þeim grunni.  

Síðan þarf að gefa út opinberlega yfirlýsingu að enginn verði látinn yfirgefa hús sitt næstu 5 árin.  Ekki vegna þess að uppboð verði fryst, heldur verði skuldir fólks aðlagaðar að greiðslugetu, og það sem umfram er komi til greiðslu þá og þegar fólk selur hús sín með hagnaði.  

Ákaflega einfalt í framkvæmd, sé til þess vilji.

 

Og þegar fólk er öruggt heima hjá sér, þá tekur það þátt í endurreisn landsins.  

 

Það þarf að hlúa að innlendu atvinnulífi, taka allar skattahækkanir til baka og jafnvel lækka þar sem slíkt myndi auka veltu og hækka þar með tekjur ríkisins.  Vegna þess að það er heildartekjur sem notast til að borga útgjöld, ekki há Exel skattprósenta sem engu skilar nema samdrætti.

Það þarf að endursemja um erlendar skuldir og banna allar nýjar þar til menn sjá fram á að geta greitt þær til baka.  Það er nóg að vera einu sinni vanskilaþjóð, það má aldrei gerast aftur.

Það þarf að hætta þessu rugli að keyra atvinnulífið áfram á skuldsettum stórframkvæmdum, vilji menn virkja og reisa verksmiðjur, þá er það gert fyrir eigið fé, ekki fé almennings.  

Það þarf að skera niður hjá hinu opinbera en í sátt og samlyndi.  Slík sátt myndast alltaf á neyðartímum þegar allir eru í sama báti, og allir eiga sitt undir réttum aðgerðum.  Víðtæk samstaða mun myndast um nauðsynlegan niðurskurð ef fólk fær fyrst réttlæti í skuldamálum og réttlátt stjórnkerfi þar sem við ráðum, ekki Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Við  eigum fullt af hæfu fólki sem lítur ekki á þrældóm sem nauðsynlega forsendu endurreisnarinnar.

 

Hvernig fjármagnar ríkissjóður nauðsynlegar skuldaleiðréttingar???

 

Svarið er mjög einfalt, stór hluti þeirra er þegar kominn fram gagnvart erlendum kröfuhöfum.  En það sem upp á vantar, og snýr að lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði, það er fjármagnað eins og alltaf er gert hjá þjóðum á stríðstímum.

Það eru gefin út langtímaskuldabréf á lágum vöxtum sem mynda eiginfjárgrunn og greiðast svo upp hægt og rólega.  Í Bandaríkjunum eru ennþá í umferð ríkisskuldabréf sem gefin voru út í fyrra stríði.

Vissulega eru þetta útgjöld sem falla í rólegheitum á komandi árum og áratugum, en það er kostnaðurinn við frelsið.  Hver heldur að börn okkar vilji frekar taka við blómlegu búi þar sem þau hafa notið örugga æsku, og jú stríðskostnaður þjóðarinnar ennþá lítt greiddur, eða upplifa hörmungar æskunnar, útburð og skuldaþrældóm foreldra sinna.

Aðeins hreinræktaður hálfviti segir að það megi ekki velta kostnaði á framtíðina.  

Og hreinræktaðir hálfvitar eru mjög sjaldgæfir, ef ekki þá væri töluð þýska um allan hinn vestræna heim.  

Í stríði er það gert sem þarf að gera. Menn gefast ekki upp fyrir óvininum, menn selja ekki samborgara sína í þrældóm, menn selja ekki land sitt erlendum óargadýrum sem koma með sauðarkápu á herðum og kalla sig aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Og ég dreg þetta til baka með hreinræktuðu hálfvitanna, ekki einu sinni þeir myndu gera slíkt.

 

Eftir stendur þá stóra spurningin, hvað er AGS að gera hér.  Af hverju er fólki ekki hjálpað.  Af hverju er aðeins til peningur til að borga bretum, ekki íslensku barnafólki.

Býr hér á meðal okkar fólk sem kýs núverandi þrælkunarstefnu stjórnvalda ótilneytt????

Af hvaða flokki manna er það fólk?????

Þætti gaman að vita svo ég hætti að móðga þá sem eru með hálfu viti.

 

Já, væri staða heimila og atvinnulífs öðruvísi ef einhver hefði lesið svona pistla og stutt það fólk sem barðist fyrir þeim sjónarmiðum sem þar kom fram.

Var endurreisn efnahagslífsins ekki möguleg nema með þeim óráðum sem samið var um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn???

Eða var þetta spurning um aðra Sýn á vandann.

Þá Sýn sem hagfræðingar lífsins hafa, að þú leysir ekki vanda, sama hversu brýnn hann er, ef það er gert á kostnað eins til hagsældar fyrir aðra.  

Þetta spurning sem við fáum aldrei tækifæri til að svar, skuldaþrældómurinn er það hlutskipti sem þjóðin kaus yfir sig vorið 2009 og ekkert bendir til annars en að hún muni endurnýja umboð þeirra flokka sem sömdu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þessa skuldaþrælkun.  

En það skaðar samt ekki að spyrja.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 264
  • Frá upphafi: 1438623

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband