Betra er seint en aldrei.

 

Þessum samningi ber að fagna.

Með honum staðfesta stjórnvöld að þeim ber skylda til að nýta krafta ríkisvaldsins til að skapa úrræði fyrir fólk og fyrirtæki svo fólk geti unnið í stað þess að ganga um atvinnulaus.

Atvinnuleysi er ekki valkostur, það er afleiðing þjóðfélags sem nýtir ekki mannauð sinn og framleiðslutæki til hagsældar og velferðar allra þegna samfélagsins.  

Vegna þess að það er heltekið af pólitískum kreddum hagtrúarbragða kennda við frjálshyggju sem boða að fólk sé kostnaður en ekki manneskjur. Eigi aðeins  að nýtast þegar þess er þörf en eigi að geymast þess á milli í frysti.  Eða í örbirgð fátæktar og ömurleika. 

 

Að sjálfsögðu er helfarastjórnin okkar aðeins að þessu til að afla sér atkvæða fyrir komandi kosningar.  

En skiptir engu, gott er gott þó illur hugur búi að baki.

Það er síðan okkar að tryggja að þetta auma fólk fái aldrei aftur tækifæri til að þjóna ómennskunni, að við losum okkur við alla Leppa og Skreppa hins skítuga fjármagns úr stjórnarráðinu.

Ef fólk lætur platast þá uppsker það aðeins áframhaldandi níðingsskap af hálfu stjórnvalda.  Ef það kýs meðreiðarsveina Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá uppsker það þúsund milljarða skuldhlekkina um almannasjóði og getur kvatt velferð og nútíma lífskjör um ókomna tíð.

 

En þetta er hið ókomna ef, í núinu eru stjórnvöld loksins að framkvæma einhvern ærlegan hlut.

Á morgun fáum við kannski fréttir að það eigi að forða öryrkjum frá hungurjólum og kannski hinn fáum við fréttir af skuldaleiðréttingu handa heimilum landsins.

Kosningajól eru ekki nema fjórða hvert ár og um að gera að njóta réttanna.

 

Verði ykkur að góðu.

Kveðja að austan.


mbl.is Langtímaatvinnuleysi ekki eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Fjármögun til handa atvinnulausum. þessi var settur upp í Sjórnarráðinu og er reiknað með 3 milljörðum til handa atvinnulausum.


Eggert Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 22:24

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það vantar  greinilega myndina sem ég peistaði með en hún var af maskínu sem menn settu þúsund krónur í til þess að fá staðfestingu á gáfum sínum. Eða á enskri tungu var textinn " TEST YOUR STUPIDTY

Eggert Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 22:30

3 identicon

Er ekki gott samt að vita af því, að setja á 109 milljónir í biðlaun fyrir þetta vonlausa lið..??? Biðlaunin okkar eru engin og það stækkar bara mínusinn á meðan plúsinn hækkar hjá þeim.  Hvernig var hægt að koma þessari dellu á sem biðlaunini eru.?? Enn eitt dæmið með þetta fólk  á þingi sem þykist vera að gera eitthvað fyrir þjóðina. Þvílík skömm.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 23:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjálfsagt vill það flest gera eitthvað fyrir þjóðina Sigurður en það gleymir aldrei sjálfu sér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 07:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Það er ekki sama hvernig farið er að hlutunum, það er hægt að segja peningana í hít sem er botnlaus en það er líka hægt að skapa grósku sem leiðir til vinnu og velmegunar.  Þetta er líkt og að sjá ósáinn akur eða óunnið landi, þú kemur því í rækt með einhverju móti, og þó það virðist ekki arðbært, þá má ekki vanmeta  hugvitið og eljuna sem býr í manninum.

Grikkir urðu fremstir þjóða í siglingum og verslun, upphaf þess var að þeir ræktuðu ólífutré og seldu olíuna út um allt Miðjarðarhag og Svartahaf.  

Allt byrjaði þetta á því að menn horfðu á grjótið og þær örfáu kornplöntur sem ströggluðust við þroskast þar og sögðu, hvað getum við gert??

Fundu plöntuna sem óx í grjóti og gaf af sér arð.

Þetta er svo einfalt, menn þurfa bara að skilja hvað felst í orðinu GRÓSKA og síðan horfa fram í tímann, ekki á það sem er heldur það sem getur orðið.

Þá ertu ekki með hít, þá ertu ekki með örbirgð, heldur velmegun og velferð.

Hagfræði lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1438788

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband