Gott fólk mætt í verktökuna.

 

Fyrir þúsund milljarðana.

Sorglegt því einu sinni vildi það vel.  Vann af heilindum fyrir góðan málstað.

Réttlæti handa almenningi í landinu.

 

Ríkisstjórnin, þessi sem neitar almenningi um réttlæti, hefur lengi lifað í skjóli Dögunar.

Bæði hefur hún sótt þingstyrk í eina af hennar gömlu birtingarmyndar, þingmanna Hreyfingarinnar, allra að tölu, sem og þegar neyð heimilanna var orðin svo sýnileg að eitthvað varð að gera, þá fékk hún stuðning gömlu "borgaraskæruliðana" við ómál eins og aðförina að stjórnarskránni eða sérstaka arðránsskattinn á landsbyggðina sem þegar er farinn að valda byggðarröskuninni hinni seinni.

Bandamenn skæruliðanna eru menn eins og Þorvaldur Gylfason, aðdáandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins númer eitt á Íslandi, Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi formaður  Rafiðnaðarsambandsins. sem tók gagnrýnislaust undir allar ICEsave fjárkröfur breta og mikill aðdáandi níðingsskapar ESB gagnvart grísku verkafólki  og Stefán Ólafsson prófessor, helsti réttlætismaður stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart heimilum landsins.

Félagsskapur sem segir allt fyrir hvað Dögun stendur.

 

Það er mjög dapurt fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að sjá þessa fyrrverandi formenn sína í þessum félagsskap.  Vekur upp spurningar um meint árangursleysi samtakanna,  málstaðurinn algjör, snertir tugþúsundir landsmenn beint, en samt hefur fjármagnið farið sínu fram.  Ekki að ég dragi einlægni þessa fyrrverandi formanna í efa, en efast um sýn þeirra á vandann, kannski  vöru þeir aldrei að berjast við réttan andstæðing.

En þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögu mannsins þar sem hluti andspyrnu gegn kúgun og ofbeldi bilar.  Fólk hefur bugast undan ótta, þrýstingi, eða það sem algengast er, peningum.

Fyrirsögn þessa pistils vísar í það síðast nefnda.  

 

Áhrif amerísku vogunarsjóðanna ná um allt þjóðlífið, það eru þúsund milljarðar í húfi fyrir þá, auðtekinn gróði sem þeir ætla ekki að gefa afslátt á.  

En það þarf að kosta til, það þarf að kosta til.  

Þögnin gagnvart hinni miklu vá, skringilegur málflutningur, allt þetta kostar pening.  En lítinn pening miðað við þann ávinning sem er í boði, algjör yfirráð yfir hagkerfi einnar þjóðar.

 

Sumum finnst þetta hörð orð, að bendla Dögun við verktöku, en ég spyr  þá á móti, er þetta algjör heimska, er til svona yfirgengileg heimska án þess að hún tengist hagsmunum???

Á að verjast skuldaþrælkun þjóðarinnar með nýrri stjórnarskrá sem þjónar þeim eina tilgangi að skapa úlfúð og illindin meðal þjóðarinnar á tímum þar sem samstaða hennar er lykilnauðsyn ef hún ætlar að komast af.

Á að mæta amerísku vogunarsjóðum og gjaldeyriskröfum þeirra með ofurskatti á sjávarútvegi, aðal auðuppsprettu þjóðarinnar???

 

Ég allavega vildi frekar vera bendlaður við sálarsölu en slíkan barnaskap og heimsku, að hafa ekki einu sinni þá sjálfsbjargarhvöt að verja sig og sína vegna þess að maður er svo auðblekktur með bulli.

Ég ætla ekki að bera slíkt uppá fólk, það eru takmörk hvað skotin eru föst á þessari síðu, vilji það sjálft bera af sér verktakatengslin með tilvísun í algjöra heimsku þá það um það, öllum er frjálst að ljúga upp á sig fávitaskap.

 

Það styður engin skynsemisvera böðla þjóðarinnar í ómálum svo þeir fái svigrúm til halda áfram óhæfuverkum sínum, að níðast á barnafólki, að svelta bótaþega, að eiga aðeins pening í vexti handa amerískum vogunarsjóðum en ekki í heilbrigðiskerfið eða velferðina, eða að svíkja land sitt í hendur ICEsave fjárkúgarana.

Eða tala um stjórnarskrá þegar þúsund milljarðar eru að falla á þjóðina.

Það er innbyggt í lífið að forðast að vera bráð rándýra, lífið vill lifa og fá færi að geta af sér líf, aðeins úrkynjuð mynd þess hleypur uppí opinn kjaft á rándýri og lætur það kjamsa á sér.

Það er ekki hægt að útskýra stuðning sinn við amerísku vogunarsjóðina með fávisku, þeir sem selja land sitt og þjóð hafa alltaf eitthvað uppúr krafsinu.

Og það er ekki til beinni stuðningur við þá en umræða um ómál, að sundra andstöðunni gegn þjónum fjármagnsins í ríkisstjórn Íslands með því að styðja "dægurmál" á alvöru tímum.

Frasinn að taka "málefnalega" afstöðu þegar menn réttlæta samstarf sitt við böðla heimilanna er ekki gjaldgengur á neyðartímum þegar líf og limir fólks er í húfi.  Hann fitar aðeins púkann á fjósabitanum, illskuöflin sem vilja land og þjóð hið versta, ævarandi skuldaþrældóm í hlekkjum vogunarsjóðanna.  

 

Þetta er sorglegt, þetta er sárara en tárum tekur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Andrea og Þórður Björn í framboð fyrir Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sorglegt mál
ekki hef ég gert upp minn hug en DÖGUN og 4FOKKURINN kemur ekki til greina

Magnús Ágústsson, 12.12.2012 kl. 13:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Það er persónulegt mál hvers og eins hvað hann kýs.  Fer eftir lífsskoðunum og öðru.

Á átakatímum, þegar framtíð þjóðar og velferð íbúa er í húfi, þá þrengist mjög valkostur fólks.

Það er ákaflega einfalt, að þú kýst ekki óvini þjóðar þinnar, þú kýst ekki þá sem ræna hana og rupla, eða þá sem láta ránið og ruplið viðgangast.

Þessi einföldu viðmið útiloka alla flokka í dag nema Samstöðu og HægriGræna.  

Svo einfalt er það.

Hinsvegar er það rétt að það eru til þingmenn í fjórflokknum sem mæla oft af viti og skynsemi, en þeir verða lúta hinu falda valdi, skoðanir þeirra verða alltaf undir þegar skerst í odda milli almannahagsmuna og hagsmuna fjármagns.  

Á neyðartímum geta þeir ekki fylgt fólki að baki sér í hinni einörðu afstöðu sem þarf að taka gegn ruplurunum, svívirðingunum sem blóðmjólka þjóðina af fullkomnu miskunnarleysi.  

Og menn mega ekki gleyma að það skiptir ekki öllu máli hvað það er fjölmennt í hinni einörðu andstöðu, það skiptir máli að hús sé einorð.

Þess vegna á fólk, sem vill mannsæmandi framtíð barna sinna, að þekkja raddir óvinarins, þær raddir sem óvinurinn gerir út til að hindra að hin einarða andstaða myndist.  Ef einhver fer að tala um naflann á sér eins og Jón Gnarr, eða hvað allt er nú bjart í Evrópu eins og Guðmundur Steingríms, eða um ómál eins og Dögun, þá veist þú að ef þræðirnir eru raktir nógu langt, þá skiptir umslag með peningum um hendur.

Almennt í dag þykir Íslendingum ekki vænt um börnin sín, þeim þykir aðeins vænt um sjálfa sig og sína neyslu.  

En það breytist, tómið og sjálfselskan víkur alltaf fyrir sjálfsbjargarhvötinni.  Það er eitt af lögmálum lífsins, er genetískt í okkur.

Þess vegna tapa illmennin alltaf að lokum, þeir ráða við sundraðan fjöldann, en aldrei sameinaðan.

Sem betur fer.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 14:17

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þú kemur að kjarna málsins í einni setningu sem ég peista hér " Almennt í dag þykir Íslendingum ekki vænt um börnin sín, þeim þykir aðeins vænt um sjálfa sig og sína neyslu."

Þessi setning segir allt um sjálfselsku liðsins sem er starfandi á Alþingi og öðrum sem stefna þangað með það í farteski sínu að reyna að koma fullveldi okkar fyrir kattarnef. 

Þetta fólk hefur ekki nennu til að berjast fyrir sínu ,og því verður það létt verk að koma þeim úr landi, þegar þjóðin vaknar upp úr doða álagðrar  ánauðar og ánýðslu þessarar svokölluðu " RÍKISSTJÓRN VELFERÐAR".

Eggert Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 17:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég vona að það sé rétt hjá þér Eggert en ég er því miður hræddur um að stríðið sé rétt að byrja. 

Það er ekkert sem afsakar núverandi ríkisstjórn, en hún er að framfylgja hefðbundinni stefnu og fær mikið hrós frá yfirmeistara hins hefðbundna, AGS.

Eina deilan milli hennar og stefnu Sjálfstæðisflokksins er nálgunin á atvinnumálin, skilar blóðmjólkun betri árangri en mjólkun?

En það er engin ágreiningur um efnahagsstefnu AGS, og hefðbundnir hægri flokkar virðast vera búnir að gleyma sögu síðustu aldar, og skilningsleysi þeirra á eðli fjármála og fjármálastefnu er beint tilræði við framtíð Vesturlanda.

Vinstri flokkarnir hafa í raun sömu stefnu, það þorir enginn gegn hefðinni.

Þó var þessi hefð abnormal fyrir ekki svo mörgum árum.

Eins og ég segi, það er vitiborið fólk í öllum flokkum, þó evrutrúin virðist reyndar hafa vitsmunalega skemmt Samfylkingarfólkið en þetta fólk rís ekki upp gegn hinu ranga kerfi, það skilur ekki arfleið Keynes, það hundsar lærdóm kreppunnar miklu.

Og áður en fólk almennt vaknar, þá mun hin meinta stigmögnun leiða til upplausnar og átaka.  

Ég var bjartsýnn Eggert, trúði á mannsandann, en ég vanmat áhrif velmegunar sem hefur leitt til alvarlegrar strútshegðunar fólks.

Og það er alvarlegt afl að vinna gegn almenningi um allan heim, gagnsókn hinna ofurríku gegn samfélagssáttinni sem batt enda á stéttarstríðið mikla sem hafði staði frá dögum frönsku byltingarinnar, er það alvarleg að aðeins sameinað átak manneskjunnar getur hindrað þá atlögu.  Ekki vinstri, ekki hægri, heldur fólk, fólk sem sameinast um grunnþörf manneskjunnar, að ala af sér líf sem á framtíð.

Ég sé þetta ekki gerast, því miður.

En það þýðir ekki að gefast upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 17:43

5 identicon

Þú ert snillingur Ómar Geirsson. 

Enn einn pistillinn sem smellhittir og segir umbúðalausan sannleikann.  Og að vanda eru athugasemdir og útskýringar þínar ekki síðri.  Ég er heppinn maður að hafa fengið að kynnast þér og vita að þú talar alltaf hreint og beint og það sem mest er um vert, gefst aldrei upp ... enda hefur þú líf að verja, ekki bara þitt og konu þinnar og sona ykkar, heldur líf íslensku þjóðarinnar til framtíðar litið ... og sú framtíð er alls ekki björt , ef mið er tekið af undarlegri þrá almennings til að láta fífla sig ... enn og aftur ...

Gleymum því ekki að 2 björtu útfrymin sungu glaðbeitt "það er bara einn flokkur á Íslandi" og þar samfylkja Dögun og Björt Framtíð sér með 4-flokknum, 6-höfða þursaflokknum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 20:37

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er enginn uppgjafamaður sem ritar pistla um málefni dagsins eins og þú gerir. Það er rétt athugað að það er til réttsýnt fólk öllum flokkum og það býr við vandamál sem við þurfum etv. að leysa fyrir þau.

Réttsýni og gagnrýni til réttlætis er leiðarljós sem við þurfum að fara að tileinka okkur. Auðvitað verða menn argir yfir aðferðarfræði sumra og hinir dásama tillögur annarra. Skilningur á aðstæðum er eina krafan sem þarf að setja á okkar fyrirsvarsmenn. Ef fólk hefur ekki þennan skilning á aðstæðum heillar þjóðar, þá er betra fyrir það fólk að víkja sæti og viðurkenna getuleysi sitt.

Enginn mun lasta þann sem gerir það opinskátt. 

Tillögur hafa verið settar  fram af margvíslegum toga og jafnvel ein sú besta frá 2 ungum hagfræðingum hjá AGS.  Jafnvel AGS sem þú ræðir frekar illa um, heimilaði þessum 2 ungu hagfræðingum að setja fram grein, undir merkjum sínum, um bjargræði peningamálakerfa allra ríkja í heiminum. (etv. er AGS búið að sjá að endalok þessa kerfis leiðir til heimsendis) Allir peningar sem komið hefur verið undan í skattaskjólum víðsvegar um heiminn verða verðlausir, þ.e. ef ríkin taka upp þessar tillögur hinna ungu hagfræðinga AGS.

Tillögur um gjaldmiðilsbreytingu frá Lilju Mósesdóttur og Guðmundi Franklín ganga út á  að bjarga Íslandi frá gjaldþroti. Tillögur af aðgerðum  sem þegar hafa verið notaðar af sterkasta ríki ESB, Þýskalandi. Hvað er ESB að gera ? Eru þeir ekki að fara að undirbúa NEYÐARLÖG í anda laga Geirs Haarde? Lög til þess að verja ríkin og fólk þess á móti bankakerfi sínu.

Já það má læra lengi af hugmyndaauðgi íslendinga og ungra manna ínnan AGS. Við höfum einnig ungan doktorsnema í hagfræði sem hefur skrifað stórkostlega pistla til okkar á Pressunni  um ástand og lausnir þ.e. Ólaf Margeirsson. 

Nei Ómar, uppgjöf er ekki inni í myndinni hjá þér og það hefur þú margsannað í þínum skrifum. Það er þrotlaus vinna sem gefur árangur. Það tekur tíma að vekja upp heila þjóð, en það tekst, og þú ert maður sem skrifar um hlutina á eftirtektan hátt og þú endar þína pistla á réttan hátt, þ.e. án sjálfselsku og með það eitt að það  að leiðarljósi að framtíð, barna og barnabarna okkar, verði grundvölluð með ákvarðanatöku skynseminnar.

Barátta okkar Íslendinga er ekki eintök. Við erum að horfa á þjóðir innan ESB sem eru komin í sömu spor og við. Nýjar fréttir fra Frakklandi eru að gefa vísbendingu um að 15 % frakka séu komin undir fátækramörk- Fréttir frá Ungverjalandi segja að pólitík þar sé að stefna í einræðisátt og einnig er ólga í Rúmeníu. Ástand í Egyptalandi er viðkvæmt, arabíska vorið hefur fjarað út eða hvað?, Palestína komin með kærurétt hjá Sameiniðuþjóðunum á gjörðir Isralelsmanna gegn þeim (þjóðamorð), Norður Kórea skýtur upp eldflaugum í trússi við alþjóðasamfélagið, þjóðverjar vilja launahækkun og danir vilja fá þá eldri til að vinna lengur og einungis 30% vinnandi manna í Danmörku halda uppi velferðinni Þar .

 Það tekur þor að leiða heila þjóð út úr ógöngum. Því miður höfum við ekki valið rétt fólk til þess síðast. Við völdum fólk sem koðnaði undan álagi og telur það best að losna við allar ábyrgð sínar með að framselja framtíð Íslands til Evrópu.

Sem betur fer er rúmlega 60% þjóðarinnar sem ber  þetta þor í brjósti sínu, þor til að standa og falla með gjörðum sínum, ná samningum við alþjóðasamfélagið á jafnréttisgrundvelli, samhliða  því að hrinda  í framkvæmd réttum aðgerðum til að að vernda okkar samfélag fyrir gjaldþroti. 

Framkvæmdir sem munu skapa framtíðarkynslóðum okkar bjartari framtíð.

Úrræðin eru fyrir hendi.

Eggert Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 21:43

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Já, Eggert, úrræðin eru fyrir hendi, kallast heilbrigð skynsemi sem hefur hagfræði lífsins að leiðarljósi.

Hagfræði sem allt siðað fólk skilur og mun einn daginn styðja af öllum þeim heildindum sem góð manneskja býr yfir.

"We are not alone".  

Kveðja að austan.

PS. Það er til gott fólk hjá AGS og þar er mikil þekking innandyra.  En ómennska yfirtók sjóðinn fyrir um 35 árum, ómennska sem vílar sér ekki að níðast á venjulegu fólki í þágu yfirstéttar og þeirra sem eiga.  Ókristið fólk sem skilur ekki að það má ekki skaða bróðir sinn með gjörðum sínum.  Ég tala ekki illa um það á nokkurn hátt, ég bendi aðeins á að gjörðir þeirra sem eru illar.   Á þvi er reginmunur.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 22:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta átti víst að vera 25 ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 776
  • Sl. viku: 5583
  • Frá upphafi: 1400340

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 4797
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband