Það eru að koma kosningar, kosningar, kosningar.

 

En það versta er að skuli finnast nytsamir sakleysingjar (eða eru þetta flokksmenn???) sem skrifa undir pappíra með Steingrími Joð og Jóhönnu Sigurðardóttir.

Hvað hafa þessi tré gert þessu fólki að það eyðir bleki á pappír fyrir einskis nýt loforð fólks sem aðeins hefur gert eitt svikalaust.

Að svíkja allt sem það hefur skrifað undir.

 

Eru menn ekki kosnir í sveitarstjórn eða í stjórn verkalýðsfélaga, er ekki lýðræði í landinu, eiga menn ekki að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna???

Af hverju er þá svikaríkisstjórninni enn einu sinni gefið frítt spil með lygar sínar og undirferli???

Eða er þetta einhver kvóti sem þarf að fylla fyrir lok kjörtímabilsins???  Að það þurfi að lofa samtals 30.000 þúsundum störfum til að hægt sé að gagnrýna stjórnvöld fyrir svikin loforð???

 

Þetta er ótrúlegt sjónarspil sem aftur vekur upp spurningar um samtrygginguna.

Um leikritið sem leikið er fyrir tómu húsi við Austurvöll.

Að það skipti valdið engu máli hvaða flokkar eru í stjórn á meðan stefnan er rétt.

Stefnan að gera hina ríku ríkari, að slá upp skjaldborg um dautt fjármagn og  nýta í þá skjaldborg eigur almennings.

 

Ég vona að þjóðin vakni ekki upp við vondan draum eftir kosningar, í ESB með þúsund milljarða evruskuldabréf hamraða um ríkissjóð.

En ég óttast það.

Í handbók ræningja, blaðsíðu eitt stendur, "auðveldast er að ræna þá sem ekki verja eigur sínar".

Íslenska þjóðin virðist ekki ætla að verja framtíð barna sinna í næstu kosningum, hún nennir ekki einu sinni að leiða hugann að ógn snjóhengjunnar, henni er sama um þjáningar fjölskyldunnar í næsta húsi.  

Hún er auðblekkt og því auðrænd.

 

En maður veit ekki, það voru mistök að reka Davíð úr Seðlabankanum.

Hann varð sár, jafnvel reiður, og hann hefur vettvang til að fá útrás fyrir reiði sína og sárindi.

Hann er sá eini sem hinir þúsund milljarðar þurfa að óttast, hann er sá eini sem heyrist í.

 

En dugar Davíð gegn Golíat, það er spurningin, þar er efinn.

Og vonin, að því virðist eina vonin því íslenska andófið þjónar í dag hinum þúsund milljörðum, talandi um stjórnarskrá sína eða arðránsskattinn á landsbyggðina.

 

Svo eiga náttúrulega þúsund milljarðarnir fjórflokkinn, eða hefur einhver heyrt umræðu um þá á Alþingi.  Þó er mikið talað á Alþingi, mjög mikið talað, en ekki um neytt af því sem máli skiptir fyrir framtíð barna okkar, um skuldaþrælkun þjóðarinnar, eða almennt um þann níðingsskap sem bankar og fjármálastofnanir í eigu amerísku vogunarjóðanna sýna almenningi.

Nei, fjórflokkurinn passar sig vel á að tala um EKKERT fyrir kosningar enda tala menn ekki gegn hagsmunum eiganda sinna.

Og kosningarnar munu því litlu breyta.

 

Nema Davíð leggi Golíat.

En gerist það tvisvar á fjögur þúsund árum???

 

Það er spurningin, þar er efinn.

Og þar er vonin.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 2.200 ný störf fyrir atvinnulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er alltaf einhver tilbúinn að skrifa undir hjá Jóhönnu og Steingrími. Þetta er bara spurning um "hvata".

Í síðara stríði var þetta sett upp á mjög einfaldann hátt.

Hermanni var rétt byssa og sagt að skjóta 2 fanga. Ef hann neitaði var fundinn annar hermaður, sagt að skjóta tvo fanga.... og einn hermann.

Óskar Guðmundsson, 12.12.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Óskar

Þér finnst semsagt ekki að það eigi að vinna bug á atvinnuleysinu - eða má bara eyða peningum ríkissjóðs fyrir austan ?  Auðvitað er það verðugt verkefni að minnka atvinnuleysið og koma fólki út á vinnumarkaðinn.  En fólk er jú misjafnlega innréttað...

Óskar, 12.12.2012 kl. 11:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, þú ert ofurlæs, það þarf gífurlega mikla lestrarhæfileika til að lesa út úr þessum pistli að ég sé á móti því að vinna bug á atvinnuleysinu.

En fólk hefur jú misjafna hæfileika.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 11:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Góð líking en ég sé ekki alveg hvatann hjá þessi fólki að vera svona vont við trén, að láta fella þau vegna svona pappírseyðslu.

Góðsemi spuring, og þá góðsemi við kosningajólasveininn, en samt, hvers eiga trén að gjalda??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2012 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 5560
  • Frá upphafi: 1400317

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 4777
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband