Maður líttu þér nær.

 

Ekki skal ég gera lítið úr þörfinni á réttarbótum í Afganistan, tel samt að svertan í dómskerfinu þar sé afleiðing en ekki orsök, afleiðing af hugsunarhætti sem þarf að breytast.  Og vonandi mun einhvern tímann birta til þar í landi miðaldamyrkursins.

En svona fyrirsögn er eiginlega háð í landi þar sem almenningur var rændur og fáir hafa þurft að svara til saka aðrir en súpuþjófar.

Jú, og einn og einn handlangari.

 

Af hverju er ekki búið að ákæra þá sem skipulögðu sparisjóðsfléttuna, þegar fé án hirðis var græðgivætt.  Af hverju er ekki búið  að ákæra handlangarana, ef hverju hefur ekki reynt á friðhelgi Péturs Blöndal????

Af hverju hafa þeir ekki verið ákærðir sem miskunnarlaust þögguðu niður alla gagnrýni á þjófakerfið sem við kennum við útrásina.

Af hverju er ekki búið að ákæra þá sem sviku undir sig stöndugu fyrirtæki og fóru ránshendi um sjóði þeirra og eigur svo skuldsett skelin var ein eftir.  Af hverju ganga margir af þessum þjófum um eins og fínir menn og slá um sig peninga, kallandi sig fjárfesta.  Ef það má, er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskráarinnar að sá sem fjármagnar eiturlyfjasölu geti ekki líka kallað sig fjárfesta, fjármagnað prófkjör og tryggt sínum mönnum þingsæti???  

Eða fjárfesta samkvæmt fjárfestingarleið Seðlabankans.

 

Af hverju má þetta??, hér ríkir ekki miðaldarmyrkur!!!

Hvers vegna fjalla íslenskir fjölmiðlar aðeins um það sem miður fer í Fjarskaistan, og það er ekki gilt svar að þeir hafa ekki fréttamenn á Mars??

Er það vegna tengsla eiganda þeirra við Ránið mikla, voru eigendur þeirra kannski gerendur í því ráni???

 

Vantar lög og réttarheimild segja sumir.

Gott og vel, í Egyptalandi gerðu dómarar uppreisn gegn spilltum stjórnmálaflokki sem ætlaði að stjórna í skjóli rangra laga.  Af hverju gera íslenskir dómarar ekki sömu uppreisn.

Af hverju er ekki gefin út ákæra á hendur þessum spilltu þingmönnum sem láta það ógert að Ránið mikla sé rannsakað til hlítar, til að hlífa sér og sínum???

Það er ekkert sjálfsagt við það að þjóðarrán sé þaggað niður.

Og dómskerfi sem þegir er jafnsekt og sú synd sem er hundsuð.

 

Dómskerfi okkar hefur algjörlega brugðist, það er samdauna þeirri spillingarhefð sem viðgengist hefur í stjórnmálum og fjármálalífi landsins mörg undanfarin ár.

Það þarf líka samstillt átak hinna þriggja grunnstoða lýðræðisins, þings, framkvæmdar og dóms, til að hægt sé að ræna heila þjóð í dagsbirtu í allra augsýn.

Þjóðarrán gerist ekki bara af sjálfu sér, alltí einu, óvart líkt og skilja má á gerendum Hrunsins.  Það má vel vera að þeir séu bjánaprik upp til hópa, en svo miklir bjánar eru þeir ekki að þeir hafi óvart sett heila þjóð á hausinn.

Og það er ekkert óvart við það að neita síðan þjóðinni um réttlæti. 

 

Hvað þá að þeir hafi óvart  samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um eilífðarskuldaþrælkun þjóðarinnar eftir Hrun.

Þúsund milljarða snjóhengjan er ekki óvart að falla á þjóðina.

Óvart kom ekkert við sögu þegar heimilum landsins var neitað um sanngjarna leiðréttingu skulda sinna.

Óvart kemur hvergi við sögu nema í huga hinna auðtrúu sem fylgja sínum flokkum og sínum leiðtogum í blindni flokkstryggðarinnar eftir glapstigum rána og rupls, spillingar og svívirðu allt til þeirrar Heljar þar sem ekkert mannlíf þrífst.  Og þá ekki að þeir fylgi þeim óvart, heldur er óvart orðið sem þeir nota til að réttlæta hundstryggðina.

Í þeirra huga er óvart töfraorð sem útskýrir allt.  

 

Nei, við Íslendingar ættum að líta okkur nær.

Margt er að út í hinum stóra heimi, og margt er mannannamein í Fjarskaistan og víðar í Vetrarbrautinni.

En það er mikið að hjá okkur.   Mjög mikið.

 

Við vorum rænd og ræningjarnir komast upp með það.  Þeir héldu völdum sínum, áhrifum, og í dag eru þeir að kreista síðasta blóðdropann úr almenningi með verðtryggingunni og ofurvöxtum sínum.

Stjórnmálleppar þeirra skiptu aðeins um andlit en í raun er þetta sami maðurinn.  Annað getur ekki skýrt hinn eintóna málflutning og hina algjöra firringu gagnvart þeim þjáningum og níðingsskap sem grasserar út allt samfélagið.

 

Þjóðin vær rænd, hún var svívirt, henni var nauðgað.  

Gerendurnir ganga lausir.

Dómskerfið hefur brugðist almenning.

 

Á Íslandi, ekki í Afganistan.

Og það er tími til kominn að það sé sagt frá því.

 

Tæpitungulaust.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Dómskerfið bregst afgönskum konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 86
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 5625
  • Frá upphafi: 1400382

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 4835
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband