Hvað er að fólki???

 

Í öllu kerfinu???

Vísar hver á annan, vanti skilvirk úrræði og svo framvegis.

Samt tekur vinnslustöðin á móti mjólkinni.

Samt horfa eftirlitsaðilar á svo yfirgengilegan sóðaskap að fáheyrð dæmi eru þar um.

Og það gerir enginn neitt.

Neytendur fá mjólkina, dýrunum er misþyrmt og málið látið dankast.

Á 21. öldinni.

 

Eignarréttur er ekki  heilagur, ef lög segja svo til um þá þarf að breyta þeim.  

En það afsakar ekki aðgerðaleysi í svona málum, mönnum ber að stöðva ósómann.

 

Það er ekkert, ekkert sem réttlætir þetta.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta er hörmulegt mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þetta er yfirgengilegt og það er ekki mikill metnaðurinn hjá þessum bónda,ætti að skammast sín fyrir að bjóða kúnnum upp á þvílíka viðurstyggð því ég veit að kúnnum líkar þetta engan veginn,því þær vilja hafa hreint og þrifalegt í kringum sig.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.12.2012 kl. 22:12

2 identicon

Því miður  Ómar virðist það vera sameiginlegt með suma bændurna og fjórflokkinn. Þeir geta komist upp með allt sem þeim sýnist  og réttur þeirra til dýrahalds gengur fram fyrir öll dýravernduarlög vegna þess að viðkomandi er bóndi. Því miður er þetta ekkert einstakt. Áður hafa byrst fréttir af bændum sem illa halda á sínum búfénaði án þess að nokkur geti gert neitt. Til hvers eru þessar rándýru eftirlitsstofnanir ef ekkert er hægt að gera nema veiat "Áminningu" Svo er það bara hundsað og haldið áfram vegna réttar sem eigenda dýranna. Sem betur fer er þetta undantekning, því flestir bændur hér á landi er annt um dýrin sín. Hinir sem koma svona fram, eiga skylirðislaust að vera sviptir þeim rétti að vera titlaðir "Bóndi" og búi þeirra brugðið. Búnir að missa þann rétt að halda dýr. Svo einfalt er nú það.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 00:09

3 identicon

Sæll Ómar

Þarna er greinilega eitthvað mikið að og spurning um andlega heilsu bónda.

Hvað afurðastöðina varðar þá er send inn 1 flokks mjólk frá þessum búum. afurðastöðin hefur ekki forsendur til að hætta að taka við mjólkinni meðan svo er.Búin líka með gild mjólkursöluleifi frá MAST. Það er alltaf tekið sýni til rannsóknar úr hverjum tank áður en mjólkin er tekin. Það eru líka ákveðnar kröfur um hitastig mjólkur þegar hún er tekin.

Afurðastöðin greiðir fyrir mjólkina eftir þessum sínum, eftir efnainnihaldi. Prótein, fitu. Flokkun: 1 flokkur úrval eða 1 flokkur eða mjólk er felld í 2 og verðfelld. Flokkun fer eftir frumutölu og líftölu í mjólkinni. Ef frumutala hækkar óeðlilega milli ferða eða mjólk fellur Þá sendir afurðastöðin mann eða hefur samband við bónda og kannar hvað hefur gerst.

Varðandi mjólkina frá þessum bæjum þá mælir mjaltaþjónninn mjólkina og hendir frá mjólk sem er ekki hæf til manneldis.

Hér er það Matvælastofnun MAST sem klikkar alveg, þetta er allveg í þeirra höndum að hleipa þessum búum svona langt. Þeir eiga að vera löngu búnir að stoppa þetta.

önnur spurning varðandi MAST er það ekki brot á trúnaði að birta myndir af vettvangi? Ekki birtir heilbrigðisstarfsfólk myndir af sínum vettfangi og sér það eflaust margt...

Kveðja úr búskapnum Hólmar

Hólmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 01:04

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek undir með Hólmari, þarna klikkar MAST. Þetta ástand er ekki að byrja núna á þessum bæ, hefur staðið yfir um nokkurt skeið, að vitund MAST. Mjólkin sjálf hefur staðist heilbrigðisskoðun, en það er enginn mælikvarði á meðferð skepnanna, einungis staðfesting þess að mjaltaþjónar skila sínu verki.

Ekki ætla ég að gerast dómari um hvers vegna svo er komið á þessum bæ, en ljóst er að þarna er rekið verksmiðjubú á íslenskan mælikvarða, þó varla teldist það stórt út í heimi. Ástandið þarna minnir þó óneitanlega á myndir sem maður hefur séð frá þeim erlendu verksmiðjubúum. Það er því spurning hvort ástæðan liggi þar, að um of stórt bú sé að ræða. Við verðum, í allri umfjöllun um skepnuhald, að átta okkur á því að þarna er um lifandi skepnur að ræða, ekki vélar. Því gilda allt önnur rök um hagkvæmni slíks rekstrar en fyrirtækja sem byggja sína afkomu á einhverju véladrasli sem hægt er að stoppa og setja í geymslu þegar henntar.

Aðalmálið er þó það að MAST vissi um ástandið þarna og átti að vera búið að taka á því fyrir löngu. Sú stofnun á ekki að bíða með aðgerðir svo lengi að þeir geti tekið myndir af ástandinu og sett til fréttamiðla, myndir sem eru svo stuðandi að fólk fyllist viðbjóð. Þeir hafa vald til að grípa inní löngu fyrr og það vald á stofnunin að nota.  Það er spurning hverjar ástæður liggja að baki þess að stofnunin lætur málið ganga svo langt, hverjar ástæður þess eru að stofnunin lætur þarna óátalið skelfingarástand um langann tíma og svo þegar þar er orðið með öllu ófært, þá er mætt á staðinn með myndavélar og myndir sendar fréttamiðlum. Það getur varla verið verkefni stofnunarinnar að vinna með þessum hætti, hún á að grípa inní mun fyrr, strax og séð er að skepnur búa ekki við viðunnandi aðstöðu!

Sumir hafa reynt að afsaka þetta mál og reyndar fleiri mál af sama toga, með því að eitthvað sé að hjá þeim bændum sem hafa orðið uppvísir að slíkum óhæfum, að líkamlegt eða andlegt ástand þeirra sé ekki í lagi. Auðvitað hlýtur eitthvað að vera að þeim sem svona hluti gera, enginn með fullu viti stunda slík óhæfuverk, en það er ekki afsökun heldur enn frekari ástæða til inngripa.

Sem betur fer eru mál sem þessi fá hér á Íslandi, ólíkt því sem þekkist víða erlendis. En það er sama hversu fá þau eru, það afsakar enginn að sú stofnun sem ber ábyrgð á að þessi mál séu í lagi, skuli láta viðgangast um langann tíma svona ástand, vitandi um það!!

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2012 kl. 07:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Guðmundur.  Ég er mikið sammála þér, það líður engri skepnu vel við svona aðstæður og það hefur eitthvað mikið misfarist á þessu býli.

Blessaður Sigurður, þetta er svo einfalt, eignarréttur réttlætir ekki allt, hvorki rán á þjóð eða illa meðferð á skepnum.

Mér datt það sama í hug Hólmar, að þarna þyrfti ekki bara að grípa inní í sambandi við umgengni, það þyrfti líka að veita fólki hjálp.  

En varðandi vinnuganginn þá finnst mér þarna ekki verið að brjóta trúnað, þetta er of yfirgengilegt til þess.  Ég játa að ég þekki ekki til í fjósum, hef sjaldan komið þar þó nógu oft til að vita að fjósalykt er góð lykt og það er hreinlega gefandi að koma inní hreinlegt og snyrtilegt fjós þar sem kýrnar jórtra sællega í básum sínum.  En mér er það óskiljanlegt hvernig hægt er að koma ómengaðri mjólk á tank við þessar aðstæður og sjálfsagt þyrfti að segja mér það mjög oft áður en ég skildi.

Hinsvegar er ég með það á hreinu að þegar mjólkurbílstjórinn verður var við svona yfirgengilegan sóðaskap þá á kaupandi mjólkurinnar að grípa inní og neita að taka við mjólkinni, hann myndi gera það ef það væri samkeppni og neytandinn gæti snúið sér annað.

Reyndar finnst mér hlutur mjólkursamlagsins alvarlegastur, líklegast fatta þeir ekki lítilsvirðinguna gagnvart neytandanum  en það er samt varla afsökun. 

Þeir áttu að grípa inní og þeir þurfa virkilega að skýra mál sitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2012 kl. 08:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Vil taka undir allt sem þú segir hér að ofan og mig langar að hnykkja á einu.

Þetta mál er lítil birtingarmynd ómennskunnar sem veður uppi í heiminum í dag í skjóli þeirrar siðblindu og illsku sem við kennum við frjálshyggju.

Illsku sem segir að þú megir allt ef þú aðeins græðir.

Þar er meinið, þar er háskinn, og fólgin feigð mannsins ef við kveðum ekki þennan draug nítjándu aldar í kútinn áður en hann hefur afskræmt allt mannlíf.

Rót vandans er alltaf sú sama.

Siðlaus græðgi og sérhyggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.12.2012 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 1244
  • Frá upphafi: 1412798

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1094
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband