9.12.2012 | 10:01
Múgsefjun.
Múgsefjun er þekkt valdatæki hagsmuna og ráðandi afla til að ná fram markmiðum sínum.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur aðeins eitt markmið, og það er að koma landinu í Evrópusambandið með illu.
Kostunaraðilar hennar, fjármagnið, sem til dæmis vill fá sína 1.000 milljarða refjalaust með því að krónum þeirra verði breytt í evruskuldabréf útgefið af Seðlabanka Íslands, hugnast vel þetta áform því Evrópusambandið hefur sýnt sig taka sterka stöðu með fjármagnseigendum gegn almenningi í fjármálakreppunni sem skall á haustið 2008.
Vandinn er að það er mjög öflug andstaða við þetta áform meðal þjóðarinnar og það hefur vantað hita í stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar um þessa aðild. Enda dálítið erfitt að peppa fólk upp með evrunni eða stöðu efnahagsmála í Evrópusambandinu þegar næstum hver einasti leiðtogafundur sambandsins endar með þeirri túlkun að ef þetta verður ekki samþykkt þá mun evran hrynja, fjármálakerfið hrynja, kreppan mikla verður hjóm eitt eða þegar allt annað þrýtur, "endalok" Evrópu.
Það hefur þurft einhver önnur mál, nærtækari til að skapa hina réttu stemmingu. Stjórnarskráin og aðförin að landsbyggðinni er dæmi um slík mál. Og framsetning þeirra mála bera öll einkenni múgsefjunar.
Múgsefjun er þegar hópur fólks er sviptur ráði og rænu með því að rökhyggja þess er tekin úr sambandi með slagorðum, sem höfða til tilfinninga eða hið "frumstæða" sem býr í okkur blessuðum manninum, með því markmiði að fá það til að gera eitthvað sem það ella gerði ekki sem sjálfstæðir hugsandi einstaklingar. Múgsefjun er hópstjórnunartæki og sem slík þarf hún ekki að vera neikvæð, það er til dæmis hægt að skapa slíka sefjun í kringum safnanir í þágu góðra málefna eða kringum föðurlandsást þegar sótt er að landi, og svo framvegis.
En þegar múgsefjun er tengd við áreiti gagnvart öðrum hóp eða málstað eða landi eða þjóðum og þá í þjónustu einhvers kaldrifjaðs málstaðar, sem valdatæki, þá getur hún verið skelfileg og haft hörmulegar afleiðingar.
Við þekkjum galdraofsóknirnar, krossferðirnar, gyðingaofsóknir, ofsóknir gegn fólki sem átti eitthvað í löndum kommúnista og svo framvegis.
Múgsefjun náði nýjum hæðum í Þýskalandi á dögum nasista, heil þjóð var heilaþvegin til að níðast á nágrönnum sínum, jafnt innan lands og utan, og fyllt slíku stórmennskubrjálæði að hún ætlaði ráða Evrópu og undiroka og þrælka fólk og þjóðir sjálfri sér til hagsbóta. Stórmennskubrjálæði sem endaði náttúrulega í rjúkandi rústum.
Ekki síðri og miklu lúmskari var múgsefjun sú sem fylgdi trúnni á draumaríki Stalíns. Í huga sér bjó fólk til ímynd um himnaríki á jörðu, og það truflaði það ekkert þó raunveruleikinn var algjör andstæða þess himnaríkis. Trúin var svo sterk að menn réttlættu fjöldamorð, algjöra kúgun, arðrán og í raun allt það sem upphaflega hvatti menn til að fylkja sér um kommúnismann. Heilaþvotturinn var svo mikill að sumir fangarnir í Gulaginu þurftu ekki verði því þeir voru í vinnu fyrir Stalín, við að byggja upp hið sósíalíska draumaríki.
Svipuð múgæsing virðist vera myndast kringum Evrópusambandið hér á Íslandi, raunveruleikinn er ekkert að trufla fólk. "Evran, ó þessl blessuð evra, hve allt verður gott þegar við tökum hana upp". Og svo framvegis sem ég ætla ekki að rekja hér þó það verður vonandi síðar gert.
Þó er Evruevrópusinninn ekki það viti firrtur að hann geri sér ekki grein fyrir að það þarf innvígða til að skilja trú hans, fjöldinn þarf annað mál til að sefjast um.
Í þröngri stöðu valdi hann stjórnarskrána, vegna þess að einhverjum snillingi datt í hug að það væri hægt að hengja langan valdakafla Sjálfstæðisflokksins, frá 1991 á hana. Fólk myndi ekki sjá samhengi milli úrslita kosninga og valda Sjálfstæðisflokksins, þingræðið er tryggt í stjórnarskránni og því hlýtur Hrunið að vera stjórnarskránni að kenna og þar með losnum við Sjálfstæðisflokkinn og nýtt Hrun ef við breytum stjórnarskránni. Í sjálfu sér ekki órökréttara en að kenna gyðingum um allt sem miður fer í heiminum. Þeir drápu jú Krist.
Vissulega er þetta gjörsamlega út úr kú, en órökrétt tengsl er forsenda neikvæðrar múgæsingar, þegar valdhafi vill vekja upp andúð eða ofsóknir, og til að skilja heimskuna, þá dugar ekki að segja, þetta er heimskt, það búa engin rök að baki sem standast skoðun, heldur verður maður að setja sig í hugmyndaheim hins múgsefjaða til að skilja atburðarrásina.
Og þá verður hið óskiljanlega alltí einu skiljanlegt.
Á feisinu var vakin athygli mín á grein eftir Örn Bárð Jónsson, sem er í stjórnlagaráði að mig minnir. Greinin heitir Úrtölufólkið og spýjan, og meikar engan sens fyrir fullvita fólk, ekki nema maður setji sig inní rökheim hins múgsefjaða, og skilji þá þann áróður sem valdahafinn eða hagsmunir hinna 1.000 milljarða mata hann á.
Ég vil taka það fram að það er ekkert að því að endurskoða stjórnarskrá, eða skipta um stjórnarskrá, stjórnskipan eða annað. Í lýðræðisríki þarf sátt um slíkar breytingar, og það þarf að viðhafa ákveðin fagleg vinnubrögð því stjórnarskráin er grunnur annarrar löggjafar. Eins er mjög mikilvægt að setja ekki almenn atriði í stjórnarskrá sem framkvæmdarvald á hverjum tíma er ókleyft að standa við, eins og að allir eigi að vera fallegir eða góðir eða ríkir, slíkt gjaldfellir hana og skaðar þar með mikilvæg grunnatriði eins og rétt fólk til lífs og lima, tjáningar eða vera ekki beitt mismunun vegna trúar, kynferðis eða annars sem tendensi er til að mismuna fólki með.
Núverandi stjórnarskráarferli hefur fengið á sig réttmæta gagnrýni vegna vinnubragða, sem og innihalds. Gagnrýni sem menn bregðast við með rökum í lýðræðisþjóðfélagi. Til dæmis halda stjórnarskráarliða því fram að gagnrýni innanlands sé óréttmæt, treysta sér samt ekki til að mæta henni með rökum, en vísa á erlenda sérfræðinga sem hafa hrósað tillögum þeirra. Þá liggur það í hlutarins eðli að fá þessa erlendu sérfræðinga til landsins og ræða málin á málþingi, eða skrifa greinar um þeirra sýn, eða annað sem kallast rökræða.
En það örlar ekki á slíku viðhorfi í grein Arnars, enda ekki hugsuð sem innlegg í rökræðu. Það er aðeins höfða til tilfinninga, til andúðar á gyðingum Íslands, sjálfstæðismönnum sem allir telja sig mega hjóla í með óbótaskömmum,og það er peppun um eitthvað sögulegt hlutverk.
"Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar.
Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt
ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara.
Höldum för okkar áfram".
Ég sé til dæmis ekki neina nýja framtíð í að jafnvæginu milli landsbyggðar og höfuðborgar sé raskað, ekki það að mér er gott sama um jafnan atkvæðisrétt, en ég sé ekki tilganginn í að kjósa til Alþingis höfuðborgarsvæðisins. Í anda lýðræðis vil ég þriðja stjórnsýslustigið, valddreifingu. Í mínum huga eru tillögur stjórnlagaráðs aftur á bak, ekki fram á við, og þær þarfnast miklu meiri umræðu.
Og það er líklegast það eina jákvæða sem hægt er að segja um þann flumbrugang sem átt hefur sér stað í þessu máli öllu, að hann skapar umræðu.
Sem út af fyrir sig ef tilgangurinn væri sá að breyta stjórnarskránni, en ekki að flýta fyrir innlimun landsins í draumaríki evrunnar og tryggja um leið algjör yfirráð fjármagns yfir landi og lýð um ókomna framtíð.
Því svona múgsefjun þjónar aðeins tilgangi kostunaraðilans, sem er ekki þjóðin, heldur þeir sem rændu hana og rupluðu, og vilja tryggja núna ránsfeng sinn.
Það skýrir múgsefjunina, það skýrir múgæsinguna.
Og það sorglega í málinu öllu er að margt fólk sem virkilega vill í hjarta sínu Nýtt og betra Ísland, þar sem almúginn er ekki fótum troðinn af skítugu fjármagni braskara og auðræningja, að það hefur látið glepjast.
Það heldur að það sé að berjast fyrir einhverju góðu en í raun er það byggingarverkamenn fyrir nýju Gulagi, ekki Stalíns líkt og margir á síðustu öld sem dreymdi um betri heim, heldur fjármagnsins.
Múgsefjun er nefnilega máttugt verkfæri.
Og við sem virkilega viljum ekki sjá framtíð barna okkar í þjóðfélagi skuldaþrælsins, verðum að átta okkur á hvernig henni er beitt í þágu fjármagns og valda auðstéttarinnar sem fer núna rænandi og ruplandi um lendur hins vestræna heims.
Látum ekki glepjast, látum ekki plata okkur.
Það er alltof mikið í húfi, sjálf framtíð barna okkar.
Við eigum líf sem þarf að vernda.
Kveðja að austan.
Fyrsta málið eftir jólaleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með illu skal okkur komið þangað, já Ómar, varla einu sinni sjens það verði kannski með góðu, slíkur er yfirgangurinn. Með sinni múgsefjun skal þeim samt ekki takast ætlunarverkið. Við unnum ICESAVE og hljótum að vinna þetta með þorra þjóðarinnar.
Elle_, 9.12.2012 kl. 21:38
Ætla að taka það fram að ég var ekki að gera lítið úr múgsefjun sem hættulegu valdatæki og verkfæri, Ómar. Við verðum sannarlega að vara okkur á því og ættum að muna hvað margir letu glepjast frá ICESAVE2 í ICESAVE3 eftir allan blekkinga- og lygaáróðurinn af völdum þessa siðvillta fólks sem þú talar um.
Elle_, 10.12.2012 kl. 15:28
Blessuð Elle.
Múgsefjun er hættulegt vopn, við sjáum það á mörgu af því góða fólki sem barðist gegn ICEsave, það er nú komið í samstarf við böðla þjóðarinnar í stjórnarskráar málinu því það heldur að það sé að berja á Sjálfstæðisflokknum.
Þetta er ein snilld múgsefjunarinnar, að tengja saman tvö óskyld mál, að tengja andúð hóps við þau markmið sem þú ætlar að ná.
Og tilgangur böðlanna er að geta haldið áfram með böðulsverk sín, ICEsave 4, ESB, evra, skuldaþrælkun barna okkar, nefndu það bara.
Og fólk sér ekki í gegnum blekkingarhjúpinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2012 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.