8.12.2012 | 21:55
Er hérahjarta í komminsara Evrópusambandsins???
Eða er þetta enn ein hótunin??
"Ef þið hlýðið ekki þá fer ég og þá er enga hjálp að fá úr sjóðum Brussel". En Brussel sjóðir hafa haldið ítalska bankakerfinu gangandi.
Sjáum hvað setur en líran er valkostur Belusconi, sú hótun ætti að temja valdið.
Allavega er enn einn draminn í uppsiglingu á Ítalíu og það eina sem er fréttnæmt við það er að núna þykir engum athugavert við bein afskipti ESB af innanríkismálum aðildarlanda sinna.
Og það þurfti ekki einu sinni skriðdreka til.
Er evran orðin ógn við vopnaiðnaðinn???
Kveðja að austan.
Monti ætlar að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 786
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé rétt til getið að Berlusconi sé eini forsætisráðherra Ítalíu sem hefur haldið saman ríkisstjórn heilt kjörtímabil þ.e. 4 ár síðan í lok seinni heimstyrjaldar. Vonandi leiðréttir mig einhver ef ég fer með rangt mál. Ef ég fer með rétt er þá ekki Berlusconi réttur maður á réttum stað á réttum tíma.
Síðan má alltaf hugsa um hver græðir á vopnasölunni??? Allavega eru það ekki þeir almennu borgarar sem láta lífið..
jóhanna (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 22:43
Berlusconi er svikari.
c (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 02:17
Þú segir það c, ég hélt að hann væri í ágætu sambandi við yfirmenn sína enda yrði honum ekki vært ef tæki upp á því að svíkja.
Blessuð jóhanna, þetta með vopnin var bara létt háð um að það þyrfti ekki skriðdreka til að leggja undir sig þjóðir og ræna þær og rupla líkt og Þjóðverjar gera núna í krafti evrunnar.
En Berlusconi er klókur, það vinnur ekki hver sem er sig upp úr því að syngja fyrir gamla konur um borði í skemmtiferðaskipum uppí að verða einn af ríkustu mönnum Evrópu.
Það voru margir tilkallaðir en aðeins einn útvalinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.12.2012 kl. 12:11
Auðvitað var ég meðvituð um háðið.
En mér er hjartans alvara með mína skoðun á Berlusconi. Það fara ekki margir í "fötin hans".
Gjarnan má hann velgja undir uggum Merkel&co. Ekki græt ég það. kveðja.
jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 16:33
Einar Björn Björnsson á gott blogg um það sem gæti gerst á Ítalíu, mjög fróðlegt að lesa það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.12.2012 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.