8.12.2012 | 08:49
Verður 2013 árið sem allt hrundi??
Hagvaxtaspá hefur verið endurskoðuð fyrir Þýskalandi, hagvaxtaspá hefur verið endurskoðuð fyrir Svíþjóð, hagvaxtaspá hefur verið endurskoðuð fyrir Bretland.
Og evrusvæðið er í kreppu sem enginn sér fyrir endann á nema þeir sem þiggja laun eða hafa aðra hagsmuni af því að ljúga til um ástandið.
Hér á Íslandi tala menn um hagvöxt.
Vinstri flokkarnir og Sjálfstæðisflokkurinn ætla í gegnum kosningabaráttuna með fögrum loforðum um hvað þeir ætla að gera fyrir þennan meinta hagvöxt.
Niðurskurðurinn er búinn segja vinstriflokkarnir, núna ætlum við að fara að byggja upp, við ætlum að treysta innviðina á ný, við ætlum að fjárfesta hér og þar, við ætlum að láta hagvöxtinn leiðrétta skuldastöðu heimilanna.
Meðal annars ætlum við að fjárfesta fyrir allan arðinn af fiskveiðiauðlindinn sem við fáum af nýja veiðileyfagjaldinu.
Sjálfstæðisflokkurinn lofar ennþá betur.
Hann ætlar að lækka skatta (sem í sumum tilvikum er ákaflega skynsöm leið) til að örva hagvöxt, hann ætlar að fjárfesta í stórframkvæmdum, og fyrir allan hinn meinta arð af hagvextinum ætlar hann að ná jafnvægi í ríkisfjármálin, reka ríkissjóð á núlli, og það líklegast strax á næst ári ef marka má formann flokksins.
Hagvöxturinn á að laga skuldastöðu heimilanna.
Líklegast á hagvöxturinn að borga upp evruskuldabréfið sem á að nota til að greiða út krónueigendur. Ég segi líklegast vegna þess að ekki verður annað skilið á foringjunum tveimur, Bjarna og Hönnu Birnu, en það er til vitiborið fólk innan flokksins sem vill takast á við snjóhengjuna á þann hátt að þjóðfélagið fari ekki beint á hausinn. En þetta fólk er í algjörum minnihluta innan flokksins í dag.
Um þetta snýst stjórnmálabaráttan á Íslandi í dag. Hvað á að gera við hinn meinta hagvöxt??
Ekki verður séð að nokkur hafi efasemdir um að það verði yfir höfuð hagvöxtur, að hagkerfið okkar lúti sömu lögmálum og önnur hagkerfi vestrænna þjóða.
Vegna hagvaxtartrúarinnar eru raunveruleg vandamál þjóðarinnar ekki rædd, skuldamál heimilanna og snjóhengjan virðast eiga leysa sig sjálf þegar gullið streymir inn.
Samt færa sterk rök fyrir því að bæði þessi mál séu svokölluð grunnmál, að verði þau ekki leyst þá verður ekki vöxtur og viðgangur í samfélaginu. Þetta er svona líkt og að glíma við fúa í þriggja hæða húsi og einskorða viðgerðirnar við aðra hæðina.
Umræðan um veiðileyfagjaldið er á svipuðum nótum, það er rifist um skattprósentuna og þá reiknaður gróði út frá góðæri síðustu ára í sjávarútveginum. En þegar veiddur fiskur er ekki veiddur aftur. Markaðsaðstæður sem voru þurfa ekki að vera markaðsaðstæður sem verða.
Og það er ljóst að miðað við skuldsetningu sjávarútvegsins þá ættu menn frekar að hafa áhyggjur af rekstrargrundvelli hans á næstu árum, ekki hvað hægt er að kreista mikið góðærisfé út úr honum. En það kallast skynsemi sem gerir kröfu um vitiborið fólk en það virðist ekki fara mikið fyrir því á Alþingi í dag.
Þess vegna spyr ég er árið 2013 árið sem allt hrundi???
Það er þekkt úr kreppunni miklu að fyrst eftir hrunið 1929 að þá virtust hagkerfi vestrænna þjóða taka við sér fyrst á eftir, hið eiginlega hrun kom ekki fyrr en 1931. Þá hrundi allt, fyrst og fremst vegna þess að ekki var tekist á við strúktúrvandann sem olli kreppunni og menn réðu ekki við kreppuhegðun almennings og fyrirtækja.
Hér á Íslandi hefur ekki verið tekist á við grunnvandamál hagkerfisins sem er of mikil skuldsetning heimila og fyrirtækja, það sem hefur verið gert er of lítið og of seint. Og við búum við strúktúrvanda sem eykur stöðugt skuldir. Bæði er það verðtryggingin og glórulaus vaxtastefna.
Það er aðeins ein skýring á að kerfið er ekki komið í þrot og það er góðærið í útflutningnum. Og það góðæri er á enda.
Hvað þá????
Stjórnmálamenn okkar virðast lifa í eigin heimi, eða þeir hafa þá ekki burði til að skilja eðli vandans og þarað leiðir hafa þeir ekkert fram að færa sem gæti tekist á við hann. Á þessu eru vissulegar undantekningar, en þær eru áhrifalitlar á Alþingi í dag.
Fjölmiðlar okkar, að Morgunblaðinu undanskildu, þjóna hagsmunum manna sem hafa hag af vanda þjóðarinnar. Þeim hugnast skuldarányrkjan og þeir gráta ekki gjaldþrot þjóðarinnar.
Það er því ekkert útlit fyrir að einhver vitræn umræða eigi sér stað um vanda þjóðarinnar.
Og hvernig er hægt að leysa vanda sem er ekki ræddur???
Þess vegna spyr ég, mun allt hrynja á næsta ári???
Ég óttast það, það þarf þá eitthvað mikið að breytast innan Sjálfstæðisflokksins sem mun stjórna landinu eftir næstu kosningar.
Það er alltaf von, jafnvel fram yfir dauða, menn hafa verið endurlífgaðir.
Það sama gildir um þjóðfélög, það gæti alltaf dottið í mæður að vilja vernda framtíð barna sinna.
Að verja líf þeirra og limi.
Þær eiga verðugan fulltrúa í Lilju Mósesdóttur, fylki þær sér um hana, þá neyðast karlarnir til að gera eitthvað til að halda völdum sínum.
Í því liggur von þjóðarinnar. En hún er ekki mikil.
Konur eru vanar að elta karlana í stríð þeirra og átök, útí foræði heimsku og valdabrölts. Jarða síðan börnin sín, byggja upp úr rústunum. Fæða og klæða. Elta svo karlana aftur útí næsta valdabrölt sitt.
Það er ekki bjart framundan, við skulum bara viðurkenna það.
En það er von, og sú von lifir.
Það er ekkert búð fyrr en það er búið.
Kveðja að austan.
Erfitt ár fyrir fiskvinnslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 6
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1412772
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1477
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margt til í þessu hjá þér Ómar. Það er einmitt þessi loforðaflaumur sem allir eiga að vita að hafa ekki við nein rök að styðjast. Hvar á að taka peninga, þessa raunverulegu ekki pappírshismið sem er einskis virði. Hér þarf virkilega stefnubreytingu og gott að hafa hana í anda hinnar hagsýnu húsmóður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 13:31
Líst vel á að láta hagsýnu húsmóðurina stjórna.Það er hægt að gera heilmikið til að auðga atvinnulífið.Mér dettur í hug að byggja við áliðnaðinn.Þá er ég ekki að tala um fleiri álver heldur kapalverksmiðju og fleira é þeim dúr.Það er möguleiki að reisa verksmiðjur sem fullvinna fiskafurðir.Það þarf að gerast í samvinnu við matvælaframleiðendur erlendis frá sem eru búin að vinna markað.'eg er að tala um verksmiðjur sem nýta þekkingu(sjálfvirkni) þeirra fyrirtækja hérlendis sem hafa verið að þróa fiskvinnsluvélar og selt úr landi.Og miklu miklu fleira.Hvað með Fjármagn?Fá það erlenda fjárfesta.Okkur vantar fjármagn inn í landið.Hvernig lýst húsmóðurinni á þetta
josef asmundsson (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 16:03
Hagsýnu húsmóðurinni lýst vel á það að geta nýtt allt sem hægt er að nýta, helst henda engu, en að þróa áfram allt sem hægt er að þróa og gera út pening, á hvaða leveli sem það er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 18:59
Sæll.
Já, vel má vera að árið 2013 verði árið sem allt hrynur - spurningin er hins vegar hve langt stjórnmálaelítan vill ganga til að halda þessu gangandi.
Það er hins vegar tiltölulega einfald að vinda ofan af þessari kreppu, raunverulegur vöxtur gæti verið kominn í hagkerfi heimsins eftir um 2 ár ef stjórnmálaelítan vissi hvað gera skyldi - gott sögulegt dæmi er til því til sönnunar. Það þarf annan Harding til að snúa málum við.
Segja þarf upp þúsundum opinberra starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum og lækka skatta verulega. Minni á að árunum 1991 - 2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Þessi skattalækkun jók tekjur ríkissjóðs, þær þrefölduðust af þessum skattstofni á þessu tímabili. Hve mikið skyldi nú kaupmáttur launa hafa hækkað á þessu tímabili?
Helgi (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 06:39
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Við hyllum hina hagsýna húsmóður.
Helgi ég held að þú sért ekki ennþá búinn að átta þig að kenning þín hrundi haustið 2008, þessar meintu skatttekjur voru froða af froðu.
Það er ekkert samhengi milli lágra skatta og vaxtar, reyndar er það samhengi neikvætt, hagkerfi með lága skatta hafa aldrei náð að plumma sig, nema þau sem eru á krossgötum viðskipta eða eru staðsett ofaná gullnámu, hvort sem það er olía eða annað.
Eins er miðstýring forsenda samfélaga, einu þekkt samfélög í dag án miðstýringar eru mjög fámenn, og þrífast aðeins vegna þess að ekkert miðstýrt samfélag nennir í frumskógana til að eyða þeim. Eða allt þar til að skógarhöggið mikla hófst.
Hvað heldur þú að þessir þúsundir starfsmanna ríkis og sveitarfélaga séu að gera??? Klóra sér í rassinum???
Hins vegar er það rétt að ofsköttun er bein leið til að draga úr skatttekjum, ekki endalega með því að eyða efnahagsstarfsemi, heldur finnur hún sér leiðir fram hjá skattlagningarvaldinu. Og þeir ríkisstarfsmenn sem gera ekkert annað en að setja reglur, mega alveg missa sig.
En þá erum við að tala um að segja upp EES samningnum, og hver leggur það til í dag???'
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.12.2012 kl. 12:19
Tek undir þetta hjá þér Helgi með ríkisstarfsmennina.En fyrst þarf að vinda ofan af atvinnuleysinu,síðan halda því áfram jafnhliða fækkun ríkisstarfsmanna því ekki gengur að hafa þá bara á atvinnuleysisbótum.Áshildur ég var nú eiginlega að spyrja ómar en ágætt að þú tókst upp hanskann fyrir húsmóðurina.hefur þetta eitthvað með kynjahlutverk að gera.Finnst að við ættum bara að taka völdin í okkar hendur og redda málunum á íslandi.Datt í hug í búsáhaldabyltingunni að fara út í Sovét fyrirkomulagið og mynda ráð vörubílsstjóra og hjúkrunarkvenna en ég er alveg opinn fyrir öðru fyrirkomulagi.Áfram Ísland.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.12.2012 kl. 12:57
Já Jósef, við þurfum eiginlega að sameinast um að bjarga Íslandi úr höndum þjófa og ræningja, framtíðarinnar vegna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2012 kl. 14:56
Blessaður Josef, ég vissi ekki að þú teldir mig vera húsmóður en hagfræði er ekki flókin, það þarf aðeins að sá, hlú að og skapa bestu aðstæður fyrir nytjagróðurinn til að vaxa og dafna og þannig hámarkar þú uppskeruna.
Hagsýni, heilbrigð skynsemi og láta ekki isma plata sig.
Flóknara er það nú ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.12.2012 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.