6.12.2012 | 09:28
Er sjálfvirkt orsakasamhengi milli skattahækkana og hækkun skulda??
Svarið er augljóslega Nei, sjálfvirku tengslin eru milli hækkunar á vísitölum og lána, kallast verðtrygging. Verðtryggingin byggist ekki á skattavísitölu, heldur lánskjaravísitölu.
Til hvers er þá verið að blekkja svona fólk????
Skora keilur???, eða draga umræðuna frá hinum raunverulega vanda.
Sem er sjálfvirknin milli verðhækkana og hækkunar lána, vítahringur skulda og verðlags sem gengur að þjóðinni dauðri áður en yfir líkur.
Áður en lengra er haldið þá vil ég útskýra aðeins að líkindi eru ekki sama og bein tengsl. Það er líklegt að hækkun á vörugjaldi fari út í verðlag, en það fer eftir mati viðkomandi fyrirtækja á hvort markaðurinn taki við hækkuninni.
Eins geta hækkanir á bensíni eða áfengi, dregið úr kaupmætti á öðrum vörum, og hver eru þá viðbrögð þess sem lifir á því að selja viðkomandi vörur??? Til dæmis útsölur, tilboð og stundum hafa þau verið það öflug að vísitala hefur lækkað þvert á væntingar um hækkun hennar, einmitt vegna áðurnefndra skattahækkana.
Málin eru nefnilega miklu flóknari en svona einhliða framsetning Samtaka atvinnulífsins segir til um.
Svona einföldun er því áróður, ekki innlegg í þarfa umræðu um til hvers ósköpunum er verið að hækka skatta þegar um helmingur þjóðarinnar á í erfiðleikum með að ná enda saman.
Til hvers hækka menn skatta??? Er það ekki til að fá tekjur?? Hver er tekjuaukningin ef neysla dregst saman???? Erum við þá að sjá öfug áhrif???
Hvar eru þolmörkin og svo framvegis.
En vitræn umræða á bara ekki uppá pallborð þjóðarsálarinnar, hún er svag fyrir upphrópunum og lýðskrumi. Og uppsker eftir því, Hrun og rán. Og ennþá meira rán.
Þó eru til menn sem reyna að benda á hið augljósa að það er verðtryggingin sem hækkar lánin, og hana þarf að taka úr sambandi áður en það verður of seint.
Ég vil vitna í mætan hagfræðing, Ólaf Ísleifsson, sem virðist vera að koma úr skápi valdsins og tjá sig á sjálfstæðan og heiðarlegan hátt um þau vitglöp sem í gangi eru í dag.
Þetta hefur Ólafur að segja um verðtrygginguna.
"Við sjáum það að fyrir tilstilli verðtryggingarinnar hefur 400 milljörðum verið velt yfir á heimilin á tímabilinu frá hruni. Hvaðan eiga heimilin að taka þessa peninga á sama tíma og tekjur hafa verið að dragast saman, þegar atvinnuleysi hefur verið hér sem aldrei fyrr, fólk að flýja land og svo framvegis,".
Já, hvaðan eiga heimilin að taka þessa peninga??
Um þetta, ásamt snjóhengjunni, eiga íslensk stjórnmál að snúast í dag. Ekki um kvóta, ekki um stjórnarskrá, ekki um upphrópanir og gagnkvæmar svívirðingar, ekki um nein af þeim dægurmálum sem tröllríða þjóðmálaumræðunni.
Þetta er lykilmálin, misfarist okkur að finna á þeim viðunandi lausn, þá þarf ekkert að ræða önnur mál. Því þá höfum við ekkert um þau að segja.
Gjaldþrota beiningarþjóð hefur ekkert um sín innri mál að segja. Hún verður sögð til sveitar Evrópusambandsins, og stjórnað þaðan. Sem verstöð, sem auðlindagjafi.
En nútímasamfélag mun líða undir lok.
Og þeir sem eiga líf sem þarf að vernda, mega ekki láta slíkt ganga eftir.
Við þurfum að snúa bökum saman og losa okkur við hina síbullandi vitleysinga, losa okkur við lýðskrumarana, losa okkur við útsendara ESB og útsendara amerísku vogunarsjóðanna. Því allt þetta lið á aðeins einn tilgang, að þjóna húsbændum sínum, og þeir þjóna með því að láta umræðuna snúast um allt annað en hún á að snúast um.
Sem er aðeins stuðningur við eitt, hið ríkjandi ástand.
Sem er hin algjöra yfirtaka fjármagns á íslensku efnahagslífi, á íslensku þjóðlífi.
Því það er mikið í húfi.
Sjálf framtíð barna okkar.
Kveðja að austan.
Hækkar skuldir um 1.256 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.