6.12.2012 | 07:01
Er verið að svæfa okkur á verðinum???
Að blekkja okkur eins og var svo oft reynt í ICEsave deilunni.??
Það er sjálf framtíð þjóðarinnar sem er í húfi, hin mikla vá eins og Tryggvi Þór Herbertsson kallaði það í frábærri grein í Morgunblaðinu nýlega.
Það tóku fáir stjórnmálamenn undir með Tryggva. Þingmenn vinstriflokkana sögðu bara að Seðlabankinn ætti að sjá um þetta, Seðlabankinn sagði fátt, þó var haft eftir Má Guðmundssyni í Morgunblaðinu að vandinn væri ekki eins mikill og menn vildu vera láta og hinn mikli væntanlegi hagvöxtur (hann notaði töluna 3% í þessari frétt) myndi gera "endurfjármögnun!" evrulánanna vel mögulega. Að mörgu leiti notaði Már sömu frasana og hann notaði í ICEsave á sínum tíma.
"Ekkert mál, væntur hagvöxtur reddar öllu".
Fyrir utan óraunhæfar væntingar um hagvöxt sem hafa ekki gengið eftir (núverandi er loftbóla, byggður á eyðslu) þá er það köld framtíðarsýn að ætla sér að frysta lífskjör þjóðarinnar um ókomna tíð vegna krónubréfaeignar vogunarsjóða.
Innan Sjálfstæðisflokksins hefur aðeins Illugi Gunnarsson tekið undir málflutning Tryggva og hann hefur mælt með skiptigengi á hærra verði auk þess að greiða út eignir þrotabúanna í krónum.
Aðrir hafa eiginlega ekkert tjáð sig um þetta mál nema þá almennt og látið þá að með grósku í haga og blómstur í tún eftir valdatöku flokksins, að þá leysist öll svona mál farsællega.
Forysta Framsóknarflokksins gerir sér grein fyrir vandanum en flokkurinn er of lítill til að hafa mikil áhrif.
Út í þjóðfélaginu eru það hins vegar sérfræðingar fjármálafyrirtækjanna sem hafa haldið þessu máli lifandi og notið til þess stuðnings Morgunblaðsins.
Ruv þegir, auðmiðlarnir þegja.
Samt er hægt að merkja vaxandi þunga í umræðunni og þessi frétt Moggans bendir til að hún sé farin að hafa áhrif.
Það er stórmerkilegt að þingmönnum skyldi takast að ræða um fjárlög án þess að ræða þennan grunnvanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir. Það er ekkert sem bendir til að þeir geri sér almennt grein fyrir umfang vandans.
En það gæti verið að bak við tjöldin sé eitthvað í gangi, en sporin hræða.
Er verið að blekkja, er verið að slá á umræðuna.
Veit ekki en ekkert annað mál á að ræðast fyrr en lausn er komin.
Og það erum við sem eigum að sjá til þess.
Kveðja að austan.
Kröfuhafar hopa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:55 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er sá skilningur minn réttur að með skyndilagasetningunni 12. mars, 2012, hafi ákvörðunnarvald í málinu verið flutt frá alþingi og yfir til SÍ? M.ö.o. að fyrir 12. mars hefði þurft lög frá alþingi til þess að heimila þessar útgreiðslur.
Seiken (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 07:49
Þeir tala allavega þannig Seiken að valdið sé hjá Seðlabankanum. Og honum sé treyst, allavega rekur mig ekki minni til að þessari túlkun Jóhönnu hafi verið mótmælt þegar uppgjörið við þrotabúin kom til tals á Alþingi fyrir nokkrum dögum síðan.
En burtséð frá því hvort Seðlabankinn sé hæfur eður ei, segjum að þar sé einvalalið sem standi ístaðið, að þá er það algjör firring að ætla embættismönnum að marka stefnu í svona grundvallarmáli sem snertir ekki bara lífskjör þjóðarinnar, heldur einnig sjálfstæði. Þjóð sem á allt sitt undir endurfjármögnun skulda sinna, er ekki sjálfstæð þjóð. Það eru eigendur skuldanna sem stjórna líkt og er með stórskuldug fyrirtæki sem þurfa að semja um endurgreiðslur.
Þetta er atlaga að lýðræðinu og lýðræðislegum rétti þjóða til að stjórna sér sjálfar. Þjóðir eru ekki fyrirtæki og þjóðir eru ekki gerðar upp.
Þögn til dæmis Evrópuandstæðinga er stórfurðuleg því gangi þetta eftir eins og Seðlabankinn ætlaði, þá er innganga í ESB örugg, það verður einfaldlega eitt af skilyrðum markaðarins. Og við verðum ekki spurð frekar en aðrir hreppsómagar.
Þetta er ótrúlegt, ótrúleg strútshegðun sem hrjáir þjóðina og helstu máttarstólpa hennar. Að andófið skuli koma frá tiltölulega ungum mönnum innan fjármálageirans, bakkað upp af ungum mönnum á viðskiptablaði Morgunblaðsins.
Vissulega Hægrigrænir og Samstaða, en það eru raddir sem ná ekki inn í umræðunni.
Ekki gott, ekki gott Seiken.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 08:16
Það þarf engann snilling til að sjá að við greiðum ekki 1350 milljarða + útúr hagkerfinu ofan á aðrar skuldir. Þetta skilja kröfuhafarnir. Því eru þeir að sleikja sig upp við Má í seðlabankanum.
Hver sem leiðin er þá held ég að kröfuhafar þurfi að sætta sig við verulegan afslátt af kröfum sínum jafnvel allt að 80%. Þá kemur að næstu spurningu, hvað verður um mismunin á íslensku krónunum (1350 milljörðum og því sem kröfuhafarnir fá sem gæti verið ca 400 milljarðar). Mismunurinn gæti verið um 800-1000 milljarðar að hámarki? Ef Seðlabankinn ætlar að afhenda gjaldeyri fyrir þessa peninga á hann allt í einu innistæður uppá 800 milljarða!!
Hvað ætlar seðlabankinn að gera við þessa peninga? Á sama tíma er ekkert hægt að afskrifa.
Hvað ætla Flugleiðir að gera við 24 flugvélar? Er verið að koma peningum framhjá gjaldeyrishöftum?
Jón Þór Helgason, 6.12.2012 kl. 10:35
Nei Jón, það þarf engan snilling til þess en vandinn er að fæstir stjórnmálamenn okkar virðast gera sér grein fyrir þessum vanda, umræðan núna er rétt að hefjast, og ekki beint af fjölda þingmanna, en hún ætti að vera yfirstaðin, þá á að vera búið að taka ákvörðun út frá þessum staðreyndum sem þarf ekki mikinn snilling til að sjá.
En málið er að það er búið að taka ákvörðun, það átti að endurfjármagna þessar evrur, hugsanlega að hleypa þeim út á einhverju yfirgengi, en að uppstöðu átti að nýta hinn skuldsetta gjaldeyrisforða til að greiða út þessar krónur.
Hin glæpsamlega ákvörðun er þegar tekin, en það má bara ekkert segja, ekki fyrir kosningar.
Og ábyrgðin er ekki þeirra, heldur okkar sem þegja eða ganga um með poka yfir hausnum til að halda í strútsfílinginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 10:55
Ég vonast til þess að seðlabankamenn fari nú einu sinni að hugsa, þeir verða að horfast í augu við það að stóru bankarnir eru að nota reikniaðferð sem að kallast innrmatsaðferð og hún er ætluð fyrir fjárfestingarbanka, svo að ef að þeir ætla að tryggja það að vogunarsjóðir moki ekki út pening á ábyrgð ríkisins, þá VERÐUR að taka gömlu búin í gjaldþrot. Nauðasamningar eru ekki í boði því að innramatsaðferðin býður upp á það að vogunarsjóðirnir geti ryksugað bankanna að innan án þess að fme geti stoppað það af. Það sáu allir hversu góða stjórn fme hafði á gömlu bönkunum fyrir hrun, þetta getur ekki breyst nema bara með því að keyra þá í þrot.
valli (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 16:49
málið snýst ekki um það hvað þeir ná að kroppa inn vegna víkjandi skuldabréfa heldur það hversu mikið fjármagn þeir komast í vegna innistæðna, það er ekkert mál fyrir vogunarsjóði að ná því fjármagni til sín vegna innramatsaðferðarinnar Það verður í það minnsta að skipta bönkunum upp í fjárfestingarbanka og viðskiptabanka og láta viðskiptabankann nota staðalaðferð, en þrotabúin eru of veik til að skipta þeim upp auk þess sem að útlánasöfnin eru enþá á kennitölu gömlu bankanna og því ekki önnur leið en gjaldþrot
valli (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 16:56
Rétt er það valli það þarf að keyra þá í þrot.
Og fyrr á ég von á að himnarnir hrynji en að velferðastjórn fjármagnseiganda geri slíkt.
Ef svo verður, þá er það aðeins vegna ótta, ótta við réttláta reiði almennings.
Sem er reyndar eitthvað sem fer ákaflega hljótt þessa daganna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.