Verðbólgan hækkar lánin.

 

Segir Jóhanna af sínum mikla vísdóm og það er svo sem rétt hjá henni, svona eins langt og það nær.

Það getur enginn borið á móti því að hækkun vísitölu hækkar lánin, því þau eru verðtryggð.

Og það er alveg rétt hjá Jóhönnu að ef verðbólga mælist ekki, að þá hækka ekki lánin.  

Það er líka rétt hjá henni að í fjárlagafrumvarpinu er verðbólgan áætluð, og slík áætlun byggist á samspili margra þátta.

 

Einn slíkur þáttur er hækkun tóbaksgjaldsins.  

Hann getur haft áhrif á aðra neysluþætti, til dæmis að draga úr eftirspurn eftir mat eða víni, eða bensíni eða öðru og hin minnkandi eftirspurn getur leitt til lækkunar á viðkomandi vöru sem aftur hefur áhrif á vísitöluna, og það til lækkunar.

Það eru ekki bein tengsl á milli hækkunar á einni vörutegund og hækkunar á lánum fólks.  

Verðbólgan sem slík fer ekki á stað fyrr en það er komin víxlhækkun launa og verðlags, eða eitthvað hækki yfir línuna eins og vextir, og fyrirtæki velti því út í verðlagið.  

 

Þannig að Jóhanna sem slík er ekki að bulla þegar hún bendir á heildarsamhengið.  

Þingmenn sem skensa hana eru svo sem heldur ekki að bulla, það má leiða líkur að aukin skattheimta hækki lánin, en aðeins líkur.  

 

En bæði þingmönnunum sem gagnrýna Jóhönnu fyrir svar sitt, sem og Jóhanna sjálf, þeim sést samt yfir hið eina rétta svar.

Það eru ekki verðhækkanir sem hækka lán fólks, það er vísitölutenging þeirra.

 

Þar er meinið, þar er vandinn, þar er rótin af upplausn þjóðfélagsins.

En of augljóst til að þingheimur kveiki. 

 

Og á meðan hækka lánin.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hann er oft að leika sér í ræðustól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband