5.12.2012 | 13:37
Hálfvitagreining sem segir allt um sorglega stöðu þjóðarinnar í dag.
Bjáni, talandi ensku með dönskum hreim, spáir einhverju, og því er slegið upp sem frétt.
Og það af Morgunblaðinu eða Heimsýn, samtaka einhverja sem þykjast vera á móti ESB.
Er það gleymt að þessi bjáni mætti hér og sagði öllum sem hlusta vildu, og margir hlustuðu, að Ísland væri í ábyrgð fyrir ICEsave reikningum Landsbankans. Þessi bjáni var ein af stóru röksemdum borgunarsinna, í hann var vitnað grimmt fyrir fyrstu þjóðaratkvæðisgreiðsluna um ICEsave.
Og þá heyrðum við líka þessi rök, hann spáði fyrir hruni íslenska fjármálakerfisins. Eins og það væri vísdómur að sjá hið augljósa, að fjármálakerfi byggt á skuldsetningu, margfalt af stærð þess hagkerfisins sem það byggði á, myndi hrynja. Vissulega voru ekki margar raddir þar um, það margir hagfræðingar voru keyptir, hinir hræddir við að tjá sig, en bjáninn var einfaldlega í þjónustu þeirra sem höfðu tekið stöðu gegn íslenska fjármálakerfinu, og græddu óhemjufé á þeirri stöðutöku.
Vísdómur hans var vísdómur málaliðans.
Vísdómur hans í dag er vísdómur málaliðans.
Áður en lengra er haldið ætla ég að útskýra af hverju ég segi satt um Lars Christensen, að hann sé bjáni. Bullið hans um ICEsave ræður þar mestu.
En spáin hans, þessi merkilega spá, er ekkert annað en teikniæfing í Power point eða öðru forriti þar sem menn geta leikið sér með grafík.
Engin rök, engin greining á aðstæðum í íslensku efnahagslífi. Aðeins sagt að hann sé hagfræðingur, og síðan kálfur að allt sem hann segir sé ekki á hans ábyrgð og því þýðir ekki að lögsækja hann, eða bankann í Bandaríkjunum.
Hvert er heilabú íslenskra fjölmiðlamanna að vitna í spá án röksemda, greiningu án þess að nokkur rök búi að baki önnur en þau að "við teljum".
Og sjá menn ekki tenginguna???
Sjá menn ekki tenginguna að einu sinni málalið í þjónustu ameríska vogunarsjóða, er alltaf málaliði í þjónustu ameríska vogunarsjóða.
Hvað er að fólki, eigum við ekki land sem þarf að verja, eigum við ekki börn sem eiga skilið mannsæmandi framtíð???
Fatta menn ekki hver bauð Christensen til landsins??? Glitnir eða Íslandsbanki eða hvað sem þetta skoffín amerísku vogunarsjóðanna heitir.
Hvert er meginhagsmunamál eiganda Íslandsbanka??' ER ÞAÐ EKKI AÐ FÁ AÐ FARA MEÐ LOFTKRÓNUR SÍNAR ÚR LANDI Á KOSTNAÐ ÞJÓÐARINNAR????
Hvað er betra en að fá svona ligeglad spá, þvert á raunveruleikann, til að stjórnmálamenn okkar geti haldið áfram að rugla útí eitt fram yfir kosningar.
Kosningar sem eru endalok þjóðarinnar, eftir þær verða skuldahlekkir evruskuldabréfsins hamraðir á þjóðina, á almenning. Afleiðing er endalok þjóðar okkar, endalok alls þess sem við höfum í dag, aðeins verstöðin Ísland mun verða eftir. Verstöðin sem er gjaldeyrismaskína fyrir erlenda vogunarsjóði.
Það er illa komið fyrir þjóð þegar bull án innstæðu, í boði amerísku vogunarsjóðanna fær vægi í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Það er eins og þjóðin hafi ekkert lært af Hruninu, að sömu bullverjarnir, að sami bjánahátturinn tröllríði allri umræðunni.
En ég er sammála málaliðanum, bjánanum í einu, þetta er leiðinlegt.
Það er leiðinlegt að fólk láti endalaust plata sig.
Það er leiðinlegt að við skulum ekkert hafa lært.
Því framtíðin getur verið svo skemmtileg ef við aðeins lærum og notum vit okkar og skynsemi til að byggja upp bjarta framtíð barna okkar í landi feðra okkar og mæðra.
Losum okkur því við leiðindin, losum okkur við bjánana.
Stöndum saman um Nýtt og betra Ísland.
Kveðja að austan.
Segir efnahagslífið leiðinlegt hérlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 664
- Sl. sólarhring: 748
- Sl. viku: 6248
- Frá upphafi: 1400187
Annað
- Innlit í dag: 606
- Innlit sl. viku: 5370
- Gestir í dag: 577
- IP-tölur í dag: 565
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í samhengi við þetta þá þarf íslenska ríkið að fara að spá í að taka Íslandsbanka og Arionbanka eignarnámi. Það er eina rökrétta leiðin til að hjólin gætu farið að snúast aftur hérna.
Með því að taka þessa banka eignarnámi og greiða það mat sem upphaflega var á yfirfærðum lánasöfnum hinna föllnu til núverandi eiganda. Lántakendur verið látnir njóta þeirra afskrifta sem hinir föllnu bankar gáfu til þeirra nýju.
Samhliða þessu þarf að koma með lausnir í anda XG og Lilju Mósesdóttur á gjaldmiðilsbreytingum, svipaðri lausn og Þjóðverjar gerðu eftir stríðið.
Ef Aríon- og Íslandsbanki ætla að standa í vegi fyrir eignarnámi, þá skulu Íslensk Stjórnvöld gefa út skíra yfirlýsingu um að engin ríkisábyrgð verði á innlánum þessara banka.
Hagvöxtur verður enginn ef bjánarnir stýra skipinu.
Eggert Guðmundsson, 5.12.2012 kl. 15:11
" Hagvöxtur verður enginn ef bjánarnir stýra skipinu".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.12.2012 kl. 15:38
góð grein ómar, það er rándýrt að kosta upp á okkar stjórnmálamenn, undirrót vitleysunnar
er þar, einkavæðingin hleypti þessum minkum inn í hænsnabúrið og þeir skilja eftir sig sviðna jörð eins og minkum er tamt. Annars er leiðinlegt að hlusta á þessu vatnsgreiddu spámenn aftur og aftur, bara hundleiðinlegt! kveðja hafliði
hafliði (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 05:53
Það virðist allavega ekki hvarfla að neinum að spyrja þessa vatnsgreiddu um rökin sem búa að baki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.12.2012 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.