5.12.2012 | 11:54
Saklaus Sjálfstæðismaður spyr!
"Hvað ertu að gera Svandís?"??
Ertu að samþykkja ESB reglugerði samkvæmt ákvæðum EES samningsins sem við Sjálfstæðismenn fengu Alþingi til að samþykkja??
Af hverju ferðu eftir lögunum sem við samþykktum Svandís???
Við meintum ekkert með þessu, allavega á meðan við erum í stjórnarandstöðu.
Ekki að ég sé sammála Gunnari, en ógæfa þjóðarinnar í dag er meintur hálfvitaskapur Sjálfstæðismann, þeir vita ekki hvað þeir gjöra, þeir halda að rangt sé rangt ef aðrir framkvæma óhæfuna.
Þess vegna er allt sem miður fer í þessu þjóðfélagi núverandi stjórn að kenna, enda vinstri stjórn, það er aukaatriði málsins að hún hefur vottorð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að hafa framfylgt í einu og öllu efnahagsáætlun sjóðsins sem fyrr ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins samdi um.
Hin ranga stefna er röng, ekki vegna þess að hún er röng, heldur vegna þess að rangur flokkur, VG kemur að framfylgd hennar. Algjört aukaatriði að AGS hefur vottað að VG hafi samviskusamlega gert allt sem sjóðurinn bað um.
Sjálfstæðismaðurinn spyr því hann heldur að svarið sé hjá aumingja Vinstri Grænum.
Hann er svo ???, já ég held að íslenskt mál eigi ekkert orð yfir hann, eitthvað sem er ekki í þessum heimi.
Maður án lífs, án framtíðar, hann á ekki líf sem þarf að verja.
Hann er ekkert, og hann spyr.
Og þjóðin ætlar að kjósa hann til valda.
Vegna þess að hún vill ekki óráð AGS.
En gleymir að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem samdi um þau.
Hann er höfundur EES samningsins.
Hann er flokkurinn sem skrifaði undir óráð AGS.
Hann er sekur eins og syndin.
En fólk sem á ekki líf sem þarf að vernda er alveg sama.
Í þeirra huga er allt VG að kenna.
Sem kennir, að þú átt aldrei að taka upp óráð annarra, og vonast til að uppskera þakklæti.,
En Steingrími er alveg sama, völd er hans uppskera.
Og á meðan blæðir þjóðinni.
Kveðja að austan.
Hvað ertu að gera Svandís? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 19
- Sl. sólarhring: 770
- Sl. viku: 5558
- Frá upphafi: 1400315
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 4775
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar. Ég má til með að deyla þessu með þér þó þetta sé ekki beint tengt pistli þínum. Því miður ekki á íslensku:
copy/paste
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=Gn9qLXiKop8#!
anna (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.