Væri hægt að biðja Japani að rannsaka Oddskarðsgöng í leiðinni??

 

Áður en þau hrynja endanlega.

 

Vissulega ætlar ríkisstjórnin að bora, en á næsta kjörtímabili, sem hún mun ekkert hafa um að segja.

Hvort það loforð hennar standi er ekki ljóst, það er allavega ljóst að þessa dagana er mörgu lofað enda eru þetta jólin sem kosningajólasveinn kemur til byggða.

Reynslan af þeim jólasveini er samt sá að fæst af því sem hann lofar, kemur til framkvæmda eftir kosningar.  Þá uppgötva menn alltí einu að öll loforðin voru á visa og kosningajólasveinninn hljóp frá öllu saman.

Kosningajólasveinn var hins vegar örlátur við velmegunargöngin fyrir norðan sem stytta hringveginn  um sirka 3-5 mínútur, nettó.  Hann er búinn að lána 8,7 milljarða í þau göng, lán sem ríkið mun aldrei fá til baka.  En vissulega eru velmegunargöngin í pant.

 

Á meðan hrynur og hrynur úr Oddskarðsgöngum, þar til einn daginn að allt hrynur. 

Það getur gerst í vetur, það getur gerst næsta vetur, það veit það enginn en það mun örugglega gerast.  Því frostið molar flögubergið.

Það er sjúkt stjórnvald sem fjármagnar lúxusjarðgöng en lofar uppí ermina á sér gagnvart framkvæmd þar sem líf og limir eru í húfi.  Í byggðarlagi sem skilar mestum, ekki miðað við hausatölu heldur mestum, útflutningstekjum landsins.  Ekki að það sé aðalatriði málsins en þjóðin er orðin svo firrt að hún skilur fá önnur rök en krónur og aura, líf og limir náungans ef hann býr einhverja metra frá höfuðborgarasvæðinu, eru ekki "inn" í umræðunni í dag.

 

En þetta er svo sem ekki skrýtið hjá ríkisstjórn sem hefur lagt metnað sinn í að vega að undirstöðum þjóðarinnar, hvort sem það er heilbrigðiskerfið, fjárhagur heimilanna eða þær atvinnugreinar sem halda þjóðinni gangandi.

Ríkisstjórn sem vill að beiningaþjóð sæki um náð og miskunn evrubandalagsins.

En það er jafn skítt fyrir það.

 

Það er margt að í þessu þjóðfélagi.

En siðblindan er alvarlegust.

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrirskipa rannsókn á jarðgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Svokallaðar neyðarráðstafanir" í TEPCO kjarnorkuverinu í Fukushima undanfarið eitt og hálft gefa mér ekki tilefni til að treysta japönskum verkfræðingum fyrir öryggisúttekt á hænsnakofa.

Aftur á móti er þessi harmleikur í jarðgöngunum að því er virðist bara óvænt slys. Hugsanlega hefur losnað um jarðveg eða innra byrði ganganna veikst, einmitt í jarðskjálftanum mikla. En hvað veit ég svosem?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2012 kl. 11:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Guðmundur jarðskálftar hafa sínar afleiðingar. 

Líkt og fjármálahamfarir.

Menn bregðast þó við þarna í Japan.

Það er meira en hægt er að segja hér á Íslandi þar sem starfsmönnum vegagerðarinnar er fyrirskipað að afneita vandanum, þeir halda á þungum grjóthnullungum og segja, "ha, þetta er ekki grjót, aðeins kusk".

Eða alveg þar til að eitthvað gerist sem ekki er hægt að taka aftur.

Og firrt samfélag kóar með.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband