Listin að gefa er ekki öllum gefið.

 

Jón Gnarr sýndi það í stórgóðu viðtali í Morgunblaðinu að hann kann þá list. 

Hann er ekki sá fyrsti sem lendir í einelti og útskúfun sem barn og unglingur, og verður ekki sá síðasti.  En í viðtalinu  gaf hann af sér visku og innsýni sem gæti hjálpað mörgum af þeim sem á eftir koma.

 

"En auk tilviljana, sem Jón lýsir sem bjargvætti, segir hann að það hafi skipt miklu máli að gefast ekki upp. »Ég reyndi að vera alltaf gefandi. Það hafði mikil áhrif á mig að lesa Bókina um veginn þar sem stendur að gott launa ég með góðu og illt launa ég líka með góðu, því þannig eflist hið góða. Ég hef reynt að lifa eftir þessum orðum. Ofbeldi hefur mér alltaf fundist frekar glatað og að hefna mín kom ekki til greina. Ég óttaðist að meiða einhvern og hann mundi svo launa mér með meira ofbeldi. Ofbeldi sem leiddi af sér meira ofbeldi var engin lausn og hreinlega of mikil fyrirhöfn fyrir lítinn árangur.«"

 

Og hið nýja kúgunartæki nútímans fær líka sína greiningu og umsögn.

 

"Á einum stað talar hann um að hinir menntuðu standi saman í því að hleypa hinum ómenntuðu ekki að í samfélaginu. »Af hverju er til kynbundið ofbeldi? Það er því að karlmenn hafa líkamlega yfirburði til að yfirbuga konur. Mennt er máttur, þannig að sá sem hefur menntun - hann hefur meiri tækifæri til þess að beita menntunarlegum yfirburðum og notfæra sér þá til það til að fá sínu framgegnt á kostnað þeirra sem hafa ekki menntun.

Ég er þeirrar skoðunar að eitt stærsta vandamál okkar sem þjóðar, sem við stöndum frammi fyrir í dag, er að það er búið að setja hinni ómenntuðu alþýðu svolítið þröngar skorður. Fólk vantar jafnvel orð. Það á ekki lengur orð til að útskýra hugsanir sínar, af því að það þekkir ekki orðin. Þetta er mjög alvarlegt. Þannig að akademían hefur tekið svolítið orðin frá fólkinu og orðin og vísindin eru öll í háskólanum.

...........

En hugtakaleysið eykur á reiði, kvíða og ofbeldi. Af því að fólk á ekki orð til að lýsa því hvernig því líður og getur ekki tjáð sig öðruvísi en með dónaskap eða því að skemma eitthvað.« ".

 

Já "Mennt er máttur, þannig að sá sem hefur menntun - hann hefur meiri tækifæri til þess að beita menntunarlegum yfirburðum og notfæra sér þá til það til að fá sínu framgegnt á kostnað þeirra sem hafa ekki menntun".  Ætli evran, kúgunartæki hinnar menntuðu yfirstéttar sé ekki besta dæmið um það.  Hún ein og sér er búin að valda Vesturlöndum meiri skaða en skriðdrekum Sovétsins tókst nokkurn tímann, og hún bitnar á almenningi sem veit að eitthvað er að en skortir orð og þekkingu til að tjá skoðanir sínar.

Því við lifum í heimi í dag þar sem brjóstvit og heilbrigð skynsemi er eins og óhreinu börnin hennar Evu, ekki til sýnis á betri heimilum.

Reiðin fær síðan stuðning við ofbeldi og óeirðir eða stuðningi við öfgaflokka sem stefna á bál og brand.

 

Jón Gnarr er líka beinskeyttur gegn skilvirkninni sem öllu tröllríður á viðkvæmustu mótunarárum mannsins.  Það er aldrei tími til að staldra við, þróa skoðanir og hæfileika.  Fólk verður því einsleitar og hæfileikalausara þrátt fyrir formlega menntun sína. 

 

"Jón flosnaði upp úr skóla og að lokum er haldið á þær slóðir, vangaveltur um hvert áttavilltir krakkar á Íslandi fara. »Annars staðar á Norðurlöndum eru til dæmis lýðháskólar fyrir krakka sem vita ekki hvert þau stefna eða hvar þau eiga heima en á Íslandi eru engir alþýðuskólar. Hér fara áttavilltir krakkar í meðferð. Mjúkur skóli þar sem fólk er afslappað og tekur sér tíma myndi henta svo mörgum og skila fólki fókuseruðu þaðan út. Við þurfum að færa vísindin út til fólksins, sýna vísindaþætti í sjónvarpinu, eins og Nýjasta tækni og vísindi var hér áður fyrr. Og bjóða börnum upp á fjölbreytni. Ekki endalausar sögur sem eru alltaf sama sagan í lestrarefni. ".

 

Viðtalið við Jón Gnarr er mjög gott, sýnir að þegar hann er á réttri hillu þá er hann gefandi og skapandi fyrir samfélag sitt og fólk.

Það er sorglegt að hann skuli vera meðreiðarsveinn eða líklegast fórnarlamb þeirra sem hann gagnrýnir, hrokafullra menntamanna sem hafa bundið trúss sitt við það svartasta af öllu því svarta sem til er í dag, fjármálamafíuna sem engu eirir.

Og fyrstir til að falla eru þeir sem fyrir standa höllum fæti í samfélaginu.

 

En Jón Gnarr er ekki fyrsta hrekklausa góðmennið sem illskuöfl notfæra sig, saga síðustu aldar er  full af slíkum dæmum.  

Vonandi finnur hann rotnunarþefinn í tíma og honum verði ljóst að þar sem er ýldulykt, þar er ýlda. 

Og hann muni taka sér spúl í hönd, og spúla út hroðann.

 

Jón Gnarr á líf sem þarf að vernda.

Amerískir vogunarsjóðir munu ekki vernda þau líf.

 

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.


mbl.is Vanmeti ekki Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir nokkuð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband