Hve langt nær lýðræðislegur réttur fólks??

 

Til að skaða samfélag sitt eða vinna gegn sjálfstæði þess???

 

Til dæmis eru nýnasistahreyfingar bannaðar í mörgum löndum. Til dæmis í Þýskalandi og víðar þar sem fólk ætlar ekki að taka áhættuna á nýjum útrýmingarbúðum.

Eins er bannað að hvetja til hryðjuverka eða styðja samtök sem slíkt gera.  Allavega í Bretlandi og Bandaríkjunum.  

 

En hvað með þá sem leynt og ljóst vinna að því að leggja niður þjóðríkið, er það frjálst???  Mættu Serbar til dæmis styðja slíkan stjórnmálaflokk í Króatíu???

Ég þekki ekki slík dæmi, þetta er til dæmis leyft hér á Íslandi, hér fær erlent vald frítt spil að múta fólki og flokkum í því markmiði að Íslendingar gangi því á hönd.  Meira að segja ríki sem reyndu að fjárkúga þjóðina gátu grímulaust keypt sér stuðning við þá tilraun.

 

En er það eðlilegt???  Hefði uppgangur nasista orðið eins og hann varð, ef til dæmis Austurríkismenn hefðu bannað starfsemi þarlendra nasista sem unnu leynt og ljóst að því að landið gæfi upp sjálfstæði sitt og gengi Þjóðverjum á hönd.  

Tékkóslóvakía var á sínum tíma mjög öflugt ríki með einn best búna her í Evrópu.  En landið hafði sinn Trójuhest sem var þýski minnihlutinn í landinu, um þriðjungur þjóðarinnar.  Hann stundað skipulagðan undirróður gegn þjóðríkinu, kostaður til þess að þýskum nasistum, og hafði til þess lýðræðislega rétt.

Hvernig var með þá menn sem fengu greiðslur frá Moskvu við að vinna að afvopnun Vestur Evrópu svo rússneskir skriðdrekar gátu rúntað til Parísar ef þeir kusu svo.  Rússarnir höfðu allavega áætlun þar um, æfðu hana reglulega og varla voru Kremlverjar að kosta áróðurinn fyrir afvopnun vegna þess að þeir áttu svo mikla peninga og vissu ekki hvað þeir áttu við þá að gera.

 

Hvað má og hvað má ekki, hvað má valda samborgurum sínum miklum skaða???, eða þjóðríkjum sínum???  Má þiggja mútur og vinna gegn sinni eigin þjóð???

Er það lýðræði að leyfa slíkt???

 

Við þessu er sjálfsagt ekki einshlítt svar og ég ætla ekki að svara því hér.  

En tilefni þessa pælinga eru pistlar mínir tveir um Tómhyggju Bjartrar Framtíðar.  Tómhyggju sem gagnast aðeins þeim sem ætla landsmönnum illt og ætla að skuldþrælka hana um aldur og ævi.

Vissulega er það lýðræðislegur réttur fólks að styðja Tómið, að vera Tómt.  Að hugsa ekki, að skynja ekki alvöruna og ógnina sem blasa við þjóðinni.  Það er réttur þess að kjósa yfir sig tortíminguna sökum helbers bjánaskapar.  

 

En hefur það rétt á að kjósa framtíð barna okkar í gröfina???

Hver er réttur barna til framtíðar???  Eiga þau ekki rétt til heilsugæslu, menntunar, velferðar, alveg eins og við í okkar æsku???  Hvernig getum við fyrir þeirra hönd tekið ákvörðun um að gera þau að þrælum ameríska vogunarsjóða???  

Hver er réttur fólks til að hundsa raunveruleikann, til að hundsa fyrirliggjandi staðreyndir og kosið þá sem hafa það eitt til mála að leggja að vera fyndnir en hafa ekkert að segja, ekki einu sinni vitlausar tillögur, aðeins EKKERT.??

 

Við vitum yfirvöld grípa inní er grunur leikur á að börn sæti misþyrmingum eða öðru miður góðu atlæti.  

En barnaverndaryfirvöld grípa líka inní ef þarfir barna eru vanræktar sökum almenns áhugaleysis að sinna þörfum þeirra.   Að foreldrar gæti ekki að heilsu þeirra eða öryggis sökum almenns nennuleysis.  Klæði þau ekki eða fæði eða hirði ekki um þau því það er fyrirhöfn.

Þú mátt ekki hvað sem er ef þú átt börn.  Börn eiga sinn rétt.  Rétt til lífs, til góðs atlætis, til menntunar og heilsugæslu.  Að fá að lifa mannsæmandi lífi.

Samt mátt þú kjósa yfir þau ameríska vogunarsjóði því þú nennir ekki að verja þig og þína.   Og með kosningarétti þínu færð þú tækifæri til að hindra að aðrir sem nenna því, sem ætla allavega að reyna að verja framtíð barna landsins, að þeir fái til þess tækifæri.

 

En þú ert ekki bara að skaða framtíð þinna barna, nennuleysi þitt og tómhyggja skaða framtíð allra annarra barna á landinu.  

Er lýðræðislegur réttur ekki þar með farinn að skaða aðra???

Ætla ekki að svara því en ég veit að það er hægt að útrýma framtíð barna á fleiri vegu  en að stuðla að uppsetningu útrýmingarbúða.  

 

Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvað má gera börnum, ef maður er stjórnvald.  

Dugar að setja réttindi þeirra inní stjórnarskrá, og eða samþykkja almenna mannréttindasáttmála, en svipta þau rúmum sínum og heimilum vegna fjárglæpa fjárglæframanna???

Hvað réttlætir Útburð barna á Íslandi á 21. öldinni???

Má allt ef rökin eru að það þjóni fjármagninu???

Eða vísa í rómverskan rétt um Útburð frá því um aldamótin 0??? 

 

Ég veit það ekki en einhvers staðar eru mörk.

Og þau þarf að virða.

Fyrsta skrefið til þess er að ræða hvað má og hvað má ekki.

 

Og ég veit að siðuð manneskja hefði ekki gert neitt af því sem íslensk stjórnvöld hafa gert frá hruni í þágu fjármagns gegn heimilum landsins.

Siðaða fólk gerir ekki hvað sem er, til dæmis níðist það ekki á börnum.

 

En er það lýðræðislegur réttur Óberma að gera slíkt???

Ég bara spyr, því þessarar spurningar þarf að spyrja.

 

Hvað má ganga langt í ómennsku og illvilja gagnvart náunganum??

Hvað má ganga langt í þágu fjármagns??

 

Hvað má gera sínum minni bróðir???

Hvað má gera náunganum??

 

Í nafni lýðræðis.

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband