Eru evruríkin hernumin???

 

Hvernig á að skilja svona orðalag, að "ríki fái að yfirgefa evrusvæðið"??

Erum við ekki að ræða um Evrópu, lýðræðisríki??

Þar sem almenningur ræður örlögum þjóða sinna?

Eða erum við að tala um kúgunarbandalag þar sem ógnanir og hótanir halda ríkjum saman???

Svona andlega þýska skriðdreka???

 

Ég held að firring Eurokratans sé að ná nýjum óþekktum hæðum.

Stalín er ekki hér, en það er stutt í endurkomu hans.

 

Fyrr en okkar grunar.

Kveðja að austan.


mbl.is Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Þarna komstu með staðreynd kúgunarbandalagsins, sem siglir undir fölsku flaggi friðar og frelsis.

Það er gott að enn finnast persónur eins og þú, sem sjá í gegnum blekkingarnar og ruglið hjá EES-ESB.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 23:55

2 identicon

Þjóðríki sem lætur frá sér sjálfstæði og fullveldi hefur verið blekkt, svikið eða kúgað.

Hvert var aftur plan B eftir að ekki gekk að ná evrópu með vopnuðu valdi?

ESB beitir fjármagnshernaði, svo einfalt er það.

R (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 02:18

3 identicon

Það sem Hollendingurinn sagði var;"Wir wollen durchsetzen, dass ein Land die Euro-Zone verlassen darf, falls es das wünscht. Im Moment geht das nicht, da kann ein Land den Euro nur abgeben, wenn es die Europäische Union verlässt. Wir müssten also die Verträge korrigieren, um das zu ändern. Dazu sind wir bereit."

eða; "Við viljum leyfa ríkjum að yfirgefa evrusvæðið vilji þau gera það. Eins og sakir standa er sú ekki raunin nema þau yfirgefi Evrópusambandið. Við ættum að endurskoða sáttmálana og breyta því. Við erum reiðubúnir til þess."

Samkvæmt þessu er ESB lýðræðislegur félagsskapur sem allir geta gengið úr að vild. En Evran er ekki eitthvað sem þú tekur upp og hendir út eftir geðþótta.

Vönduð fréttamennska fær ekki nein hrós hjá ritstjórn Morgunblaðsins þegar um Evrópusambandið er að ræða.

sigkja (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 02:56

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðrur Sigkja.

Það er ekki lýðræði, að ef þjóðir taka ranga ákvörðun eins og að taka upp evruna, að það sé ekki hægt að taka hana til baka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 10:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður R.

Plan B er í fullu gangi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 10:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Við erum mörg en ekki mjög mörg sem sjáum hvað elur ESB ást almennings.

Þeir sem styðja skuldaþrælkun almennings í formi verðtryggingarinnar, þeir eru í raun ekki á móti ESB.  Því þessi skuldaþrælkun fóðrar ESB drauminn.

Það er tími til kominn að fólk fari að þekkja muninn á orðum og gjörðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 10:37

7 Smámynd: Elle_

Við erum að tala um kúgunarbandalag, Ómar.  Þetta er að verða alvitað þó SigKja geti samt varið það að vild.

Elle_, 2.12.2012 kl. 12:09

8 identicon

Rétt eins og hér á Íslandi er lýðræði þá þýðir það ekki að þú fáir að haga þér eins og þér sýnist. Þú ferð eftir þeim lögum og reglum sem gilda. Röng ákvörðun gefur þér ekki sjálfkrafa frelsi til að skaða aðra til að fyrra þig tjóni. Ábyrgð er hluti af lýðræðinu. 

Lýðræði er ekki það að fá að haga sér eins og fíll í postulínsbúð eins og einangrunarsinnar virðast halda.

sigkja (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 13:23

9 Smámynd: Elle_

Svo Brussel-einangrunarsinnarnir halda það og haga eins og fífl í postulínsbúð?  Heimta að hafa af okkur fullveldið án okkar samþykkis og vilja, heimta að fá að borga ólöglega kúgun fyrir þetta einangrunarveldi nýlenduveldasvæðis Evrópu.  Dæmdu ekki aðra fyrir að vera eins og þið.

Elle_, 2.12.2012 kl. 14:07

10 Smámynd: Elle_

Já, heimta að við hin borgum ólöglega kúgun, úr ríkissjóði.

Elle_, 2.12.2012 kl. 14:09

11 Smámynd: Elle_

Verð að bæta við hvað það er rotið að kalla fullveldissinnað fólk ´einangrunarsinna´ fyrir að vilja ekki einangrast eins og þið vitgrönnu inni í hernaðar- og tollabandalagi evrópsks stórveldis, gegn heiminum.  Þeir munu svo ráðskast með okkar auðlindir, peningamál, fiskveiðilögsögu.  Þið eruð ólýðræðislegt og ranglátt fólk og ættuð ekki að nefna orðið lýðræði.

Elle_, 2.12.2012 kl. 15:13

12 identicon

Ég er alþjóðasinni. Ég trúi á minni og samtvinnaðri heim. Eina ástæðan að ég er á móti Evrópubandalaginu eru áðurnefndir "andlegir þýskir skriðdrekar". Hún dugar til. Multi-cult version af Þriðja ríkinu hljómar ekkert huggulegra en það gamla.

Palli (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 18:00

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigkja.

Þessi setning þín segir allt sem segja þarf um ógæfu Evrópusambandsins.  

"Röng ákvörðun gefur þér ekki sjálfkrafa frelsi til að skaða aðra til að fyrra þig tjóni."

Jafnvel ég á mínum bestu stundum hefði ekki getað fangað firringu evruóputrúboðsins betur en þú gerir hér að ofan.  

Eins vil ég benda þér á að notkun þín á orðinu einangrunarsinni  er keimlík sovéttrúboðsins í gamla daga, þar voru þeir hinir sönnu fylgjendur alþjóðahyggjunnar en þeir sem sáu ekki og skildu náðarfaðm Stalíns, þeir voru einangrunarsinnar.

Ótrúlegt hvað trúboð virðast vera keimlík.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 18:20

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Elle og Palli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 18:20

15 identicon

"Röng ákvörðun gefur þér ekki sjálfkrafa frelsi til að skaða aðra til að fyrra þig tjóni." er setning sem á við alstaðar þar sem eru almenn mannréttindi. Að kalla það fyrringu lýsir hugarfari einangrunnarsinna.

Lýðræðinu fylgir ábyrgð.

sigkja (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 19:29

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ég kallaði það firringu, ekki setninguna sem slíka, ætti að vera öllum ljóst, heldur það samhengi sem þú settir hana í.

Þjóðir taka réttar og rangar ákvarðanir, það liggur í eðli ákvarðana.  Aðeins í algjöru einræði og kúgun, fá þær ekki tækifæri til að bæta úr sínum röngu ákvörðunum.  Aðeins þar er röng ákvörðun ígildi þess að taka inn blásýru, engin leið að endurskoða hana.

Firringin er að þú skulir setja sjálfsákvörðunarrétt lýðræðisþjóða í það samhengi að þær væru að skaða aðrar þjóðir ef gerðu það sem rétt er fyrir hagsmuni þeirra.

Margt hef ég látið mér detta í hug um evruna, margar skammir hef ég týnt til, en ég hafði ekki hugmyndaflug í þessa.

Þú ert að lýsa gjöreyðingarvopni sigkja hvorki meira né minna.

Og þú ert svo firrtur að þú sérð það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 20:32

17 Smámynd: Elle_

Lýðræðinu fylgir ábyrgð, já einmitt.  Verst þið Brussel-eingangrunarsinnar skiljið það ekki og valtið yfir lýðræðið, lög og stjórnarskrá.   Þið eruð firrtir í  miklum minnihluta.  Þið eigið enga heimtingu á að vaða yfir þjóðina.  Þú varst líka einn af þeim firrtustu heimtandi ólöglegt ICESAVE yfir saklausa þjóð bara svo þú gætir fengið það sem þú vildir.

Elle_, 2.12.2012 kl. 21:03

18 identicon

"Sigkja. Þessi setning þín segir allt sem segja þarf um ógæfu Evrópusambandsins.  "Röng ákvörðun gefur þér ekki sjálfkrafa frelsi til að skaða aðra til að fyrra þig tjóni." Jafnvel ég á mínum bestu stundum hefði ekki getað fangað firringu evruóputrúboðsins betur en þú gerir hér að ofan." Þetta er nokkuð ljóst og auðskilið öllum sem læsir eru á Íslenska tungu.

Satt er það að þjóðir taka réttar og rangar ákvarðanir. Og ég tel að best væri að röng ákvörðun gæfi þeim ekki sjálfkrafa frelsi til að skaða aðra til að fyrra sig tjóni. En þar sem ljóst er að þú ert mér ósammála og telur ótækt fyrir Ísland að gangast undir það að þurfa að taka tillit til annarra þjóða og að fara eftir einhverjum reglum í samskiptum við aðrar þjóðir þá verðum við bara að vera ósammála áfram.

sigkja (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 23:13

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, guð hjálpi þér sigkja, megir þú vera ósammála mér sem lengst og máttu sem víðast breiða út skoðanir þínar.  Það er ekki margt sem er Íslandi til gæfu í dag, svo það má ekki vanþakka það sem þó er.

En þér samt til smá fróðleiks, þá held ég að flestir taki undir að þú eigir ekki að skaða aðra með ákvörðunum þínum.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2012 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 364
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6095
  • Frá upphafi: 1399263

Annað

  • Innlit í dag: 308
  • Innlit sl. viku: 5163
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 283

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband