Osló vanvirðir Nóbel.

 

Með því að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun.

Osló gæti lagst lægra með því að veita, með aðstoð miðla, systursambandi ESB friðarverðlaunin.  

Sovétið var líka friðarsamband samkvæmt þeim rökum sem notuð voru til að útskýra veitingu verðlaunanna til ESB.  Það hélt saman þjóðum svo þær slógust ekki á meðan, stuðlaði þannig að friði og öryggi.  

En það gerði það með valdi, og kúgun.

 

Evrópusambandið hefur eftir evrukreppuna miklu beitt sömu meðulum, en í stað öryggislögreglu er samþættu átaki fjölmiðla og keyptra háskólamanna notað til að heilaþvo fólk að ekkert annað sé hægt að gera en að skemma innvið samfélaga, skuldaþrælka fólk og þjóðir, og afnema þá þætti sem gera þjóðir sjálfstæðar.

Eurokratinn talar núna fullum fetum að það eina sem bjargi evrunni sé sambandsríki Evrópu sem fari með alla efnahagsstjórnun.  Og það hvarflar ekki að honum að spyrja almennings álits.

 

Sovétið hafði það  fram yfir Evrópusambandið að í stofnsáttmála þess var gert ráð fyrir að þjóðir gætu yfirgefið sambandið, sem þær gerðu um og uppúr 1990.  Reglur Evrópusambandsins gera ekki ráð fyrir að sjálfstæð þjóð geti farið ef hún eru einu sinni kominn inn þó vissulega skorti sambandinu hervald, ennþá, til að halda þjóðum inni.  En það kemur, öll kúgunarsambönd gera það fyrr en síðar, og vísa þá alltaf í einhverja sögulega nauðsyn.

Sovétið hafði minna regluverk ef eitthvað var, gúrkurnar máttu til dæmis vera í búðum eins og náttúran skapaði þær enda matur matur en ekki fóður fyrir reglupésa.

 

Kúgunarbandalög, reglubandalög ógna friði og á meðan Sovétið var og hét hefði engum dottið í hug að veita því friðarverðlaun.  Nema náttúrulega Fiedel Castro enda langaði honum alltaf að vera memm.  

Eitthvað svipað virðist vera gerast núna í Osló, þar langar mönnum rosalega mikið að verða memm, og væru memm ef það væri ekki þetta leiðinlega lýðræði sem sagði Nei.  

Það næst besta er greinilega að tjá aðdáun sína og ást með svona gjörningi.  

Að veita bandalagi sem hefur valdið almenningi í Grikklandi ómældum þjáningum, friðarverðlaun.

Þetta er aðeins hægt ef menn skrúfa fyrir öll þau tól og tæki sem veita fréttir af því sem raunverulega er að gerast í Evrópu.  Þá sjá menn ekki örvæntinguna, reiðina, vonleysið.

Þá sjá menn ekki allt það unga fólk sem haldið hefur út á götur til að mótmæla regluskrímslinu sem eyðilagt hefur framtíð þess.

 

Og skilja ekki að þetta er aðeins upphafið.

Upphafið af uppreisn fólksins gegn alræði fjármagnsins, gegn yfirráðum regluveldis, gegn þeim sem skilja ekki að margbreytileiki mannlífsins er forsenda vaxtar og grósku.

 

Friðarbandalagið mun loga áður en yfir líkur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Mótmæla því að ESB fái friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Ekki bara Alfred Nobel, líka alla þá sem þegið hafa verðlaunin í gegnum tíðina í góðri trú, nú eru þeir settir á stall með Evrópusambandinu sem er ákaflega umdeilt og ekki fyrirséð að það eigi ekki eftir að valda ófriðarbáli. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 09:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Satt er það Kristján.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:19

3 identicon

Sæll.

Þetta er alveg rétt hjá þeim, mér fannst þessi verðlaunaafhending alveg út í hött.

Evrópubandalagið sá ekki um að varðveita friðinn í Evrópu. Evrópa og Evrópusambandið voru eins og mýs á milli USSR og USA og gátu ekkert gert án vinks þaðan. Að reyna að halda því fram að ESB sé friðarbandalag er í besta falli barnaskapur.

Það voru líka ótrúleg mistök að veita Obama þessi verðlaun á sínum tíma.

Afleiðing margra mistaka við veitingu þessara verðlauna er auðvitað sú að menn hætta að taka mark á þeim. Einnig er gert lítið úr þeim sem raunverulega hafa unnið þau sér inn eins og mér sýnist KBK vera réttilega að segja.

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 10:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er rétt Helgi, svona rugl gengisfellir verðlaunin, á tímum þar sem aldrei hefur verið eins mikil þörf fyrir að menn skilji mikilvægi friðar og sáttar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 15:08

5 identicon

Ég er sammála þér Ómar. Það mun engin þjóð eiga afturkvæmt úr EU. Það verður séð til þess með góðu eða illu. Friðarverðlaun Nobels eru fyrir löngu, orðin marklaus.

Benni (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 765
  • Sl. viku: 5565
  • Frá upphafi: 1400322

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4781
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband