30.11.2012 | 06:17
Prófessor á villigötum.
Það er engin alvara að baki hinum meintu stjórnarskráarbreytingum ríkisstjórnarinnar.
Þetta er kosningamál, og þetta er Sýnd til að draga athygli frá því sem er að gerast, það er fyrirhuguð yfirtaka amerísku vogunarsjóðanna á íslensku efnahagslífi.
Hliðaráhrif er svo dúsan handa þingmönnum Hreyfingarinnar svo þeir haldi áfram að bakstyðja öll óhæfuverk ríkisstjórnarinnar. Hugsunin er að þeir skapi sér vígstöðu hjá verktakaflokknum sem þeir af smekkvísi sinni kenna við Dögun. Sem er orðskrípi miðað við þær hörmungar sem bíða þjóðarinnar, ekki nema að húmorinn sé algjör og tilvísunin sé í dögun nýrra tíma fyrir vogunarsjóði sem hafa aldrei áður reynt að skuldaþrælka heilt vestrænt lýðræðisríki.
Þess vegna þarf ekki vönduð vinnubrögð, því það er svo erfitt að vanda það sem ekki er.
Sem og hitt að deilur og átök, sundrung og hjaðningavíg er ákkúrat það sem amerísku vogunarsjóðirnir vilja.
Því á meðan sameinast þjóðin ekki gegn þeim.
Svo einfalt er þetta.
Blasir við.
Kveðja að austan.
Prófessor undrast vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru skilaboðin ekki bara
Það skiptir engu máli hvaða athugsemdir verða gerðar - VIÐ ætlum að hafa þetta svona
Grímur (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 08:34
Blessaður Grímur.
Skilaboðin eru að sú málsmeðferð sem hefur í för með sér mestu upplausnina og sundrunguna, að hún verður farin.
Því eins og ég sagði hér að ofan, þá er tilgangur þessa gönuhlaups allt annar en að breyta stjórnarskránni.
Þetta er grímulaus valdabarátta og ekkert annað. Og í henni er engu eirt, hvorki almenningi eða þeim þáttum sem binda þjóðina saman.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2012 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.