29.11.2012 | 06:16
Máttur orða og hugsunar.
Lilju Mósesdóttur hefur skilað þeim árangri að sjálft fjármálakerfið er farið að móta tillögur og hugmyndir til að leysa hina miklu Vá sem við blasir af hinir algjöru forheimsku, og já glæp gegn þjóðinni, að amerískum vogunarsjóðum var afhendir bankar okkar á spottprís.
Fjármálakerfið af öllum aðilum.
Ekki stjórnmálamenn, nema þá með örfáum undantekningum sem heita Tryggvi Þór Herbertsson og Illugi Gunnarsson, ekki stjórnmálaflokkar.
Sérstaklega er það áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið til metorða fólk sem hefur annaðhvort þagað svo fast að enginn veit neitt um þeirra hugmyndir eða skoðanir, eða þá það leggst á móti öllum tillögum sem gætu orðið heimilum landsins, og þjóðinni að gagni.
Máttur orðsins er mikill.
Máttur heiðarlegs stjórnmálamanns er mikill.
Kveðja að austan.
Uppgjör í krónum afstýrði hættu á efnahagsáfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nokkuð algengt ferli, sást t.d. í Icesave-inu, að flestir gera sér ekki grein fyrir vandanum til að byrja með. Það sem skiptir öllu máli er að þegar vandinn birtist í öllu sínu veldi að réttar ákvarðanir séu teknar. Ég myndi t.d. ekki treysta Samfylkingunni.
Kalli (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 09:52
Vissulega rétt Kalli.
En það segir ekki alla söguna, þeir sem vilja ekki breytingar, en nema veðrabrigði hjá almenning, þeir taka oft upp frasa og flytja oft um þá langt mál.
Til dæmis ICEsave andstaða Sjálfstæðisflokksin, eða stórgóðar greinar Tryggva og Kristjáns Þórs um skuldavanda heimilanna.
Slá þannig á óánægju en fyrst og fremst hindra að fylgið fari til þeirra sem meina það sem þeir segja, og standa við það.
Svo þegar á reynir, er allt gleymt, einhver ísköld möt eða það sem kallast raunhæft mat þegar fjallað var um skuldir heimilanna, fær menn og flokka til að styðja ríkjandi ástand eða þær lausnir sem henta algjörlega fjármagni og fjárþjófum.
Það var almenningur sem gerði gæfumuninn í ICEsave, flokkarnir stóðu sig ekki.
Eins er það með snjóhengjuna, það eina sem er öruggt er að forysta Sjálfstæðisflokksins muni svíkja í þágu ameríska vogunarsjóða.
En það má bara ekki segja það sökum þess að vitgrannur sjálfstæðismaður, má ekki styggjast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2012 kl. 13:07
Ómar Geirsson mælir hér, sem jafnan, bara kviknakinn og fagran sannleikann,
enda er honum einungis umhugað um gróanda og möguleika lífsins,
um lífið, frá lífinu og til lífsins, bara til framtíðar möguleika okkar sem þjóðar, til lífs okkar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.