27.11.2012 | 23:09
Er þetta ekki einelti???
Össur blaðrar endalaust, jafnt heima sem erlendis.
Og enginn segir neitt, allavega ekki lengur.
En Sigríður, sem dreymir um að verða formaður í pínu pínu flokknum, eftir kosningar, hélt að hún yrði að vera eins og Össur, og blaðra dulítið, til að geta sagst hafa réttu reynsluna, til að koma til greina sem formaður í flokknum sem á enga samleið með raunveruleikanum, hún er tekin á beinið.
Í Morgunblaðinu.
Samt segir Davíð í leiðara að hún sé enginn bógur.
Samt fær hún á sig sérstakt viðtal, og er búin að vera efst á listanum sem er helst í fréttum, á Mbl.is.
Myndi Mogginn gera þetta við bóg????, eða karlmann???
Allavega man ég eftir vísdómi sem ég heyrði á unglingsárum mínum sem höfð voru eftir manni, sem var ekki stór, en átti það til á böllum að vera upptekinn við að ögra heilum skipshöfnum, þegar böllin voru og hétu á síldarárunum, og í kjölfarið vera laminn í klessu, að hann væri vissulega ekki stór, en hann væri ekki fyrir það að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur.
Hann réði ekki stærðinni, en hann réði áskorunum sínum.
Hann var ekki fyrir auðveldan sigur.
Hann var ekki í eineltinu.
Kveðja að austan.
Óheppileg ummæli Sigríðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 291
- Sl. sólarhring: 801
- Sl. viku: 6022
- Frá upphafi: 1399190
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 5104
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að ég sé sammála Davíð og gef blaðamönnum erlendis hærri einkunn en þeim íslensku. Erlendu blaðamönnunum hefur tekist í nokkur ár að þefa upp mestu aulanna sem fyrirfinnast í íslenskri pólitík og taka við þá viðtal. Þeir eru að koma með forsíðufréttir og finna fórnarlömb hér á Íslandi.
Í hvert skipti þá fellur álit Ísland niður um nokkrar gráður,en rís upp aftur þegar skýringar koma á ummælum vitleysinganna í viðtölum við vitiborna menn. En leiðréttingar koma fram á innsíðum eða stuttum innslögum.
Þetta hefur þú horft upp á sl. 4 ár. því miður er mannvalið ekki svo sterkt í forustusveit okkar. Við höfum tendens til að kjósa heiladaufa einstaklinga til til valds sl. 30 ár sem ég man pólitík. Sumir eyrnastórir eru byrjaðir að skrifa umsjálfhverfa kynslóð og aðrir hafa allt á hornum sér.
Við erum eins og sá litli sem ögraði öllum og var sleginn niður margsinnis á böllum, en hann hafði rétt til að spyrja og hann gerði það.
Það gefur okkur von að við íslendingar rísum ávallt upp aftur, þegar við höfum verið sleginn niður af þeim sem halda sig sterkari, og við þurfum aðeins að hinkra dágóða stund til að jafna okkur.
Sú stund mun koma að sá vitgranni mun upplifa sannleikann um sína eigin heimsku og láta sig hverfa. Vonandi að sjálfsdáðum.
Kosningar segja engan sannleika fyrr en upplifun og skilningur vitgannra verður til þess að þeir sameinist um að koma sér til bólar og sofi úr sér þreytuna. Því mörg voru verkin að mér skilst af þeim.
Eggert Guðmundsson, 28.11.2012 kl. 00:05
Íslenskir fjölmiðlar eru ótrúverðugir. Fólk þarf að kynna sér málin sjálft, ef það vill vita hvað er í gangi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2012 kl. 00:35
Blessaður Eggert.
Það er kannski fullsterk alhæfing að við höfum kosið yfir okkur heiladaufa einstaklinga til valda síðastliðin 30 ár en það urðu ákveðin skil í kosningunum 2007, það er eins og öll reynsla hafi horfið af þingi.
Flestir þingmenn hugsa og tala í frösum út frá raunveruleika sem löngu er liðinn, og kannski var aldrei til. Og hafa því ekkert að segja um þann alvarleika sem blasti við eftir Hrun. Það er tildæmis sláandi að lesa frásögn Davíðs af viðbrögðum þáverandi ríkisstjórnar þegar hann tilkynnti þeim að allt væri búið.
Það lá við að hann hefði verið spurður, "hvert er svo næsta mál á fundinum".
En þetta er ekki bundið við Ísland, sjáðu til dæmis viðbrögð evrópskra stjórnmálamanna við evruvandanum???
Reyndar er slík heimska í gangi að ég hef sagt það áður, og styrkist í þeirri skoðun hvern dag, að ekkert mannlegt fái skýrt hana, það eru einhver forlög sem stýra öllu að Ögurstund mannsins. Og það þarf mikið til að algjör efahyggjumaður eins og ég er, láti svona út úr mér.
En ég á engar aðrar skýringar. Ekki þessa heims.
En takk fyrir að sjá hugsun mína með dæmisögunni, við ráðum ekki hvað við erum, en við ráðum hvað við gerum.
Þess vegna er ég byrjaður að blogga, og mun ekki hætta fyrr en yfir líkur.
Ögurstund þjóðarinnar er runnin upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 08:39
Takk fyrir innlitið Jóna Kolbrún.
Fjölmiðlar okkar þjóna allir eigendum sínum. Sem betur fer á gamla auðvaldið Morgunblaðið, það er því eini fjölmiðillinn sem er ekki að svíkja þjóðina í skuldaþrældóm erlendra fjármagnseiganda.
Landráðafólk og þjóðníðingar stýra hinum.
Kveðja að austan.
PS, svo er það náttúrlega Gagnaugað, þar ráða engir hagsmunir heldur frjáls vilji.
Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.