Hræðsluáróðurinn á sér engin takmörk.

 

Evrópa er að hverfa í svarthol evrunnar, sundrung og upplausn blasir við.  

Það mun hafa alvarleg áhrif á íslenskan efnahag, það mun valda samdrætti og atvinnuleysi.

 

Evran þjónar aðeins einum húsbónda, fjármagninu, og þá sérstaklega skítuga fjármagninu sem hefur óhindrað flætt um fjármálamarkaði álfunnar.

Evran er eitt form áætlunarbúskapar sem þjóðir Austur Evrópu fengu að kenna á í áratugi.  Áætlunarbúskapar sem klippir á sambandið milli framboðs og eftirspurnar.  Orð og yfirlýsingar eru undirstöður evrunnar, ekki raunveruleiki efnahagslífsins.

Evran mun því deyja eins og Sovétið á sínum tíma því fólk sættir sig ekki við örbirgð forræðishyggjunnar.

 

Dauði evrunnar er upprisa Evrópu, í kjölfar mynta sem endurspegla hinn efnahagslega raunveruleika mun heilbrigð samkeppni drífa þjóðir Evrópu áfram.

Og þróttmikið hagkerfi Evrópu mun hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnhagslíf.

 

Það er ekki skrítið að núverandi ríkisstjórn skuli kveða þá öfugmælavísu að hrun evrunnar muni hafa "skelfilegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf", öfugmælavísur eru hennar eini kveðskapur.

En það er skrítið að Mogginn skuli birta svona bull athugasemdarlaust.  

Vekur  enn og aftur upp spurningar hvort ESB gullið hafi síast í pyngju Óskars.  Að blaðamenn Morgunblaðsins séu neyddir til að birta svona bull svo þeir fái frið til að sinna alvöru blaðamennsku eins og að upplýsa þjóðina um fyrirhugaða yfirtöku ameríska vogunarsjóða á íslenska bankakerfinu.

Það er full ástæða til að vera á verði, það liggur í eðli mútfés að það hefur víða áhrif.

 

Og það eru 1.000 milljarðar í húfi.

Kveðja að austan.


mbl.is Þriggja ára samdráttarskeið á Íslandi við uppbrot evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband