Mandran á bak við stjórnlagafárið.

 

Má finna í hnotskurn í þessum orðum leigupennans Jóns Kristjánssonar.

"Umboðsmenn kvótagreifa og annarra ríkiseigenda vilja ekki, að þú notir rétt þinn til að færa þjóðinni stjórnarskrá. Frumvarpið er byggt á þjóðfundi og einróma samþykkt í stjórnlagaráði. Taktu þátt í tækifæri til að færa valdið frá bófaflokkum til þjóðarinnar. ;".

Og undir þetta taka þúsundir manna í Netheimum, á kaffistofum, og annars staðar þar sem mál líðandi stundar eru rædd af ákafa og tilfinningu.

Af þessum þúsundum er margir sem tóku undir þess orð Jónasar af sömu sannfæringu og tilfinningahita í öðrum þjóðarkosningum, ICEsave kosningunum hinni fyrri, þessir stoltu í 2% hópnum, sem einarðir mættu á kjörstað og kusu gegn bófaflokknum og sögðu því Já við ICEsave.

 

Fleiri af þessum þúsundum  tóku hins vegar ekki mark á þessum orðum Jónasar, og urðu jafnvel ill þegar hann nýtti aðstöðu sína í morgunútvarpi Rásar 2 og kallaði það vitleysinga og bjána, að láta bófaflokkana glepja sig til að standa gegn réttmætum kröfum breta og Hollendinga í ICEsave deilunni.

Jónas hefur ekkert breytt orðalagi sínu, notar ennþá sömu orð og sömu frasa, höfðar ennþá til sömu hvata fólks, andúðar og reiði á Sjálfstæðisflokknum.  

Jónas hefur ekkert breyst, hann kemur til dyranna í sínum fötum, merktum sínum húsbóndum, fólkinu sem fóðrar hann.

 

Andstaðan við auðránið og skuldaþrældóminn hefur hins vegar breyst.

Hún er auðplataðri, trúgjarnari.  

Hún sættir sig við skuldahlekki amerísku vogunarsjóðanna sem blóðmjólkar almenning í gegnum eignarhald sitt á bönkunum, svo vel að hún telur það meira skipta að fá að vera reitt, að fá að hrópa vígorð gegn andstæðingum fortíðar.  

Þeirra sem stjórnuðu en stjórna ekki í dag.

 

Og uppsker hið endanlega þrælaþjóðfélag sem er handan hornsins þegar snjóhengjan verður öll komin á almenning í formi erlendra gjaldeyrislána, líkt og auðránsvaldið er að gera almenningi á Spáni, Írlandi, Grikklandi og víðar í Evrópu.

Að skattar fari í greiða gjaldeyriskuld sem fór öll í vasa braskara sýndarfjármálakerfisins sem hrundi með ósköpum haustið 2008.

Að skattar fari ekki í almannaþjónustu eins og menntun og heilsugæslu.

En hún uppsker líka útrás fyrir tuð og óánægju, fær jafnvel að skrifa undir plagg sem tjáir mótmæli við kvótalögin frá 19hundruð og eitthvað.  Hugsanlega, ef leppar amerísku vogunarsjóðanna eru mjög örlátir þá er hægt að mótmæla í leiðinni óréttlæti einokunarverslunarinnar eða aftöku Jóns Arasonar.

Hver veit.

 

En uppskeran, skuldaþrældómurinn er öruggur því hver berst við hið dauða fjármagna ef það er ekki fólkið í Andstöðunni??

Um þetta snúast kosningarnar á laugardaginn, er hægt að plata fólk út í hið óendanlega, ef menn nota möndrur í stað raka, úthugsaðan áróður í stað vitrænnar umræðu.

Þær snúast ekki um stjórnarskrána.

Þær snúast um hvort hægt sé að plata fólk, með lygi, rakalausum þættingi, linnulausum áróðri þar sem andstæðingar þrælahaldarana er endalaust spyrtir við sægreifa og bófaflokka.

Þær eru æfing fyrir stóru kosninguna, þegar ríkisstjórnin stendur við undirritaða skuldbindingu sína í aðildarviðræðunum við ESB.

Skuldbindingu sem segir, "ríkisstjórn Íslands mun lúta dómi EFTA dómsins í ICEsave deilunni.

 

Þessi kosning er svipan sem á að nota á Ólaf Ragnar svo hann þori ekki að senda hin endanlegu svik í ICEsave deilunni í þjóðaratkvæði.

Því uppgjöf í ICEsave er forsenda aðildar að Evrópusambandinu.

Kosningin snýst ekkert um væntanlega hugsanlega nýja stjórnarskrá, hún snýst um hvort ICEsave þjófarnir sem eru í bandalagi við nýdæmda vaxtaþjófa, hafi náð að þróa áróðurstækni tómhyggjunnar á það stig, að ekkert fái staðist hana.

Hvorki vit, skynsemi, staðreyndir eða framtíð barna okkar.

 

Munum að sá sem styður þjófa, sá sem vinnur með þjófum, verður alltaf annað af tvennu.

Þjófur, eða fórnarlamb þjófa.

 

Aldrei frjáls heiðarlegur maður.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ég hefi marga hildi háð um dagana,en þarna,veður mér ekki á,als ekki,segi nei!!!!/kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 19.10.2012 kl. 16:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, við segjum Nei Haraldur, það er öruggt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.10.2012 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1658
  • Frá upphafi: 1412772

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1477
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband