19.10.2012 | 07:47
Hvað gat Alþingi gert annað???
Annað en að setja ólögleg lög????
Spyr Árni Páll Árnason, höfundur ólaganna.
Svarið er mjög einfalt, Alþingi gat sett lög í þágu heimila og lántaka, ekki lög sem gengu út frá að styggja ekki hina nýju eigendur bankanna, amerísku vogunarsjóðina.
Árni Páll á engar málsbætur, sérfróðir menn eins og Marínó Njálsson, bentu stjórnvöldum og Alþingi strax á að hin nýju lög væru ólögleg. Vísuðu ekki í dómsfordæmi, þess þurfti ekki því þeir vísuðu í skýran lagatexta.
Ástæða þess að ekki var til dómsfordæmi var sú einfalda staðreynd að ekkert fyrri stjórnvald hafði haft það ímyndarafl að brjóta lögin með þeim hætti sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði í þágu auðs og fjármagns.
Það þarf nefnilega mikinn brotavilja til að ávinna sér titilinn vaxtaþjófur.
En málið liggur ljóst fyrir, Árni Páll kemur uppum strákinn Tuma.
"[E]nda skildu allir bankar fordæmi Hæstaréttar á sama veg og Alþingi."
Það var álit bankanna sem skipti máli, öllu máli. Banka sem voru þegar dæmdir gengislánaþjófar.
Gengislánaþjófnaðurinn og síðan vaxtaþjófnaðurinn hefur valdið óendanlegum þjáningum fólks sem stóð höllu fæti fjárhagslega. Hrakið fólk af heimilum sínum, sundrað fjölskyldum sem hafa bugast undan álaginu.
Er illvirki sem seint gleymist.
Og þó, er þegar gleymt því áróðursfólk þjófanna, gengislána, vaxta og ICEsave þjófanna fann upp snjallan mótleik.
Það keypti upp hluta Andófsins og fékk það til að sprikla um nýja stjórnarskrá.
Með þeirri afleiðingu að í dag talar enginn um þjófa. Það tala allir um sægreifa og sjalla, um hefnd og uppgjör við liðna atburði.
Og á meðan heldur ránið áfram.
Sniðugt??
Kveðja að austan.
Lögin tóku ekki rétt af nokkrum manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 12
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1412778
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1483
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meiri snillingurinn. Er virkilega eftirspurn eftir þessum manni til formennsku í Samfylkingunni?
Gylfi Magnússon fór á taugum og heimtaði afturvirka seðlabankavexti eftir fyrsta gengislánadóminn. ÁPÁ skáldaði upp túlkun á vaxtadómi hæstaréttar þrátt fyrir hafsjó af athugasemdum frá lögmönnum, umboðsmanni skuldara, HH og fleirum um að aftirvirkni vaxta stæðist ekki lög. Eiginkona lögmanns Lýsingar tók svo, Guð hjálpi mér, að sér að koma ÁPÁ lögunum í gegnum þingið þegar Helgi Hjörvar sagði sig frá málinu. Við endurútreikning í kjölfar ÁPÁ laganna voru margir lántakar með hærri greiðslubyrði en fyrir lagasetninguna þó miðað væri við upphaflega gengistryggingu.
Það væri ekki hægt að skáld upp þennan farsa þó maður gerði ekki annað enn að reyna bróðurpart ævi sinnar!
Ef að stjórninni hefði gengið gott eitt til þá hefði hefði hún þegar að efasemdir fóru að koma fram lögmæti þessara lána, einhent sér í að vinda ofan af þessu máli með hraði til þess að fá úr því skorið hver væri hin raunverulega skuldastaða heimila og fyrirtækja í landinu. Það er búið að bjóða ofan af fólki húsnæði svo skiptir hundruðum vegna þessara lána. Sumir þessara aðila gátu staðið í skilum með greiðslur af þessum lánum ef þau hefðu verið reiknuð rétt og uppboð því ástæðulaust. Sú spurning er áleitin hvort að lögfræðiálit SÍ um ólögmæti þessara lána (sem Gylfi Magnússon þóttist ekki hafa séð þó að það hefði praktískt séð legið á skrifborðinu hans) var ekki FME, SÍ og stjórninni að fullu kunnugt þegar stjórnin tók við völdum.
Ég skal taka hattinn ofan fyrir ÁPÁ ef hann leggur spilin á borðið og viðurkennir það sem blasir við hverju mannsbarni að skjaldborgarstjórnin reyndi vitandi vits að endurreisa bankakerfið með fé sem tilheyrði lántakendum.
Seiken (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 09:17
Blessaður Seiken.
"Það væri ekki hægt að skáld upp þennan farsa þó maður gerði ekki annað enn að reyna bróðurpart ævi sinnar!".
Þú ert einfaldlega ekki skáld, þannig er það.
En skáldin komust upp með farsann, veistu ekki að þetta var allt sægreifunum og bófaflokkunum að kenna.
Og núna ætlum við að setja stjórnarskrá á helvítin.
Eða þannig.
Sem segir manni það að lykillinn að athygli almennings er góður skáldskapur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 09:31
Það þarf engin ný lög, heldur aðeins að framfylgja þeim sem fyrir eru.
Það eru í raun ný lög, sem hafða öðru fremur verið til trafala í málinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 11:54
Rétt Guðmundur, en Alþingi gat skerpt á þeim lögum og jafnvel sett eftirlitsnefnd yfir bankana sem sæi til þess að þeir færu eftir lögum.
Og viljandi þjófar áttu að sæta ábyrgð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.10.2012 kl. 12:06
Það er einmitt málið, þetta snýst fyrst og fremst um ranga framkvæmd samkvæmt lögum 151/2010, en dómurinn tók hinsvegar í rauninni enga afstöðu til þess hvort þau lög væru ógild eða ekki. Hann fór einfaldlega bara framhjá þeim og beint í stjórnarskránna, þar sem segir: "þetta framferði bankans er bannað í 72. gr. stjórnarskrár". Lykilatriði hér er að það var framferði bankans sem dæmt var um. Ekki lögin.
Þannig var niðurstaðan fengin, og þá skiptir engu máli lengur hvernig beri að skilja lög 151/2010, að því er varðar þegar greidda gjalddaga.
Með öðrum orðum, að þá hefur Hæstiréttur sett fram þá skýringu útfrá samhengi laga nr. 151/2010 að þau geti ekki með nokkru móti talist afturvirk.
Sem er það sama og Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir fylgismenn neytendasjónarmiða hafa haldið fram lengst af.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.