Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur allt í rúst.

 

Hvar sem hann hefur komið.  

Óháð heimsálfum, óháð stjórnarfyrirkomulagi.

Einkenni hans er að senda almenningi reikninginn vegna fjármálabrasks elítunnar.

Óráð hans felast í frjálshyggjuheimskunni að skera niður, að eyðileggja, að dýpka kreppur langt um fram það sem eðlilegt er.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill samt ekki allt það illa sem hann hefur gert, allavega hefur hann formlega beðist afsökunar á afglöpum og níðingsskap sínum í Suðaustur Asíu og Suður Ameríku.  

Sú afsökunarbeiðni er skjalfest, hún er staðreynd.

 

Staðreynd um víða veröld nema á ársþingi ASÍ.

Þar eru óráð sjóðsins krónunni að kenna.

Og þjáningar íslensks almennings munu verða leystar í sæluríki evrunnar.

Sæluríki þar sem alþýðan hefur ekki vinnu, þar sem alþýðan gistir strætin þegar hið Dauða fjármagn hendir henni út á gaddinn.

 

Hver er hæð mútugreiðslna ESB handa forystu ASÍ???

Eða er þetta auma fólk viljugir fylgisveinar skuldaþrælkunar íslensks almennings????

 

Hvað með verkafólk landsbyggðarinnar, er arfur þess að hneigja sig þegar fulltrúar auðvalds flytja tölur um þrælkun almennings, um þrælkun alþýðu þessa lands.

Erum við stödd á árinu 12 fyrir Krist, eða 2012 eftir Krist????

Er þrælahaldi ICEsave þjófanna okkar eina hlutskipti???

Þurfum við að hlusta á keypta menn dásama þrælabúðir evrunnar????

Hvar er reisn okkar og sæmd???

 

Ég vona að hún sé til.

Ég vona að innan um þrælastóðið sé fólk, frjálst fólk, sem muni púa og fordæma lygar og blekkingar ICEsave þjófanna.

Að ennþá sé til fólk inna Alþýðusambands Íslands.

Að mútufé ESB fái ekki allt keypt.

 

En þar fyrir utan vona ég að til sé fólk á fjölmiðlum landsins sem sjái að orsök þess að meðalfjölskylda fái ekki keypt meðalíbúð sé arðránstækið kennt við óskabarn ASÍ og Gylfa forseta, verðtryggingin.

Verðtryggingin viðheldur kaupmátt fróðukróunnar á kostnað almennings.

Verðtryggingin er leiðarvísar hins venjulega manns til að þekkja þá sem illt vilja, sem nota rök hins dauða fjármagns til að leggja hinn venjulega mann í hlekki skuldaþrældómsins.

Verðtrygginu má afnema, hún er mannanna verk.

 

Látum ekki þrælarekendur AGS villa okkur sýn.

Og ef lífið er þess virði að verja það, mætum á þing ASÍ og púum niður hið dauða fjármagn.

Púum niður hina keypta forystu.

 

Og upphefjum lífið.

Að við, hið venjulega fólk fáum lifað í þessu landi.

 

Segjum bless við fulltrúa hins dauða fjármagns.

Kveðja að austan.


mbl.is Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 504
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6235
  • Frá upphafi: 1399403

Annað

  • Innlit í dag: 426
  • Innlit sl. viku: 5281
  • Gestir í dag: 391
  • IP-tölur í dag: 385

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband