Samstaða stígur skref.

 

Til forystu á lausnum á efnahagsvanda þjóðarinnar.

Lesið fréttina, hef engu við að bæta.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Peningamyndun og útlánastarfsemi verði aðskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allar góðar hugmyndir þarf að skoða.  Og vonandi fá öll nýju framboðin brautargengi í kosningum næsta vor, sérstaklega DÖgun og Samstaða.  Það er okkar almennings að tryggja þeim góða kosningu ef við viljum breyta um kúrs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 11:25

2 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég er mjög ánægður með þessa ályktun. Það er efst á forgangslistanum hjá Samstöðu að vinna að bættu efnahagskerfi fyrir heimilin í landinu.

Ásthildur: Þó að Dögun sé tæknilega nýtt framboð þá er ekki mikið nýtt í því þetta er bara sameining þriggja flokka. Stefnurnar þeirra eru samt góðar, að mörgu leiti svipaðar og hjá Samstöðu. En ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með þingmennina þeirra sem hafa misst öll tengsl við grasrótina. Hreyfingin er orðin að þriðja hjóli ríkisstjórnarinnar og heldur henni á lífi.

Hallgeir Ellýjarson, 17.10.2012 kl. 13:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég er reyndar ekki sammála því Hallgeir þau hafa aftur á móti reynt að styðja þau mál sem þau telja til betri árangurs fyrir fólkið í landinu.  Reyndar er Birgitta farinn út hreyfingunni eftir næstu kosningar.  Margrét og Þór eru bæði heilsteyptar manneskjur sem eru ekki í vinsældarkapphlaupi.  Þó að Dögun sé ekki glænýtt framboð, þá er það samband þriggja flokka þ.e. Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingarinnar og Frjálslynda flokksins, og svo eru grasrótarsamtök þar innan borðs líka.  Ég átti minn þátt í að hvetja þessi samtök til að sameinast í einn flokk. 

Ég mun því veita þeim mitt upboð í næstu kosningum og vil vinna með þeim að góðum verkum.  En ég er líka alveg á því að Samstaða eigi að njóta alls þess besta og vonandi koma þessir tveir flokkar sterkir út úr kosningum.  Sennilega væri gott líka ef Hægri grænir fengju góða kosningu.  Þessir þrír flokkar eru eina nýja blóðið sem í sjónmáli er til endurnýjunar á alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 13:54

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Ásthildur, veit vel að þú sérð Dögun með þeim augun sem þú vilt sjá.

Sérð því ekki þá staðreynd að Hreyfingin kom inní ríkisstjórnina þegar Jón Bjarnason var rekin.  Er því réttilega þriðja hjólið, en það er rétt að ríkisstjórnin lifir ekki á þessum svikum Þórs og Margrétar, hún lifir vegna þess að hún framkvæmir stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Sem er stóra skýring þess að Ögmundur hefur aldrei aflífað stjórnina, hann veit eins og er að stóri flokkurinn kæmi aðeins í staðinn.

Dögun er appart sem mun aldrei ná árangri því flokkurin mætir aldrei óvininum þar sem hann er, heldur mætir alltaf í orrustur fortíðar sem núverandi Vald skipuleggur til að hindra atlögu að því.

Dögun vill vel en það að vilja vel, er ekki það sama og gera vel.

Því athafnir mæla gjörðir, ekki orð.

En það er mikið af góðu fólki í Dögun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2012 kl. 15:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar ég kæri mig ekki um að fólk tali svona við mig minn kæri.  Að ég sjái hlutina með þeim augum sem ég vil sjá þá.  Það er frekar fólkið sem ætlar að neita stjórnarskrárfrumvarpinu sem sér hlutina eins og það vill sjá þá, án þess að skoða málið.  Í sambandi við Dögun þá hef  ég unnið með þeim og þekki marga frá fyrri tíð og hef kynnst öðrum nýlega.  Ekki tala svona niður til mín.  Ég er enginn asni, en ég skoða hlutina vel áður en ég tek ákvörðun.  Ég get ekki séð samasemmerki milli ESBumsóknar stjórnvalda og því ferli sem stjórnarskráin hefur gengið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 17:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæra Ásthildur.

Mér þykir miður hvernig þú bregst við athugasemd minni hér að ofan.  Ég fullyrði hvergi að þú sért asni, nota milt orðalag (að sjá hlutina eins og maður vill sjá þá) yfir beina rangfærslu um þátt Hreyfingarinnar í að tryggja núverandi ríkisstjórn þingmeirihluta og fer almennt fínt í stuðning Dögunar við auðklíku landsins.

Ég geri það vegna þess að mér er hlýtt til þín Ásthildur og met mikils þau lífsviðhorf sem þú stendur fyrir og stendur vörð um með góðri málfylgju þinni.

Málið er samt Ásthildur að ég verð að standa vörð um tilgang þessa bloggs, sem er að berja á auðræningjunum sem ógna framtíð barna minna, og get því ekki látið svart vera hvítt til að þóknast fólki.  Eitthvað sem ég hélt að allir skyldu sem læsu þetta blogg að staðaldri.  

Ég er ekkert að skipta mér að skoðunum þínum, hvorki á Dögun eða stjórnarskránni, ég tjái aðeins mínar skoðanir um af hverju ég tel Dögun ekki lengur í hópi þeirra Andófsflokka sem berjast gegn valdinu.  Vissulega á ég mikla samleið með Samstöðu en ég læt aðra njóta sannmælis, og eða gagnrýni, og þá með rökum.  Þess vegna andmæli ég ekki stuðningsmönnum Hægri Græna þegar þeir benda á að þeir séu einarðir í andstöðunni, það er satt, þeir eru málefnalegir, og taka slaginn við valdið þar sem átökin eru, ekki þar sem valdið kýs að beita sjónhverfingum sínum í tilbúnum átökum.

Þú sérð hlutina öðrum augum, gott og vel, það er þitt mál.

Þegar ég tekst á við það sjónarmið, þá geri ég það almennt, í pistlum mínum, færi fyrir því rök, og tek umræðuna í athugarsemdarkerfinu ef því er að skipta.

Ég gæti skilið sjónarmið þitt Ásthildur ef ég hefði komið inná þitt blogg og notað þetta orðalag, þá hefði ég túlkað viðbrögð þín þannig að ef mér finnst þú farir rangt með, að þá eigi ég að segja það hreint út.

En ég var ekki á þínu bloggi, heldur mínu, og ég kaus að nálgast hlutina á þann hátt sem ég gerði.  

Vegna þess að þetta blogg mitt hefur tilgang, alvarlegan tilgang, og þegar ég vill draga eitthvað fram, þá dreg ég það fram á þann hátt sem ég kýs.

Og fólk einfaldlega verður að gera upp við sig hvort það sættir sig við það eður ei.

Hér er opið hús, en ég skipa engum að mæta.

Svoleiðis er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2012 kl. 19:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað held ég áfram að mæta Ómar minn, við erum ekki sammála um alla hluti það er nokkuð ljóst.  En ég er nú þannig gerð að ég segi hlutina eins og mér finnst þeir snúa að mér, tel það heiðarlegra og betra.  En ber virðingu fyrir skoðunum annara líka.  Og ég hef alltaf staðið með sjálfri mér ef mér hefur fundist að mér vegið.  Og trúðu mér það hef ég oft þurft að taka á í sambandi við mína yfirmenn gegnum rúmlega 30 ára viðveru.  Og það geri ég líka annarsstaðar, en það þýðir ekki að ég hlaupi burt í fýlu. Því öll málefni þarf að ræða og þegar við skiptumst á skoðunum aukum við víðsýni okkar algjörlega ómeðvitað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 20:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Vertu alltaf velkomin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2012 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 623
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 6354
  • Frá upphafi: 1399522

Annað

  • Innlit í dag: 534
  • Innlit sl. viku: 5389
  • Gestir í dag: 488
  • IP-tölur í dag: 482

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband