17.10.2012 | 06:17
Hulunni svipt af Birni Vali.
Og aðför hans að ríkisendurskoðun.
Að sjálfsögðu var hann skósveinn Steingríms líkt og endranær.
Það er eins með hann og skóhorn, nafnorðið skór fær merkingu lýsingar til að tjá þann eina tilgang sem notkun leyfir.
Munurinn er að skóhorn hjálpar hælnum, en skósveinn Steingríms bítur hæla.
Og er stoltur af.
Hvað útskýir hvatir annarra sem tóku þátt í hælbítnum???
Kveðja að austan.
Segir stjórnvöld brjóta lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fjármálaráðuneytið rændi Byr hf innanfrá, ríkið eignaðist aldrei meira en 5% í Byr hf en Byr sparissjóður átti 95%, ríkið tók aldrei yfir stofnféð en samdi við slitastjórn um að fjármálaráðneytið myndi sjá um stofnféð, Byr hf setti 2.6 milljarða inná stóru bankanna 2010 og var sú upphæð að fullu virðisrýrð sem er sérstakt þar sem að fjármálaráðuneytið er ennþá eigandi stóru bankanna þar sem að þeir hafa ekki leytað nauðasamninga og þar með ekki enþá komnir í hendur kröfuhafa auk þess sem að Eva Bryndís sem er formaður slitastjórnar Byrs var stjórnarformaður TM sem að er í fullu í eigu stóru bankanna á sama tíma. Auk þess þá var fært 36,6 milljarða gjaldeyrisjöfnuð inn sem 1,4 milljarð án þess að gera grein fyrir því í afskriftareikning né eiginfé, þar að auki þá var afskriftareikningur upp á 71 milljarð þegar byr var tekinn yfir og það er engan vegin víst að tapist nema brot á því og þetta komið sem hagnaður inn í bókhaldið seinna meir, Á sínum tíma þá voru forstjóri Byrs Ragnar Z og stjórnarformaður Jón Sólnes Búnir að semja um afskriftir við kröfuhafa vegna krafna á Byr, Steingrímur J svaraði þeim aldrei í síma eftir það heldur stökk inn í og fór að bjóða kröfuhöfum að kaupa kröfurnar fyrir ríkiskuldabréf og víkjandi skuldabréf en þannig bréf eru ekki inn í áhættugrunni Byrs heldur eru þar breytileg skuldabréf og víkjandi lán þannig að Steingrímur náði að rústa samningunum. Eins og ég benti á efst þá rændi fjármálaráðuneytið Byr innanfá og fjármálaráðherran frá þeim tíma Steingrímur J er viðskiptaráðherra í dag og þar með æðsti yfirmaður FME. Byr var ekkert gjaldþrota, Þetta er nýja Ísland
tommi (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:18
Já það var flestum hérna út í samfélaginu orðið ljóst að eitthvað mikið hafði Björn Valur að fela, þvílíkur hefur atgangur hans verið að Ríkisendurskoðanda og í rauninni þá hlítur þessi staða að vera pínleg fyrir hann þar sem hann er greinilega ekki að sjá að honum hefur verið telft fram og honum fórnað af yfirmanni sínum í von um að heildin á Ríkisstjórnarbænum sleppi...
Þessir aðilar eru búnir að fara mjög ílla með fjárhag okkar Íslendinga og verður að krefjast þess að til ábyrgðar verði kallað eftir á þessa einstaklinga...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2012 kl. 11:36
Þetta er Nýja Ísland tommi, í boði þjóðarinnar.
Blessuð Ingibjörg, eitt sem ég tek ekki undir, Björn Valur veit hvað hann er að gera.
Og þetta er það eina sem hann kann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.10.2012 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.