Það er of seint að bregðast við þegar átök byrja í bakgarðinum.

 

Heima hjá okkur.

Og þau munu gera það ef við látum öflin sem kynda undir átök og styrjaldir, komast upp með myrkrarverk sín.

 

Í Sýrlandi eru kyndararnir tveir.

Öfgaöfl múslima, fjármögnuð af miðaldastjórn Sauda og vestræn ríki með Bandaríkjamenn í fararbroddi.

Uppreisnin í Sýrlandi hefur lítt með frelsisbaráttu almennings að gera.  Almenningur er fórnarlamb, ekki gerandi eins og svo oft áður.

Og svona átök munu aðeins stigmagnast þar til enginn fær þau stöðvuð.

 

Þá er stutt í bakgarð okkar.

Stutt í að okkar börn upplifi hið skefjalausa ofbeldi.

Og hvað gerum við þá????

 

Kaupum okkur tímavél og gerum það sem við þurfum að gera í dag???  Að hrekja kyndarana úr valdastöðum heimsins???

Eða jörðum við börnin okkar, segjum að shit happens.

 

Munum að lífið í Sýrlandi á sama rétt til lífs og okkar líf.

Gleymum því aldrei.

 

Og hættum að haga okkur eins og strútar.  Að láta eins og ekkert sé að þegar illskuöfl heimsins vinna leynt og ljóst að því að tortíma framtíð barna okkar.

Mótmælum  ofbeldinu í Sýrlandi með því að hrekja leppa AGS frá völdum.  Gefum bæði Jóhönnu og Bjarna Ben frí, gefum fjórflokknum frí.  Gefum öllum þeim stjórnmálamönnum frí sem hafa ekki kjark til að takast á við alvarleik mála, sem hafa ekki kjark til að ráðast gegn illskuöflum heimsins.

Allt annað er aðeins plástur á opið æxli sem heldur áfram að grafa um sig þar til allt mannlíf er undir.

Það er engin styttri leið, það er ekkert shortcut.

 

Aðeins verk sem þarf að vinna.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hafa upplifað skelfilegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það gera börnin í Afiríku einnig og víðar,Ómar ég hélt þig þann mann að þú værir ekki að verja einræðisherra og glæpamenn/Þarna erum við ekki sammála als ekki!!!Kveðja að sunnan!!!

Haraldur Haraldsson, 25.9.2012 kl. 13:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Haraldur, hvar í minni færslu lest þú stuðning við einræðisherra og glæpamenn??'

Og meðan þú lest hana yfir mátt þú svara fyrir mig einni samviskuspurningu, myndir þú telja það réttlætanlegt að Al Kaida myrti svona eins og eitt stykki þorp á Íslandi ef þau tengdu þau dráp við að það myndi ýta undir fall einræðisherra Sýrlands????

Reikna með að þú segir Nei, en ef það sannarlega gerði slíkt, og CIA stæði að baki drápunum, sem yrðu til þess að alþjóðlegur þrýstingur yrði til að Assad hröklaðist frá völdum, væri þá réttlætanlegt að sprengja til dæmis Hveragerði upp með manni og mús???

Við myndum jú losna við eitt stykki einræðisherra og glæpamann!!!!

Af hverju má ekki drepa saklaust fólk á Íslandi eins og saklaust fólk í Sýrlandi.  Er þeirra líf minna virði en okkar???  Er það þá vegna þess að þau eiga heima svo langt í burtu???

Haraldur, það var ekkert það í gangi í Sýrlandi sem réttlætir þjáningar sýrlensku þjóðarinnar í dag.  

Munum að frá 1980 hafa tugir einræðisstjórna vikið fyrir lýðræðislegum kröfum almennings.   Núna síðast í Bruma en þekktast er hvernig kommúnistar gáfu eftir í Austur Evrópu.  

Borgarstyrjaldir ráku þessar stjórnir ekki frá.  

Við eigum að fara varlega í að drepa fólk í nafni lýðræðis, það er munurinn á okkur og AlKaída.  

Munurinn á okkur og Stalín.

Munurinn á okkur og Hitler.

Munurinn á siðaðri hegðun og siðblindu valdsins.

Munurinn á fólki og illmennum.

Þetta er ekki þeir eða við, þetta er fólk eins og við.

En færslan mín snérist um að okkur bæri að stöðva átakaferlana áður en það væri of seint.

Og tillaga mín var að reka leppa AGS frá völdum.

Ég hélt að þú værir ekki hrifinn af Jóhönnu og Steingrími, en svona er þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2012 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband