22.9.2012 | 09:07
Framtíð Evrópu í húfi!!!!
Segir einn af feðrum evrunnar.
Þetta eru stór orð, og þarfnast nánari útskýringar. Hvað er það sem ógnar Evrópu??? Stríð, óáran, evrukreppa????
Nei sagði þessi sami maður á fundi einhverra manna í gær. Þar segir hann samkvæmt frétt MBl.is "Við verðum að hætta að nota evruna sem blóraböggul, ........ Vandinn væri efnahagskreppa en ekki gjaldeyriskreppa".
Það er sem sagt ekki evran, það er gífurleg efnahagskreppa sem ógnar Evrópu.
Þetta er fróðlegt sjónarmið, þó hagvísar í Evrópu séu ekki sérstaklega góðir, stöðnun ríkir á evrusvæðinu, þá er þeir langt í frá að vera eins alvarlegir og í Kreppunni miklu á fórða áratug síðustu aldar. Og ósköp svipaðir og þeir voru í minikreppunni í kjölfar olíuhækkana á áttunda og byrjun níunda áratugarins. Þá ríkti líka stöðnun í Evrópu.
En það hvarflaði ekki að nokkrum manni að tala um framtíð Evrópu nema þá að hún væri björt þegar efnahagserfiðleikarnir væru að baki.
Meira að segja eftir seinna stríð, þegar stór hluti Evrópu var í kaldakoli, þá talaði enginn um að framtíð Evrópu væri í húfi, menn hófu bara handa við að byggja álfuna upp.
En í dag, opnar varla sá evrópski Eurokrati munninn án þess að tala um að framtíð Evrópu sé í húfi.
Nema að Evrópa sameinist í eitt stórríki. Líkt og á dögum Karlamagnúsar.
Og það útaf einhverri efnahagskreppu sem er ekki evrunni að kenna heldur einhverju sem Eurokratarnir kalla lausatök í ríkisfjármálum.
Nú er ekki um það deilt að evrópskir ríkiskassar eiga í basli við að ná endum saman, en það er ekki nýtt vandamál.
Það nær langt aftur í aldir. Til dæmis átti Karlamagnús erfitt með að fjármagna stríðsrekstur sinn, var alltaf skítblankur. Þegar hann sameinaði Evrópu var það vegna þess að hann langur að vera stórkóngur ekki lítill kóngur. Rökin voru ekki að sameining Evrópu væri nauðsynleg til að ná tökum á fjárhirslum konungsdæmisins.
Sannleikurinn er sá að í um 1.500 ára sögu Evrópuríkja þá hefur aldrei gengið eins vel að reka ríkiskassa álfunnar eins og eftir að evran var tekin upp. Það má evran eiga, menn hafa reynt að reka sig á þeim tekjum sem þeir hafa.
En að þessi viðvarandi halli hafi leitt til svo alvarlegrar efnahagskreppu að sjálf framtíð álfunnar væri í húfi, það hefur engum dottið í hug að nefna.
Það er því aðeins tvennt í stöðunni.
Að Eurokratinn ljúgi, hann stundi hræðsluáróður, sem er ekki honum ólikt.
Eða hann hafi rétt fyrir sér. Að sjálf framtíð Evrópu sé í húfi.
En þá er aðeins ein skýring, aðeins ein skýring.
Evran.
Að henni hafi tekist það sem svo margir reyndu, Hitler, Stalín, Svarti dauði, að eyðileggja Evrópu.
Að Evrópa sé í dauðateygjunum. Og það á aðeins rúmum 10 árum.
Geri aðrir betur.
Ætla ekki að leggja dóm á, bendi aðeins á eitt.
Svarið við banvænu eitri er ekki að auka eiturskammtinn.
Evran þarf að víkja.
Kveðja að austan.
Framtíð Evrópu sögð í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum minnir umræðan um hrun evrópu og evrunnar á þegar bátur er seldur með kvóta frá einhverju byggðarlagi; landsfjórðungurinn leggst í eyði og eitthvað verður að gera til að hindra þessa sölu. Eða Vestmannaeyjar leggjast í eyði ef ekki fæst önnur ferja strax.
Stóryrði, hræðsluáróður og heimsendaspár verða ávalt vinsælla fréttaefni en "þetta er lítið mál sem við reddum auðveldlega á næstunni".
Í allri umræðunni hefur til dæmis ekki þótt fréttnæmt þrátt fyrir mikinn fréttaflutning af veikleika og væntanlegu hruni evrunnar að hún hefur samt verið sterkari en bæði dollar og pund síðustu 10 ár og aðeins síðustu 2 ár verið veikari en yenið.
Þó sumir hafi reynt að reka sig á þeim tekjum sem þeir hafa hafa aðrir hagað sér eins og ekki væru til gjalddagar. Og það sem í evrópu telst alvarlegt ástand, nokkuð sem þeir eiga ekki að venjast, eitthvað sem sumir kalla gífurlega efnahagskreppu sem ógnar evrópu er bara samskonar halli á ríkisfjármálum og við höfum átt að venjast í áratugi og telst ekki lengur frétt hér.
Svarið við smá kvefi er ekki að skera fótinn af.
sigkja (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 04:05
Takk fyrir innlitið sigkja.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 23.9.2012 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.