21.9.2012 | 00:07
Hver ber ábyrgðina á hinni grafalvarlegu stöðu heilbrigðiskerfisins??
"Niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðismála er komin út yfir þolmörk. Ábyrgð heilbrigðisyfirvalda er mikil. Læknasamtökin hvetja því yfirvöld til tafarlausra úrbóta áður en óbætanlegur skaði hlýst af.
Er alltaf hægt að skamma ráðherra eða stjórnvöld???
Það er vitað að stærsti einstaki úgjaldaliður fjárlaga er vaxtakostnaður sem að stórum hluta er vegna hruns sýndarhagkerfisins haustið 2008.
Atvinnulífið hrundi ekki, aðeins sýndarhagkerfi pappírsviðskipta.
Samt sitjum við uppi með um 80 milljarða í vexti vegna þessa sýndarviðskipta.
Ef vextir væru á svipuðu róli og til dæmis í Bandaríkjunum, eða Bretlandi, þá væri þessi kostnaður aðeins brotabrot af því sem hann er i dag.
Guð ákveður ekki vextina, það eru menn. Lifandi fólk.
Fólk sem vinnur í umboði stjórnvalda. Núverandi stjórnvöld sitja í umboði Alþjóðagjaldeyrssjóðsins, hans hlutverk er að sjá til þess að blóðmjólka íslensku þjóðina í þágu erlendra kröfuhafa íslenska sýndarhagkerfisins.
Það er líka lifandi fólk sem ákveður að svelta heilbrigðiskerfið, ekki guð almáttugur.
En þjóðin lítur samt svo á að um guðlegt verk sé að ræða.
Það eitt skýrir að hún kóar með þessum ósköpum.
Ekki eru það skriðdrekar, eða herskip á fjörðum sem neyðir fólk til að hlýða þessum þjónum andskotans.
Samt skammar þjóðin ekki guð, hún skammar stjórnvöld, ríkisstjórnina.
Örfáa menn með engin völd, með enga getu, með ekkert vit.
Meikar þetta sens???
Er ekki raunverulega bara við okkur að sakast.
Og hvað með læknana sem álykta að hætta sé á óbætanlegum skaða??
Hver er þeirra ábyrgð???
Af hverju láta þeir bjóða sér þetta???
Af hverju ganga þeir ekki út???
Af hverju kóa þeir með????
Eru þeir að bíða eftir því að allt hrynji??
Að skaðinn verði óbætanlegur????
Hvar eru mörkin samkvæmt Hippoeiði þeirra??? Að sjúkt fólk fái ekki bráðaþjónustu, eða þeir bjargi ekki fólki sem hægt væri að bjarga ef allt væri ekki að hruni komið???
Gera þeir sér ekki grein fyrir hvað þeir eru að segja???
Að þeir sinna starfi sem snertir sjálft fjöregg þjóðarinnar. Starfi sem þolir ekki óbætanlegan skaða.
Eða eru þetta bara stóryrði, án nokkurrar merkingar annað en að vera æfing fyrir dramatíska árhátíð þar sem þeir skála dús með Birni og Guðbjarti???
Jafnvel leiksýning til að slá ryki í augu fólks, hugsanlega þá liður í kjarabaráttu???
"Óbætanlegur skaði", og þeir gera ekki neitt??
Hvaða ótti heldur þeim í svona heljargreipum að þeir þori ekki neinu???
Eru þeir hræddir við að vera látnir hverfa, skotnir, sendir til Sýrlands????
Það er ofsalega auðvelt að kenna alltaf Guðbjarti um eða Birni, en þetta eru bara tveir menn, og ekki sterkir. Virka meira að segja frekar meinleysislegir.
Mjög ólíklegt að þeir gerðu einhverjum mein þó starfsmenn spítalanna settust niður og segðu við þjóð sína, "hingað og ekki lengra. Við erum búin að fá nóg.
Fjársveltið til okkar er mannanna verk, ekki guðanna verk.
Gerið upp við ykkur hvað þið viljið, hvað skiptir ykkur máli í lífinu.
Ef það er velferð Björgólfs eða Jóns Ásgeirs, og allar hinna braskara landsins, þá gott og vel.
Við kóum ekki lengur með, við vinnum ekki lengur margfalt til að halda hinu dauðvona kerfi gangandi.
Þið skulið gera það upp við ykkur hvað þjónustu þið viljið fá, og hvað þið viljið borga fyrir hana.
Þetta er ykkar líf, þetta er ykkar dauði.
Ykkar er völin og kvölin, við erum hætt þessari vitleysu".
Og það er málið.
Það grenja allir, en enginn axlar ábyrgð.
Ábyrgð á hinum óbætanlega skaða.
En það er einn aðili sem getur aldrei axlað ábyrgð á ástandi heilbrigðiskerfisins.
Og það er þjónn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hann er sá eini sem er með hreina samvisku.
Hann sinnir aðeins sinni vinnu.
Að blóðmjólka þjóðina.
Kveðja að austan.
Læknar hafna fullyrðingu ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 47
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5631
- Frá upphafi: 1399570
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 4804
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.