20.9.2012 | 19:52
Reikningurinn sendist Samfylkingunni, 101 Reykjavík.
Að frádregnum 3 milljónum.
Ef íslenskt fólk stjórnaði landinu, þá væri ICEsave málið fyrir löngu í úr sögunni.
Deilan hefur alltaf verið kristaltær, bretar með Hollendinga sem aftanítossa, reyndu fjárkúgun sem mistókst.
Mistókst af tveimur ástæðum. Vegna þess að hún var með öllu ólögleg, og þeir höfðu ekki afl til að framfylgja henni eftir að íslenska þjóðin sagði Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef allt væri eðlilegt, það er ríkisstjórn Íslands væri skipuð íslensku fólki, þá hefðu bretar látið staðar numið, enda smán þeirra algjör auk þess vofði alltaf sú hætta yfir breskum ráðamönnum að þeir yrðu ákærðir og settir í fangelsi því fjárkúgun af öllu tagi er stranglega bönnuð samkvæmt breskum lögum. Eitthvað sem var nauðsynlegt til að brjóta írska lýðveldisherinn á bak aftur en fjárkúgn var hans megin tekjulind.
En Samfylkingin er í ríkisstjórn og í samráði við hana var útbúinn farsi sem heitir, "ákæra ESA" og EFTA dómurinn á að skera úr um. Ráðinn var sirkushópur, kallaður "Verjandtím Íslands", með einhverjum óþekktum breskum lögfræðingum, auk nokkurra Íslendinga sem vantar aukavinnu.
Kostnaðurinn við sirkushópinn er áætlaður 153 milljónir, eitthvað sem er útí hött miðað við eðli málsins og málsrök ESA.
Málið er kristaltært, reglugerð ESB um innlánstryggingar eru skýr og eftir henni fóru íslensk stjórnvöld í einu og öllu á sínum tíma.
Vissulega hefur ESA, ef það lætur nota sig í skítverk, rétt til að leggja fram bullákæru, en það kostar ekki nema nokkra þúsundkalla að svara henni.
Svarið er einfalt, ljósrit af reglugerð ESB nr. 94-19 ásamt undirstrikun á orðinu NOT, í textanum þar sem tekið er skýrt fram að ríkisvaldið er ekki í ábyrgð fyrir innlánstryggingunum sem eru fjármagnaðar af notendum tryggingarkerfisins, það er fjármálafyrirtækjunum sjálfum.
Eins þarf að ljósrita það ákvæði EES samningsins sem ítrekar neyðarrétt einstakra ríkja EES samningsins til að bregðast við aðstæðum sem ógna almannaheill eða efnahagslegum stöðugleika viðkomandi ríkja.
Í niðurlaginu þarf síðan taka það kurteislega fram að dæmi EFTA dómurinn gegn þessum neyðarrétti að þá sé það um leið uppsögn á EES samningnum, því neyðarrétturinn, að geta brugðist við hinu ófyrirséða, er jú forsenda samningsins.
Líklegast tæki það meðalgreindan lögfræðing um það bil 2 klukkutíma að taka saman nauðsynleg málsgögn, síðan þarf að borga þýðingu, og loks þarf að senda einhvern út til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu.
Það er mjög ríflegt að ætla 3 milljónir í heildarkostnað við allt þetta ferli, reyndar alltof há tala en það verður að gæta sanngirnis gagnvart Samfylkingunni og flokksmönnum hennar.
Allt umfram þessar 3 milljónir, ásamt öllum fyrri kostnað við ICEsave, á þjóðin ekki að borga.
Þeir sem stóðu fyrir svikunum, og sviku, þeir eiga að borga.
Þeir eiga ekki að koma sínum afglöpum eða sinni sviksemi yfir á almenning, eða almannasjóði.
Landsspítalinn er að hruni kominn, það er innri búnaður hans.
Fyrst fjármálaráðherra Samfylkingarinnar fann 150 milljónir umfram eðlilegan kostnað vegna ICEsave, þá er eðlilegt að þessar 150 milljónir fari til að bæta úr svo börn okkar og foreldrar fái nútíma læknisþjónustu. Það er sko 2012, ekki 1912, það er nútími, ekki fortíð.
Rík þjóð lætur ekki spítala sína drabbast niður því hún kýs frekar að kosta svikastarfsemi stuðningsmanna erlendra fjárkúgara.
Þetta er svo augljóst, þetta er svo einfalt.
Núna er loksins komið tækifæri fyrir Samfylkinguna að sýna hvað í henni býr.
Hún gæti einu sinni gert eitthvað rétt, eitthvað ærlegt.
Gefum henni tækifæri.
Sendum henni reikninginn.
Hún gæti allavega sagt Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
153 milljónir fyrir málsvörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er merkileg staðreynd að málsvörn Íslands í Icesave málinu byggir að stóru leyti á rannsóknum og málflutningi þeirra sem börðust hvað harðast fyrir því að hafna samningnum.
Sjá því til stuðnings: http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/6972
Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2012 kl. 00:42
Nei, ríkisstjórn VG og samFylkinginar hvorki getur né vill segja Nei við Icesave, því þar með er ESB aðlögunar draumur þeirra búinn. Bjarni Ben, og hans Establishment innan "Sjálfstæðis"flokksins reyndist eiga sama draum, bæði fyrir kosningarnar síðustu og einnig þegar kom að samþykkt Ivesave III í þinglegri atkvæðagreiðslu. Við minnumst kosningaauglýsinga "Sjálfstæðis"flokksins með mynd af Bjarna fyrir síðustu kosningar. Hann var ekkert að fela draumsýn sína og þingflokksformannsins Illuga Gunnarssonar um að taka skyldi upp evru strax að loknuim kosningum. Vegna þess og já við Icesave III draga margir heiðarlegir og sjálfstæðir menn trúverðugleika og dómgreind formanns og þingflokksformanns "Sjálfstæði"flokksins enn stórlega í efa. "Þeir eru á skilorði" heyri ég marga heiðarlega, sjálfstæða og eindregna andstæðinga ESB aðlögunnar segja.
Því miður verður að segja það eins og það er, að þessu liði er ekki treystandi fyrir húshorn, því það tekur strax eftir næstu kosningar, án nokkurs vafa, á rás til Brussel og Taunusstrasse í Frankfurt, þar sem Svörtu turnar hringadrottnanna í Deutsche Bank eru. Þetta lið mun ekki hrófla við samningum þeirra Steingríms J. og Jóhönnu við innlenda og erlenda hrægamma, erlenda vogunarsjóði og Deutsche bank og leppanna Björgólfs Thor og gjaldkera samFylkingarinnar. Bjarni hefur sagt að hann vilji gera hlé á ESB aðildarferlinu eftir næstu kosningur. Hvað er hlé? 15 mínútur? Og svo haldi ESB aðlögunin áfram á fullu gasi á bakvið tjöldin?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 03:53
Blessaður Guðmundur.
Ég reikna með að þetta fólk hafi unnið verkið í sjálfboðavinnu, og það réttlætir ekki þennan háa reikning sem Samfylkingin er að senda þjóðinni.
Ítreka aðeins að þetta er sirkus sem við eigum ekki að borga.
Pétur Örn, Bjarni vill inní ESB, það er forsenda þess að hann fær að vera formaður flokksins.
Hann má bara ekki segja það.
En það sem er, það er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.