20.9.2012 | 08:39
Stjórnar Teboðshreyfingin Mogganum???
Er sama hálfvitaumræða um efnahagsmál í Morgunblaðinu og er hjá öfgafólki Rebúblikana kennda við Teboðshreyfinguna???
Lygar, blekkingar, hálfsannleikur.
Allt í því eina markmiði að gera hina ofurríku, ennþá ríkari???
Hvað þýðir þessi fullyrðing, að ríkisútgjöld hafi aukist að raunvirði um 47% milli áranna 2006 og 2013???
Er ekki magnaukning gefin í skyn?? Úþensla?? Sístækkandi ríkiskaka???
Felst það ekki í orðinu raunvirði??
Nú var hlutfall hins opinbera 41,6% árið 2006.
Ef raunaukningin var 47% ætti hið opinbera í dag vera yfir 60% í dag.
Í fyrra var hlutfallið 41,9%, þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu. Sem þýðir á mannamáli að ríkið dróg sig saman í takt við niðursveifluna.
Aukningin, þessi uppí 60% ætti því öll að hafa komið fram á þessu ári. Og hinu næsta.
Hefur einhver séð þessa aukningu??
Fjölgun lögreglumanna??? Lækna, hjúkrunarkvenna????
Hærri bætur, hærri laun????
Nei, að sjálfsögðu ekki.
Það er verið að tala um krónutalshækkanir, ríkið er ekki að veita meiri þjónustu í dag en það gerði 2006, það er ekki að taka til sín stærri hluta þjóðarkökuna núna en áður.
Þensla ríkisins er spegilmynd þennslu hagkerfisins.
Augljóst mál sem skýrsluhöfundur veit, sem blaðamaður Morgunblaðsins veit.
En það er treyst á að það sé til nógu margir grunnhyggnir hægrimenn þarna úti sem falla fyrir svona falsi og blekkingum.
Og tilgangurinn er að tryggja stórsigur Sjálfstæðisflokksins sem keyrir á svona bull og lýðrskrum.
Sé flokkurinn síðan svo vitlaus að trúa sínu eigin bulli, þá sker hann niður grunnstoðir samfélagsins, sem mega ekki við meiri niðurskurði.
Og magnar þá upp kreppuna, líkt og til dæmis hægri menn á Spáni, Bretlandi og víðar hafa gert.
Heimska og lýðrskrum enda nefnilega alltaf á einn veg.
Í Hruni,.
Hruni millistéttarinnar, kjósendahóps hægri flokka.
Því hinir ofurríku þeir ræna þá sem eiga, ekki þá sem eiga ekki.
Gömul saga og ný, en aldrei áður hafa þeir fengið fórnarlömb sín til að kjósa yfir sig rán sitt í lýðræðislegum kosningum.
Hingað til hafa þeir þurft að beita kúgun og ofbeldi en í dag dugar máttur áróðursins sem höfðar til grunnhyggni fólks.
Frétt eins og þessi er liður í slíkum áróðri.
Og fylgistölur Sjálfstæðisflokksins sýna að hann virkar.
Hinir rændu vilja láta ræna sig á ný.
Kveðja að austan.
Ríkisútgjöld hafa aukist um helming á sjö árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð og þörf athugasemd. Ekkert er auðveldara að ljúga en með talnaflækjum.
Við getum einnig skýrt útgjaldaaukningu Ríkissjóðs undanfarinna 7 ára með gengislækkuninni sem varð vegna Hrunsins. Allar erlendar vörur og einnig þjónusta hefur hækkað nánast um 100% alla vega miðað við krónuna sem ætti fyrir löngu að vera orðinn safngripur.
Þess má geta að það var maður fæddur á Austfjörðum sem gagnrýndi mikið stofnun Landsbankans á sínum tíma. Hann bjó á Englandi lungann af sinni ævi. Hann var aldrei sáttur hvernig Landsbankanum var komið á fót, ódýrasta leiðin var farin en einnig sú vitlausasta. Íslenska krónan hefur verið eins og hver önnur betlikerling síðan, hefur aldrei staðið almennilega á fótunum óstudd og sjálfbjarga.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 20.9.2012 kl. 10:43
Ekki rétt með farið Ómar.
TEA (Taxed Enough Already) hreyfingin er ekki flokksbundin hreyfing. Enda stiðja þau ekki Repúklíkana og Democrata flokkana. Þetta er svokölluð grasrótarhreyfing sem spratt upp eftir bankahrunin 2008.
Þetta er hreyfing sem vinnur að því að koma þingmönnum svokölluðum tax and spend þingmönnum af þingi, hvort sem þeir eru Repúbíkanar eða Demokratar.
Sé ekkert öfgvafullt við það.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 20.9.2012 kl. 11:00
ja her og hérna Ómar vinur minn að mæra vintrið,eða vikilega komin út úr skápnum drengur minn,þetta brýtur í bága við flest,sem þú hefur áður sagt,hvað hufur skeð???mærir kommana of skítur á Sjálfstæðið og Sjáfstæðisflokk,semsagt ekker betri en Páll Vilhjálmsson og Jónans f/v ritstjóri,svar óskast,Kveðja að sunnan!!!!
Haraldur Haraldsson, 20.9.2012 kl. 12:57
Sjálfstæðisflokkur er einmitt teboðs og ofsatrúarhreyfing. Skoðin væntanlega þingmenn þeirra, hver ofurkrissinn á fætur öðrum, við erum að tala um menn sem standa í pontu á alþingi öskrandi með biblíu í hendi.. . þeir tala allir eins og repúblikanar, tala um sömu brauðmynsluna sem á að falla af alsnægtaborðum elítu til almennings.. svo er það hann guð.. guð blessi ísland.
DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 14:02
Göngum hreint til verks strax eftir kosningar.
Merkjum x við D og fylkjum okkur svo um ESB og formann okkar. Göngum ekki með veggjum, heldur munum það að Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið helsti vettvangur fyrir ráðstjórn í anda helstu kommúnistaflokka heimsins í gegnum tíðina. Göngum hreint til verks, merkjum x við D og ESB. Göngum ekki með veggjum. Göngum hreint til verks og stöndum svo stoltir í efstu hæðum Kremlar, sem fyrr. Horfum svo stoltir yfir valinn, vitleysingana sem kusu okkur.
Doktor D (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 14:56
Göngum hreint til verks og látum hafa okkur að fíflum eins og öll hin fíflin í heiminum, hvort heldur það er í Bandaríkjunum, ESB, í Ráðstjórnarríkjunum, í Kína, eða hér á landi.
Göngum hreint til verks og látum plata okkur fram í rauðbláan dauðann. Kjósum x D og þá fáum við loksins ESB. Tökum við brauðmylsnunni sem fellur af borðum okkar rauðbláu höfðingja:
http://www.infowars.com/music-video-exposes-presidential-right-left-paradigm/
Doktor D (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 15:58
Blessaður Guðjón.
Það er gott að þú sért sammála mér í þessu, og ég spái að slíku eigi eftir að fjölga í framtíðinni.
Byggi þann spádóm minn á að allir sem í dag kjósa sjálfviljugir að enda í þrælanámum hins alþjóðræningjaauðvalds þar sem AGS sér um reksturinn, sjái að lokum að sér og átti sig á við fæddumst frjáls, og eigum að lifa frjáls.
Kallast sjálfsbjargarhvöt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 19:58
Jóhann, Teboðshreyfingin er fjármögnuð af mönnum sem hafa það eina markmið í lífinu að vera ennþá ríkari en þeir eru í dag.
Hún byggist á frösum og lýðskrumi, þar sem hálfsannleik og blekkingum er beitt til að fá hrekklaust fólk til að berjast gegn núverandi stjórnvöldum, sem erfðu gjaldþrot bandaríska ríkisins, og erfðu líka þær leiðir sem þáverandi ráðamenn ákváðu til að takast á við vandann.
Sem útaf fyrir sig var það skynsamasta sem hægt var að gera í stöðunni ef ekki var til pólitískt afl til að umbylta ræningjahagkerfinu.
Og það fyndna er að þessir menn sem fjármagna herferðina, gera út á ríkisjötuna. Og þeir sækja stuðning sinn til fólks sem er fórnarlömb ránsmennsku þeirra.
Er til meiri snilld???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 20:05
Blessaður Haraldur.
Við höfum rætt þetta oft áður. Ég man ekki hvað ég er oft búinn að segja þér að ég er Hriflungur í pólitík og ég er meðlimur í Andófinu gegn því ræningjakerfi auðmanna sem gerði þjóðina gjaldþrota.
Hér að ofan er ekkert fullyrt sem ekki er rétt, og þú ættir að vera farinn að læra að slíkt er megineinkenni þessa bloggs.
Hvernig heldur þú að ég komist annars upp með þá áreitni sem einkennir alla mína framsetningu???
Varðandi hægriöfgamenn sem eiga sitt skjól í hluta bandarískra repúblikana, að þá eru gagnrýnendur þeirra ekki bara úr röðum vinstri manna, meginþunginn kemur frá klassískum hagfræðingum sem til dæmis myndu teljast til hægri í lífsskoðunum en fyrrum formaður flokks þíns, Geir Hallgrímsson.
Og ennþá eldri formaður þinn, Bjarni Ben eldri, byrjaði sinn stjórnmálaferil með því að gagnrýn hægriöfgamenn síns tíma, á sömu forsendum ég geri.
Vissulega kölluðu menn hann svipuðum nöfnum og þú gerir núna, vinstrimann og líka júðavin, en það var reyndar frasi þess tíma.
En lygi Haraldur er lygi, og maður gerir lítið úr sjálfum sér að elta forystu í flokki sínum sem gerir út á slík aðferðarfræði.
En nánar get ég ekki svarað þér fyrr en þú tiltekur það sem þú ert ósáttur við.
Á meðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 20:11
Blessaðir doktorar tveir.
Í það fyrsta, eruð þið einn og sami maðurinn???
Annað, hvað á fólk að kjósa???
Hverjir hafa ekki svikið í dag með samstarfi sínu með AGS????
Bara spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 20:12
TEA (Taxed Enough Already) hreyfinginn er einmitt það sem vantar á Íslandi, að láta ekki stjórnmálamenn og fjármálastofnanir stefna ríkiskassanum í gjaldþrot.
Stefnumál TEA hreyfingarinnar:
1. Henda út þingmönnum sem hækka skatta og eyða peningum almennings eins og hann sé að fara úr tízku.
2. Setja í stjórnaskránna að stjórnmálamenn geti bara eitt peningum séu þeir fyrir hendi, með öðrum orðum að eyða ekki fram yfir getu, sem sagt balanced budget.
3. Stjórnmálamenn fari efti stjórnarskránni.
Annað er nú ekki á þeirra stefnuskrá og ég sé enga öfgva í þessu.
Svo er þetta fólk ekkert að berjast gegn ríksstórn frekar en þeim sem eru í meirihluta og/eða minnihluta á þingi, hvort sem þeir eru Repúblíkanar eða Demókratar.
Ef ríkisstjórn eða þingmenn fara út fyrir þessi málefni sem þau eru að berjast fyrir, þá er svarið frá TEA hreyfinguni; henda drulusokknum úr stjórn eða af þingi.
Þessi hreyfing er fjármögnuð með lágum framlögum almennings til dæmis $20 frá þeim sem styrkir þessa hreyfingu. Það er ekki stór framlög til þessarar hreyfingar.
Þessu fólki er alveg sama hver kom fjármálum Bandaríkjana í þá stöðu sem fjármálin eru, the blame game hjálpar ekki stöðuni eins og hún er.
Ef þeir men sem eru í ríkisstjórn eða á þingi og vilja ekki hætta þessari eyðslu, þá henda þeim bara út og þessi hreyfing reynir að finna frambjóðenda sem stendur fyrir þeirra málefnum og hjálpa honum/henni að komast í stjórn eða á þing.
Þetta eru nú málefnin sem þetta fólk stendur fyrir, ef að íslendingar hefðu bein í nefinu og hafa svona grasrótarhreyfingu þá kæmu íslendingar fjórflokknum frá.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 21.9.2012 kl. 01:14
Heill og sæll Ómar. takk fyrir enn einn þarfan pistil. Þú ruglar mig stundum í ríminu og það er bara hressandi, en helst er það núna hvað þú meinir nákvæmlega með því þegar þú segist vera "Hriflungur"?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 01:57
He he Pétur, gat það nú ekki verið að gamla framsóknarfobían kæmi uppí þér. Svona er þetta, syndir kaupfélagsmafíunnar koma niður þar sem síst skyldi.
Til dæmis að mætur maður eins og þú skulir ekki vita hvað það er að vera Hriflungur.
Þar sem ég er bæði búinn að vekja athygli á kjarna deilunnar um LÍ og eins brýna axirnar í EFTA dóms sirkusnum þá skal ég alveg gefa mér tíma að útskýra í örstuttu máli hvað það er að vera Hriflungur.
Víkjum fyrst Pétur að aðstæðum alþýðufólks sem tók á móti nýrri öld fyrir um öld síðan. Persónugerum það í dæmisögum af ömmum mínum tveimur, saga þeirra er saga þess fólks sem frá örófi alda hefur verið dæmt úr leik sem vinnudýr af höfðingjum þessa heims.
Steinunn föðuramma mín sagði stundum við mömmu mína að hún væri löt, sem mamma vissi alls ekki til enda amma konan sem hélt öllu gangandi á Ímastöðum í Víkinni minni fögru. En þessi fullyrðing átti sína forsögu, hún var barn vinnufólks sem vann fyrir mat sínum á stóru útvegsbýli. Fólks sem þrælaði meginhluta sólarhringsins og uppskar varla fötin utaná sig. Þó krakki væri, sá amma mín rangindi þess og var það sjálfstæð að hún lét ekki beygja sig. Hún var hyskin við þrælavinnuna, vildi líka fá að vera barn.
Sigurbjörg móðuramma mín var dóttir vinnukonu, og þegar hún missti móður sína ung að árum, þá var hún sett í fóstur á bæ hér í sveitinni. Og hún þurfti að vinna, og vinna. Samt, þegar hún var fullráða, þá þurfti hún að vinna af sér sveitaskuldina sem vinnukona á bænum.
Svona var lífið í den Pétur, fólk var ekki fólk, heldur vinnueitthvað. Aðeins góðborgarar voru fólk, og aðeins börn þeirra nutu menntunar, hin voru ekki með.
Þá gerðist það að ungur maður kom til Íslands frá námi sínu í Bretlandi, hann sagði við fólk eins og ömmur mína og afa, þið eruð fólk. Þið hafið rétt til mannsæmandi lífs, þið eigið rétt á að mennta börnin ykkar.
Og hann fylgdi þessum orðum sínum eftir, fyrst hjá ungmennafélögunum og fyrstu samvinnufélögunum, og síðan í löngu og farsælu pólitísku starfi.
Hann var hugmyndasmiður alþýðumenntunar á Íslandi, hann var maðurinn sem stóð á bak við samgöngubyltingu landsbyggðarinnar. En mestu áhrif hans voru í gegnum hina illvígu gagnrýni hans á broddborgarana, gagnrýni sem átti rætur í ömurleg kjör og aðbúnað alþýðumanna. Seinna sagði hann frá að það hlyti eitthvað illt að búa í fólki sem til dæmis þrælkaði fólki út á meðan það stæði, og neitaði því um lágmarkshvíld.
Dýnamíkin var að svar borgarastéttarinnar var að tefla gegn honum sósíaldemókrata flokksins, Ólafi Thors. Óli og eftirmaður hans, Bjarni Ben eru höfuðsmiðir hins íslenska velferðarkerfis, það voru þeir sem náðu til að sannfæra hið svarta íhald að slíkt væri nauðsynlegt til að hindra blóðuga byltingu kommúnista.
Menn eins og Ólafur Thors eru ekki sjálfgefnir í leiðtogahlutverki borgaraflokks, maðurinn sem skóp hann var Jónas frá Hriflu.
Vegna þessa og margs annars, þá heiðra ég minningu hans með því að kenna mig Hriflunga, mennina sem sögðu að fólk er fólk, og á rétt til að lifa sem fólk.
Mennina sem féllu ekki í þá gryfju að ná fram þeim réttindum með moldvörpustarfsemi Sovétdindla, að láta verra taka við af vondu.
Mennina sem við eigum allt að þakka en íhaldið hefur náð að sverta svo ímynd þeirra að við sem kennum okkur við þá í dag, þurfum sí og æ að útskýra fyrir góðu fólki að það eigi að þekkja kjarna sögunnar, en ekki hismið sem hin borgarlega saga matreiðir sí og æ ofan í kok okkar.
Já, Pétur, ég er Hriflungur, því eitthvað þarf maður að vera. Það er svona skemmtilegra að vera eitthvað þegar maður er sí og æ að skamma alla hina, að gefa þeim tækifæri að festa á manni hendur.
Og ég get allavega þakkað arfleið Jónasar frá Hriflu það að ég er ekki blóðugur byltingarmaður í dag, en enda sjálfsagt þannig fyrst að fólk heldur að lífskjör þeirra séu sjálfgefin gjöf þeirra sem ráða.
Ég er alltaf auðskilinn Pétur ef menn skoða kjarna mennskunnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 09:42
Blessaður Jóhann.
Það er nokkuð góð og gild regla að ekki er til lengdra hægt að eyða meir en maður aflar. Það er einnig eðlilegt að firrtast við óráðsíu og einkavinadekur kjörinna fulltrúa.
Þetta tengist ekki öfgum og hef ekki borið slíkt upp á allt það góða fólk sem í einlægni sinni vinnur eftir sannfæringu sinni innan bandarísku Teboðshreyfingarinnar. Hef einfaldlega bent á að það er grunnhyggið, það er það sem kallast nytsamir sakleysingjar. Mjög jákvæð orð um fólk sem lætur þjófana sem rændu það spila með sig. Auðvita á maður að nota orð eins og erkifífl en við skulum segja að ég meti viljann fyrir verkið.
Það eru öflin sem standa á bak við Teboðshreyfinguna sem ég kalla öfga, en það er líka alltof jákvætt, þau eru ill, eins svört og ill eins hið illa sjálft. Þó hugsanlega verri. Þau eru ekki grasrót frekar en friðarhreyfingin sem barðist fyrir einhliða afvopnun Vesturlanda fyrir framan skriðdrekakjafta Vesturlanda. Þau eru ekki fjármögnuð af smáum framlögum, ekki frekar en Þjóðviljinn var í gamla daga.
Það sem þú ert að vitna í er hið sýnilega, litli fallegi anginn sem mannætublómið notar til að lokka að bráð sína.
Deili ekki um það því ég deili ekki um staðreyndir, en ég er ekki það blindur að ég sjái ekki ófreskjuna að baki.
Þessi ófreskja ber ábyrgð á hinni alvarlegu stöðu hins opinbera í USA, hún hefur mersogið almannasjóði, til dæmis fer brotabrot af kostnaðinum við hinar stöðugu styrjaldir til hersins, meginhluti útgjaldanna enda í vasa afæta, afæta sem gera út stjórnmálamenn eins og hverja aðra deild í fyrirtækinu.
Hún undirbýr og markaðssetur lygar sem hinir trúgjörn gleypa við.
Peningaprentun, svo dæmi sé tekið, er til dæmis ekki skuldsetning. Hún er útþynning á gjaldmiðli, og ef hagkerfið tekur við hinum verðminna gjaldmiðli, þá lækkar hún til skamms tíma virði allra raunverulegra verðmæta. En sá sem prentar peninga, hann skuldar ekki einum eða neinum neitt, ekki nema þá prentaranum sem prentaði peningana.
Útgjöld ríkis eru nauðsynleg til að halda uppi nútímasamfélagi. Rökin erum mjög einföld, það eru einhver þúsundir ára þar sem til voru samfélög án miðlægra útgjalda sem við kennum við ríki. Þau sem höfðu ekki þetta miðlæga, dóu út.
Ríki er ekki illt, ríki er nauðsynlegt.
Sagan kennir að það er yfirleitt tvennt sem leiðir ríkisfjármál í ógöngur, of mikil skattheimta, sem oft kemur í kjölfar þess að hinir ofurríku koma sér undan skattheimtu.
Eða of lítil skattheimta. Menn gera of mikið miðað við skatttekjur.
Hið opinbera í Bandaríkjunum er að glíma við of litlar skatttekjur miðað við þau verkefni sem almenningur felur ríkinu. Við því þarf að bregðast.
En ekki á forsendum afæta sem hafa rænt bandarískt þjóðfélag inn að beini þannig að þetta volduga land er risi á brauðfótum.
Og sá sem beitir fyrir sig hálfsannleik og blekkingum, er aldrei sá sem vill leysa vandann með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Þetta átta Bandaríkjamenn sig ekki á, þess vegna er svona illa komið fyrir þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.9.2012 kl. 10:19
Takk Ómar minn, það vantar ekki að þú talir skýrt og skorinort, sé um það beðið:-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.