19.9.2012 | 22:45
Er maðurinn virkilega svona heimskur??
Möguleiki á launaskriði með tilvísun í hækkun launa forstjórans.
Sem vill svo til að er hann sjálfur.
Ætlar hann í næstu kjaraviðræðum, sem þá einn af fulltrúum ríkisvaldsins, að benda á að þegar þekkt launskrið hjá LÍ, sem reyndar er aðeins bundið við eina persónu, hann sjálfan, og segja að það sé rök fyrir ríkisvaldið að hækka laun annarra??
Er hann þá að meina hjá öllum starfsmönnum, eða kannski bara hjá hinum ómissandi starfsmönnum í yfirstjórn spítalans????
Látum það kjurt liggja, en forsenda launaskriðs er að það séu fjármunir á lausu til að borga hækkun launa umfram kjarasamninga???
Hver eru þeir peningar í dag???
Allavega ekki í þessum fjárlögum, og samkvæmt því sem hann segir, ekki í fjárlögum ársins 2013.
Hvenær á þetta væntanlega launaskrið að verða???
Og hvernig ætlar hann að útvega fjármuni???
Fjármuni sem eru umfram hækkun kjarasamninga???
Hvernig getur fjármálaráðherra réttlæt slíkan umframpening, þegar hann stendur á bremsunni gagnvart sanngjörnum launkröfum heilbrigðisstétta???
Að það sé aðeins til peningur til að hækka laun hjá sumum, en ekki öðrum.
Og hverjir eru þessir "sumir"??? Vinir og vandamenn, eða flokksbræður, jámenn eða er farið eftir stafrófinu þannig að laun séu hækkuð umfram kjarasamninga hjá öllum stéttum sem byrja á til dæmis L???
Hvernig ætla menn að reka opinbera stofnun þar sem laun eru hækkuð eftir geðþótta en ekki ákvæðum kjarasamninga????
Heilbrigðisráðherra réttlætti hækkun launa forstjóra LÍ með tilvísun að um svo hæfan mann væri að ræða.
Það má vera, en þetta viðtal við forstóra LÍ er móðgun við almenna skynsemi fólks.
Það er ótrúlegt hvað einn maður getur lítillækkað sjálfan sig í vonlausri vörn sinni fyrir ranga ákvörðun sem aðeins er hægt að útskýra með einu orði.
Græðgi.
Sumir hefðu látið duga að vitna í Friedman.
Þá hefðu hugsanlega 2-3 drengir komið til hjálpar að verja hið óverjanlega.
En eftir þetta viðtal er forstjóri LÍ algjörlega einn á berangri heimskunnar.
Vissulega er lágt risið á stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, mörgu hafa þeir kyngt í stuðningi sínum við ríkisstjórn auðráns og óhæfu, ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
En það eru takmörk fyrir öllu.
Sjálfsréttlæting Björns Zoega fór yfir þau mörk.
Ef hann situr ennþá í forstjórastöðunni eftir helgi, þá er eitthvað mikið mikið að í þessu þjóðfélagi.
Þá einfaldlega geta menn leyft sér hvað sem er, með hvaða rökum sem er.
Og þá er stutt í endalokin.
Kveðja að austan.
Sá möguleika á launaskriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið erum við sammála þerna Ómar og ég við sjá þá báða segja af sér Læknirin og Ráðherraan!!Kveðja að sunnan!!
Haraldur Haraldsson, 19.9.2012 kl. 22:50
Stundum er betra að þeigja en segja.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 20.9.2012 kl. 01:36
Blessaður Jóhann.
Þögn er virk leið til að komast upp með afglöp á Íslandi, fjölmiðla skorti fagkunnáttu að fylgja málum eftir, ef þeir geta ekki nýtt sér upphrópanir.
Viðtalið við Björn er hinsvegar klassískt dæmi um aftökuviðtal, þar sem mótsagnir og rugl er afhjúpað með leiðandi spurningum. Langt síðan maður hefur séð svona fagmennsku á Íslandi.
Hvort það dugi, það er annað mál, en sjáum til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 06:57
Blessaður Haraldur.
Ráðherra fer aldrei, þeir komast upp með allt. En ég tel að næsta skref Björns verði að segja af sér.
Hann er berstrípaður á víðavangi heimskunnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2012 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.