Sofandi þjóð er rænd, aftur og aftur.

 

"Þegar við heyrum um átján milljarða yfirfærslu á gjaldeyri, þá vaknar sú spurning hvort Seðlabankinn sé að nota lánsfé til að fjármagna þessa yfirfærslu. Þá er búið að taka skuld einkaaðila og breyta henni í skuld skattgreiðenda,“ segir Lilja Mósesdóttir."

 

Af hverju gerum við börnunum okkar þetta????

 

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Fékk að flytja um 15 milljarða úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem Lilja er að benda á, er að gjaldeyri þurfi til þess að fjármagna yfirfærslu á íslenskum aflandskrónum. „En hann er ekki til. Við erum að nota afganginn af vöruskiptajöfnuði til að greiða vexti og afborganir á skuldum. Það hefur lengi legið ljóst fyrir að við eigum ekki gjaldeyri fyrir yfirfærslu á aflandskrónum og eignum kröfuhafa í gömlu bönkunum,“ segir Lilja Mósesdóttir réttilega.

„Það sem ég óttast, er að við séum að taka lán sem þjóð til að gera þessum einkaaðilum sem eiga aflandskrónur, kleift að skipta þeim í gjaldeyri,“ segir Lilja og vísar einnig til greiðslna til kröfuhafa úr gömlu bönkunum.

„Þegar við heyrum um átján milljarða yfirfærslu á gjaldeyri, þá vaknar sú spurning hvort Seðlabankinn sé að nota lánsfé til að fjármagna þessa yfirfærslu."

Það er verið að taka skuld einkaaðila og breyta henni í skuld skattgreiðenda,

skv. boðvaldi frá Deutshe Bank og leppum þeirra.  Þetta er í Icesave stílnum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:15

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Maður fær það á tilfinninguna að við séum byrjuð að borga í björgunarsjóð ESB.

Það er nauðsynlegt að fá greinargóða skýringu frá Má Guðmundssyni. Gott viðbragð frá dóttur Móses.

Eggert Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 16:28

3 identicon

Já fólk hefur verið dáltið sofandi yfir aðkomu Deutsche Bank að eftir-hruns-málum.

Af hverju hafa t.d. blaðamenn eða alþingismenn ekki að farið fram á að fá afrit af fundargerðinni þegar Jóhönnustjórnin kallaði til sín Hollendinga, Breta og Deutsche Bank þegar samið var um endurreisn bankakerfisins (niðurrif heimila og fyrirtækja) árið 2009. Það er minnst á þau fundahöld í skýrslu SJS um endurreisn bankakerfisins.

Ég ætla að leyfa mér að giska á að samkomulagið á milli velferðarstjórnarinnar og Deutsche Bank hafi verið á eftirfarandi nótum:

1) Norræna velferðarstjórnin lofar DB að Landsbankaranir fari ekki á eftir Björgólfi (DB fjármagnaði kaupin á Actavís). SJS lætur fjarlægja úr Icesave II lögunum ákvæðið um að ríkið fari sérstaklega á eftir Icesave liði Landsbankans. Nýji Landsbankinn hættir við að ganga á eftir persónulegum ábyrgðum sem Björgólfur var í við bankann. 

2) Norræna velferðarstjórnin lofar DB að trufla á engan hátt Lýsingu í að endurheimta ólögleg gengistryggð lán. DB á flestar kröfur í Lýsingu og ef ég hef skilið þetta rétt þá er Lýsing búin að flytja 30 milljarða af gjaldeyri úr landi á bara árið 2012.  Ef að Lýsing fer í þrot í kjölfar næstu gengislánadóma þá nást þessi peningar ekki aftur til landsins.  Fólk sem hefur ofgreitt mun þurfa að sækja bætur til ríkisins verði þetta niðurstaðan. 

3) DB lofar velferðarstjórninni að koma henni á lánamarkað erlendis.  DB gerði þetta með því að setja upp skuldabréfaútboð í USA þar sem ríkið náði sér í einhver cent á tvisvar sinnum hærri vöxtum en bandarískir húsnæðislánaeigendur eru að greiða fyrir sín lán.

Það er svo ágætt að hafa það í huga að það var ekki fyrr en að ESB-stjórn Jóhönnu og SJS tók við völdum að nokkur maður sá ástæðu til þess að vera að kalla á ESB ættaða kröfuhafa til skrafs og ráðagerða um hag íslenksra heimila og fyrirtækja.  Fólk þarf að vera vitstola af barnstrú ef það heldur að Jóhönnustjórnin hafi ekki tekið Manuel Barroso á orðinu, þegar hann bað um að íslensk stjórnvöld færu vel með ESB kröfuhafa. Ég þori að veðja kepp af súru slátri á það, að ESB hefði ekki tekið við umsókninni í sambandið nema að íslensk stjórnvöld gæfu kröfuhöfum skotleyfi á heimili og fyrirtæki landsmanna.

Fólk sem ætlar að bjóða sig fram til þings að ári, á að sleppa því nema að það sé tilbúið að gera það að sínu fyrsta verki, að setja af stað rannsókn á aðkomu norrænu velferðarstjórnarinnar að þessu ferli. 

Seiken (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 20:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þetta sé ekki kjarni málsins, "að ESB hefði ekki tekið við umsókninni í sambandið nema að íslensk stjórnvöld gæfu kröfuhöfum skotleyfi á heimili og fyrirtæki landsmanna."

Ásamt því að blóðpeningarnar fá að flæða úr landi á  yfirgengi sem er fjármagnað með láni AGS. 

Það átti að gera þetta strax eftir ICEsave samninginn, en Lepparnir breyttu um taktík eftir Nei-in tvö.  Í stað þess að greiða allt út eins og stjórnvöld skuldbundu sig í samkomulaginu við AGS, var ákveðið að taka Valgeir á þetta.

"Hægt og hljótt".

Svo svefn þjóðarinnar sé ekki truflaður.

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.9.2012 kl. 22:10

5 identicon

Takk Seiken fyrir enn eina lykilathugsemdina um þessa grjótnámu sem átti að koma íslenskum þrælum í og það á vakt "vinstri velferðarinnar" og Bjarna Ben. og Co, sem sögðu Já áfram við lúxusaðgöngumiða elítunnar að ESB.  Tilgangurinn virðist hafa verið sá sami og er að gerast út um allan heim og gengur út á að gera millistéttina og afkomendur þeirra að skuldaþrælum með svífandi hrægamma yfir grjótmunnanum og Deutsche Bank, með Björgólf Thor og gjaldkera samFylkingarinnar sem millisala þessarar ógeðfelldu og ómannúðlegu villimennsku.  Seiken kann að segja hlutina á mannamáli:

Ég þori að veðja kepp af súru slátri á það, að ESB hefði ekki tekið við umsókninni í sambandið nema að íslensk stjórnvöld gæfu kröfuhöfum skotleyfi á heimili og fyrirtæki landsmanna.

Fólk sem ætlar að bjóða sig fram til þings að ári, á að sleppa því nema að það sé tilbúið að gera það að sínu fyrsta verki, að setja af stað rannsókn á aðkomu norrænu velferðarstjórnarinnar að þessu ferli.

Ég er sammála góðri og þarfri ábendingu þinni, um að fólk hefur ekkert að gera á þing, ef það hefur ekki þann dug til að rannsaka þessa einbeittu og viðurstyggilegu aðför að fullveldi Íslands, sem Steingrímur J. og Jóhanna hrun-ráherra, bera höfuðábyrðina á, en það gerir einnig Bjarni vingull Ben. sem spratt fram á völlinn í þann mund sem haninn gól í þriðja sinnið og hann sagði þá Já, eins og honum fyndist það jafn sjálfsagt mál og þeim AGS hjúunum Steingrími J og Jóhönnu Sig, að keyða millistéttinni og að hér yrðu bara þrælar, leiguliðar í vistarböndum og svo hins vegar efri byggðin ferföld og samtryggð í blautum draumum sínum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband